Ráðunautafundur - 15.02.1997, Side 279
271
milli dómara eitt stig eða minna. í 0,6% tilvika er munur milli dómara hins vegar meiri en eitt
stig og í þessum tilvikum hlýtur dómari eða dómarar að hafa gert skyssu. Samkvæmt 3. töflu
eru dómskyssur algengastar í stökki og skeiði og eiga rætur sínar trúlega í því að dómarar
missa af kýrstökki eða eru mjög ósammála um skeiðglefsur.
3. tafla. Tíöni stigamunar á miili dómara við dóm á 1336 hrossum sumarið 1996 og tvímælingagildi (t) fyrir
hvern hinna 14 eiginleika dómskalans.
0,0 0,5 Stigamunur 1,0 1,5 2,0 2,5 t
Höfuð 1701 1874 407 26 0 0 0,62
Háls 2261 1656 87 4 0 0 0,65
Bak 1781 1856 341 30 0 0 0,70
Samræmi 1966 1795 238 9 0 0 0,69
Fótagerð 1735 1835 412 25 1 0 0,66
Réttleiki 1753 1870 352 28 5 0 0,52
Hófar 1888 1808 295 16 1 0 0,71
Tölt 2007 1804 187 10 0 0 0,81
Brokk 2058 1713 208 21 8 0 0,86
Skeið 2230 1386 330 49 12 1 0,94
Stökk 1774 1809 340 60 22 3 0,70
Vilji 2233 1646 123 6 0 0 0,73
Geðslag 2269 1636 101 2 0 0 0,64
Fegurð 2381 1546 81 0 0 0 0,79
Alls 28037 24234 3502 286 49 4
% af öllum dómum 49,97 43,19 6,24 0,51 0,09 0,01
Gott samræmi milli dómara
Hér áður hefur komið fram að dómarar eru ágætlega sammála í dómum sínum en rétt er þó að
kryfja þau mál enn frekar til mergjar og skoða hver fylgnin er milli dóma hjá mismunandi
dómurum. Það má gera með því að reikna út svokallað tvímælingagildi fyrir einstaka eigin-
leika byggt á dómunum frá í sumar. Tvímælingagildi er allnokkuð notað í kynbótafræði og
segir okkur meðal annars ávinning þess að endurtaka mælingar (dóma) á sama grip. Tví-
mælingagildi hleypur á bilinu 0 til 1 eða með öðrum orðum 0% til 100%. Ef tvímælingargildi
reynist vera 100% þá er fullkomin fylgni á milli dómanna, þ.e.a.s. dómarar eru í öllum til-
fellum sammála. Ef hins vegar tvímælingargildið er 0% þá er engin fylgni á milli einkunna-
gjafa hjá dómurunum, þannig að gefi einn dómari t.d. einkunnina 9,0 þá er algjörlega tilviljun
háð hvað hinir dómararnir gefa.
í aftasta dálki 3. töflu er brugðið upp tvímælingagildi fyrir þá 14 eiginleika sem dæmdir
eru. Þar má sjá að tvímælingagildi er í öllum tilfellum yfir 50% sem telst hátt ef tekið er mið
af eiginleikum úr búfjárrækt almennt. Fylgnin (tvímælingagildið) milli dóma á sköpulagi er