Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 285
277
Lengd og mettunarhlutfall fitusýranna hefur áhrif á meltanleika fitunnar. Þannig
minnkar meltanleiki fitusýra með aukinni keðjulengd, en hins vegar eru ómettaðar fitusýrur
auðmeltari en þær mettuðu (Lewis og Hill, 1983). Samkvæmt Stahly (1984) er meltanleiki fitu
mjög háður fitusýrusamsetningunni, þ.e. hlutfalli ómettaðra fitusýra á móti mettuðum fitu-
sýrum (Ó/M). Ef hlutfallið Ó/M er hærra en 1,5 þá er meltanleiki fitunnar hár, eða 85-92%.
Hins vegar ef hlutfallið er 1,0-1,3 þá minnkar meltanleikinn og þar með magn meltanlegrar
orku í fitunni.
Margt bendir til að nú þurfi að huga betur en áður að gæðum svínakjöts. Undanfarin tvö
ár hefur kvörtunum fjölgað frá sláturhúsum, kjötvinnslustöðvum og neytendum vegna slakra
afurða úr svínakjöti. Er þar um að ræða mikla fitusöfnun grísanna, en einnig hefur þéttni
fitunnar verið ábótavant, hún of lin og því erfið í vinnslu. Þar að auki hefur verið kvartað yfir
aukabragði af hrápylsum og af reyktu og söltuðu svínakjöti. f ljósi þess að mismunandi fitu-
tegundir henta misvel í fóður fyrir eldissvín er mjög aðkallandi að kanna áhrif þeirra á vaxtar-
hraða, fóðurnýtingu, þrif grísanna og síðast en ekki síst áhrif fóðurfitu á gæði afurðanna.
í eftirfarandi fóðurtilraun var gerður samanburður á tveimur algengustu fitutegundunum
sem notaðar eru hérlendis í eldissvínafóður. Markmið verkefnisins var að meta gildi herts lýsis
og lambamörs sem orkugjafa fyrir eldissvín.
Fóðurtilraun þessi var gerð í rannsóknastofu fyrir búfé á Keldnaholti og styrkt af
Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA), Tæknisjóði Rannsóknarráðs íslands og Fram-
leiðnisjóði landbúnaðarins. Aðrir styrktar- og samstarfsaðilar verkefnisins voru Svínaræktar-
félag íslands og Mjólkurfélag Reykjavíkur. Tilraunin var unnin í samvinnu fóður- og fæðu-
deildar RALA.
EFNI OG AÐFERÐIR
Dýr ogfóður
Fóðurdeild Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) sá um þann hluta tilraunarinnar er
snerti dýr, fóður og fóðrun. Fæðudeild RALA hafði umsjón með þeim hluta er snerti slátur-
skrokka, gæðamælingar, fitusýrugreiningar og skynmat. Fóðrunartilraunin fór fram í rann-
sóknastofu fyrir búfé hjá RALA á Keldnaholti við Reykjavík. Tuttugu og fjórir grísir af ís-
lenskum stofni (12 gyltur og 12 vanaðir geltir) voru fengnir frá svínabúi í samráði við Svína-
ræktarfélag íslands. Við komu í rannsóknastofu á Keldnaholti voru grísirnir 13-14 vikna
gamlir og meðalþunginn var 38,6 kg. Á búinu höfðu grísirnir fengið smágrísafóður frá Fóður-
blöndunni hf. með 12,5% fiskimjöli.