Ráðunautafundur - 15.02.1997, Qupperneq 286
278
Gefnar voru þrjár tegundir af fóðri í tilrauninni. Ein fóðurtegundin var notuð sem við-
miðun (grunnfóður) og var hún án íblöndunar fitu. Hinar tvær fóðurtegundirnar voru byggðar
á grunnfóðrinu en íblöndunarfitan var annars vegar 5% tólg (hrein lambamör) og hins vegar
5% hert lýsi (sjá 1. töflu).
Fóðurblöndurnar voru lagaðar hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur en fituíblöndun fór fram á
RALA. Þar var lambamör og hertu lýsi úðað í fóðrið með loftpressu. Fiskimjölið var eld-
þurrkað frá Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. Mjölið var fitulítið, eða 2,2% feitt, og prótínmagn var
73,7% í þurrefni. Magn ösku í þurrefni var 25,4% og þurrefnið var 91,5%. Herta lýsið var
Feedrol B (harðfeiti) með bræðslumark 32-34°C frá Lýsi hf. í Reykjavík. Lambamör frá
Sláturfélagi Suðurlands og Kjötumboðinu hf. var bræddur og blandaður í jöfnum hlutföllum.
Blöndurnar voru á mjölformi en bleyttar upp fýrir fóðrun.
1. tafla. Samsetning tilraunarfóðurs (%).
Grunnblanda Blanda með 5% lambamör Blanda með 5% hertu lýsi
Heill maís 49,3 11,6 11,6
Heilt bygg 8,0 60,0 60,0
Valsað bygg 15,0
Sojakögglar 14,3 11,0 11,0
Fiskimjöl 9,0 9,0 9,0
Hert lýsi 5,0
Lambamör 5,0
Grasmjöl 2,0 2,0
Sykur 3,0
Kalkmjöl 0,8 0,8 0,8
Matarsalt 0,2 0,2 0,2
Pig Grower 1121* 0,3 0,3 0,3
Vítamfn E 0,2 0,2 0,2
Samtals 100,0 100,0 100,0
* Vítamfn-/steinefnablanda frá MR.
** Jafngildir 104 mg E-vftamíns í hverri fóðureiningu (FEs).
Eldistilraunin fór þannig fram að hver fóðurtegund var gefin í tvær stíur. Fjórir grísir
gengu saman í stíu og fengu sama fóður, en hver sinn fóðurskammt. Hver grís var notaður sem
endurtekning og voru því átta endurtekningar fyrir hverja fóðurtegund. Niðurröðun grísanna í
stíur var tilviljanakennd, en einnig var tekið tillit til systkinahópa og kyns grísa. Allt fóður var
vigtað í grísina og þeir vigtaðir vikulega á tilraunartímabilinu.
í 2. töflu má sjá fjölda grísa í hverjum hópi og meðalþyngd við komu í rannsóknastofu á
Keldnaholti. Einnig má sjá þunga grísanna við upphaf tilraunar en áður höfðu þeir fengið
tveggja vikna tíma til að venjast nýju fóðri og umhverfi. Tilraunin stóð í 9 vikur.