Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 288
280
fínna kornþátta. Magn fitu, prótíns og orku er jafnt, en það skiptir mestu máli fyrir vöxt
grísanna. Orkumagn í blöndunum er reiknað út frá efnainnihaldi samkvæmt jöfnunni:
Nettóorka, MJ/kg þurrefni = 0,75 x breytiorka, MJ/kg þurrefni - 1,883
Breytiorkan fæst með því að margfalda megine'fnin (prótín, fitu, tréni og NFE) með til-
heyrandi meltingar- og orkustuðlum (DS, 1996).
í 5. töflu sést EFOS-gildi fóðurblandnanna og orkugildi fóðursins reiknað út frá því.
EFOS (Enzym Fordpjeligt Organisk Stof) er ný aðferð við orkumat. Hún byggir á in vitro
mælingu á meltanleika og með henni er hægt að meta orkugildi án þess að nákvæm sam-
setning fóðurblandna liggi fyrir.
5. tafla. EFOS-gildi* tilraunarfóðursins og orkumagn blandnanna samkvæmt
því.
EFOS-gildi Orka skv. EFOS
% FEs í 100 kg þurrefnis
Grunnblanda 91,1 123,8
Blanda með lambamör 85,1 118,9
Blanda með hertu lýsi 86,4 122,1
* „Enzym Forddjeligt Organisk Stof' = Ensýmmeltanlegt lífrænt efni.
Við samanburð á 4. og 5. töflu sést að svipað orkugildi (FEs/100 kg þurrefnis) fæst fyrir
blönduna með herta lýsinu. Hins vegar er orkan í grunnblöndunni hærri og í tólgarblöndunni
lægri með EFOS-greiningunni. Skýring á orkumun í blöndu með lambamör er sú að EFOS-
gildið fyrir lambamörsblönduna er lágt, sem sýnir að þessi blanda er ekki eins auðmelt og
hinar blöndurnar. Þetta kemur heim og saman við lægri meltanleika mörs vegna lágs hlutfalls
ómettaðra á móti mettuðum fitusýrum. Eins ber þessu saman við niðurstöður fyrri tilraunar en
þar dró 10% íblöndun lambamörs marktækt úr vexti eldisgrísa (Birna Baldursdóttir og Guðjón
Þorkelsson, 1995). Ástæðan fyrir hærra orkugildi í grunnblöndunni, þegar notuð er EFOS-að-
ferðin, er væntanlega sú að hráefnin eru auðmeltari en meðaltals meltingarstuðlar gera ráð
fyrir.
Gæðamælingar á íblöndunarfitu sýndu að gildi fyrir lambamör voru öll innan við-
miðunarmarka og samkvæmt þeim er sú lambamör sem notuð var í tilrauninni góður fitugjafi.
Gildin fyrir herta lýsið voru einnig í lagi að undanskildu joðtölugildi sem var of hátt (90 í stað
80 að hámarki). Það að joðtalan skuli vera þetta há eykur möguleg neikvæð áhrif herta lýsisins
á afurðirnar.