Ráðunautafundur - 15.02.1997, Síða 291
283
Fitusýrug re iningar
Fitusýrugreining á bakfitu tilraunargrísanna sýndi að marktækur munur var á magni allra fitu-
sýra milli fóðurhópa. Of hátt hlutfall línólsýru (18:2n-6) í bakfitu hefur verið notað sem vís-
bending um of lina fitu. Miðað hefur verið við að hlutfall hennar fari ekki yfir 9,2% af heildar-
fitusýrum. Hlutfallslegt magn línólsýru var vel undir 9,2% í svínum sem fengu grunnfóður og
fóður með lambamör. í svínum sem fengu hert lýsi var hlutfall hennar í hærra lagi, eða 8,9%
að meðaltali.
Aukabragð eða fiskibragð hefur verið tengt of háu hlutfalli EPA (eicosapentaenoic acid), -
DPA (docosapentaenoic acid) og DHA (docosaheptaenoic acid) í bakfitu. Miðað hefur verið
við að samanlagt magn þeirra eigi að vera undir 1,5% til að koma í veg fyrir aukabragð af
beikoni (Coxon o.fl., 1986). Einnig hefur verið miðað við að hlutfall DPA og DHA eigi að
vera undir 1% (Hertzman o.fl., 1988). í öllum hópum voru niðurstöður vel undir þessum við-
miðunargildum.
Niðurstöðum á joðtölu og fitusýrugreiningum ber ekki alveg saman hvað varðar herta
lýsið. Viðmiðanir fyrir fitusýrugiidi benda til að herta lýsið valdi ekki of linri fitu, en aftur á
móti er joðtala úr fituvef grísa sem fengu hert lýsi of há sem bendir til hins gagnstæða. í eldri
tilraun (Birna Baldursdóttir og Guðjón Þorkelsson, 1995) fengust sambærilegar niðurstöður.
Joðtala, reiknuð út frá fitusýrugreiningu, var þó nokkuð lægri en mæld joðtala í þeim tilvikum
þar sem fóðrað var með hertu lýsi. Mismunur á reiknaðri og mældri joðtölu var aftur á móti
lítill sem enginn í öðrum tilraunarhópum. Lagt hefur verið til að hlutfall fjölómettaðra fitusýra
ætti að vera minna en 12,5%±0,8% til að draga úr hættunni á linri fitu (Rósa Jónsdóttir, 1997).
Þegar fóðrað er með hertu lýsi er hugsanlegt að einhver myndefni herslunnar greinist ekki í
fítusýrugreiningum, en valdi engu að síður hækkun á joðtölu og linari bakfitu. I þeim tilvikum
bendir allt til þess að kröfurnar um hlutfall fjölómettaðra fitusýra þurfi að vera strangari.
Skynmat
Niðurstöður skynmats á fersku kjöti sýndu að ekki var munur á meyrni, safa, kjötbragði né
súru bragði milli tilraunarhópa. Herta lýsið hafði hins vegar marktæk neikvæð áhrif á bragð af
kjöti og fitu. í kjötsýnum frá grísum fóðruðum á hertu lýsi mældist marktækt meira aukabragð
samanborið við kjöt frá grísum fóðruðum á grunnblöndu. Fitusýni frá grísum á hertu lýsi gáfu
marktækt meira aukabragð en fitusýni bæði frá grísum á grunnblöndu og grísum á blöndu með
lambamör. Gildin fyrir aukabragð voru ekki há en munurinn samt mælanlegur.
5