Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 292
284
Heildarmagn fiskifitu í blöndu með 9% fiskimjöli var 2 g í kg fóðurs. Þessi fóðurmeð-
ferð hafði ekki neikvæð áhrif á bragðgæði og gildi fyrir joðtölu og fitusýrur voru í lagi. í
norskri rannsókn (Kjos, 1995) voru könnuð áhrif fóðurs með 2, 5 og 9 g/kg af fiskifitu á
bragðgæði svínakjöts. Þær niðurstöður sýndu að 2 g af fiskifitu höfðu ekki áhrif á bragðgæði
kjötsins, en hins vegar ollu 5 g neikvæðum áhrifum á bragðgæðin. Þetta er í samræmi við
niðurstöður þessarar tilraunar og líklegt er að mörkin fyrir heildarmagn fiskifitu í fóðri liggi
einhvers staðar milli 2 og 5 g/kg. Þetta þarf að rannsaka nánar.
Niðurstöður skynmatsins eru í samræmi við niðurstöður fyrri tilraunar með áhrif fiski-
mjöls og fóðurfitu á bragðgæði og efnasamsetningu svínakjöts. í þeirri tilraun var notað 12%
fiskimjöl (með 5,6% fitu í þurrefni) og 10% fóðurfita (Birna Baldursdóttir og Guðjón Þorkels-
son, 1995). Áhrifin voru skoðuð nánar í verkefni Rósu Jónsdóttur til meistaraprófs í matvæla-
fræði við Háskóla íslands (Rósa Jónsdóttir, 1997). Helstu ályktanir voru að íblöndun hert lýsis
ásamt fiskimjöli hafði greinlega neikvæð áhrif á bragðgæði kjötsins og þá sérstaklega eftir 7
mánaða geymslu í frysti við -20°C. Enginn marktækur munur var á bragðgæðum annarra
hópa.
Við herslu á lýsi myndast margar gerðir aldehýða, hugsanlega einhver sem ekki myndast
í ómeðhöndlaðri fitu og gætu þau verið ábyrg fyrir auknu óbragði. Það hefur ekki verið rann-
sakað og því ekki hægt að fullyrða mikið. I eldri tilraun (Birna Baldursdóttir og Guðjón Þor-
kelsson, 1995) virtist vera í lagi að nota 12% fiskimjöl án fitugjafa og 12% fiskimjöl með
10% tólg. Erlend viðmiðunargildi fyrir fitusýrurnar EPA, DPA og DHA eru 1,5% í hryggfitu
og 1,0% fyrír DPA og DHA. Samkvæmt sænskum heimildum (Lundström og Bonneau, 1996)
rná magn DPA og DHA í fóðri ekki fara yfir 0,015%. Fita af grísum sem fengu blöndu með
12% fiskimjöli og 12% fiskimjöli og tólg fóru yfir þessi mörk án þess að það kæmi niður á
bragðgæðum. Sama er að segja um fóðrið. íslenskir neytendur eru ef til vill ekki eins næmir á
áhrif fiskimjöls í svínafóðri á bragð kjötsins og sænskir neytendur.
í þeirri tilraun er þessi grein fjallar um var hvergi farið yfir viðmiðunarmörk fyrir EPA,
DPA og DHA í svínafitu og fóðri. Gildin eru alls staðar lág. Hins vegar er það herta lýsið sem
enn hefur neikvæð áhrif á ferskt kjöt þótt notað væri helmingi minna af því en í fyrri til-
rauninni og að fiskimjölið væri meira en helmingi fituminna en áður. Hugsanlega eru það um-
rædd aldehýð sem valda þessu. Það vekur athygli að peroxíðgildi og totoxgildin, sem eru
mælikvarði á myndefni þránunar ,eru frekar há í herta lýsinu. Þetta þyrfti að rannsaka nánar.