Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 293
285
ÁLYKTANIR
Niðurstöður efna- og gæðamælinga á íblöndunarfitu sýna að hreinn lambamör eins og notaður
var í tilrauninni er mjög sambærilegur við uppgefin dönsk gildi fyrir dýrafitu. Hins vegar ber
að nefna að sú dýrafita sem notuð er hérlendis í fóður svína er frábrugðin þessum hreina
lambamör vegna breytilegs hráefnis og því er nauðsynlegt fyrir kaupanda að fá staðfestingu á
gæðum fitunnar reglulega. Ekki var hægt að bera herta lýsið við erlend viðmiðunargildi þar
sem hert lýsi er ekki notað í svínafóður erlendis svo vitað sé.
Greiningar á meltanleika fóðurblandnanna gáfu til kynna að lambamörinn hefði lægri
meltanleika en herta lýsið. Það er í samræmi við niðurstöður fitusýrugreininga sem sýna að
hlutfall ómettaðra á móti mettuðum fitusýrum (Ó/M) er mjög lágt í lambamör, eða 0,7 á móti
1,9 í hertu lýsi. Vitað er að ef hlutfallið er 1,5 eða hærra er meltanleikinn hár (85-92%) og að
með lækkandi hlutfalli fer meltanleikinn sömuleiðis lækkandi. Þetta er einnig í samræmi við
niðurstöður fyrri tilraunar sem gerð var hér á RALA, en þar dró 10% lambamör marktækt úr
vaxtarhraða grísanna. Með hliðsjón af niðurstöðum á meltanleika lambamörs í þessari tilraun
og öðrum er mælt með að takmarka notkun lambamörs við 5-6% í blöndur fyrir eldisgrísi.
Vaxtarhraði og fóðurnýting grísanna var óháð fóðurmeðferð. Sláturskrokkar grísa úr
öllum meðferðarhópum voru feitir en enginn munur var á þunga þeirra, sýrustigi, nýtingu né
verðmæti eftir úrbeiningu.
Fóðurmeðferð hafði marktæk áhrif á joðtölu í bakfítu tilraunargrísanna. í bakfitu frá
grísum sem fengu hert lýsi var joðtalan 72,5. Þar sem hámarksgildið er 70 þýðir þetta að fitu
frá grísum fóðruðum á hertu lýsi hættir til þránunar og vinnslugæðin eru lakari.
Fitusýrusamsetning í bakfitu grísanna var frábrugðin milli fóðurmeðferða. Niðurstöðum
á joðtölu- og fitusýmgreiningum ber hins vegar ekki saman hvað varðar herta lýsið. Við-
miðanir fyrir fitusýrugildi benda til að herta lýsið valdi ekki of linri fitu, en hins vegar er joð-
tala úr fituvef grísa fóðruðum á hertu lýsi of há sem bendir til hins gagnstæða. Hugsanleg
skýring á þessu ósamræmi eru óþekktar fitusýrur og myndefni þránunar. Þetta bendir til að
viðmiðunargildi fyrir fitusýrur þurfi að vera lægri þegar fóðrað er með hertu lýsi.
Fóðrun með 5% hertu lýsi, ásamt 9% fiskimjöli, hafði marktæk neikvæð áhrif á bragð-
gæði kjötsins. Hins vegar hafði grunnblandan með 9% fiskimjöli ekki neikvæð áhrif á bragð-
gæðin, en þar var heildarmagn fiskifitu 2 g í kg fóðurs. Eins voru gildi fyrir joðtölu og fitu-
sýrur í lagi fyrir grunnblönduna. í nýlegri norskri rannsókn voru efri mörkin sett við 2 g af
heildarfískifitu í kg fóðurs handa sláturgrísum. Samkvæmt þessu er mælt með að takmarka
heildarmagn af fiskifitu í fóðri eldisgrísa fram að slátrun við 2 g í kg þurrfóðurs. Þetta þýðir að