Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 295
287
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1997
Tilraun með mjöltun áa
og nýtingu sauðamjólkur til manneldis
Sveinn Hallgrímsson
Bœndaskólanum á Hvanneyri
Undanfarin ár hafa verið gerðar athuganir á sauðamjólk og nýtingu hennar. Þær athuganir
hófust á árunum 1982 til 1984 að Kastalabrekku í Ásahreppi, en það voru fyrst og fremst
athuganir sem beindust að frumatriðum, s.s. mjöltun, mjólkurmagni og ystingu sem gerð var
heima á býlinu. Ein efnagreining var gerð á mjólkinni úr safnsýni (Árni Sigurðsson, 1984).
Haustið 1994 voru tekin mjólkursýni úr 20 ám, 10 sem gengu á láglendi heima á Hvanneyri og
úr 10 ám sem gengu á afrétti (Sveinn Hallgrímsson, 1995). Vorið 1995 voru aftur tekin sýni
sem sýndu óeðli'lega háa frumutölu í sauðamjólk (Sveinn Hallgrímsson, 1996), en báðar
þessar athuganir voru liður í undirbúningi að mjöltun áa og framleiðslu afurða úr sauða-
mjólkinni. Athuganir þessar sýndu að áður en farið er af stað með framleiðslu og nýtingu
sauðamjólkur til manneldis er þörf fyrir víðtæka þekkingaröflun:
Vorið 1996 var sótt um styrk til Vísindaráðs. Umsókninni var hafnað. Var þá sótt um til
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, sem veitti styrk til verkefnisins, helming þess sem sótt var
um. Varð því að skera niður upphaflega áætlun og gera áætlum um rannsókn á þeim þáttum
sem brýnast þótti að fá upplýsingar um. Tilraunin byrjaði um miðjan júlí í stað þess að byrja
um miðjan júní.
HVERS VEGNA AÐ MJÓLKA ÆR?
Áður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir hvers vegna rétt er að afla aukinnar
þekkingar á sauðamjólk með vinnslu í huga. Að mínu viti eru fjölmörg atriði sem mæla með
því. Hér skulu þau helstu nefnd:
1. íslenskir bændur hafa skyldur við íslenska neytendur, m.a. vegna þess að þeir hafa að
heita má einkarétt á markaðnum. Þeim ber því skylda til að hafa fjölbreytt vöruframboð,
m.a. vörur úr sauðamjólk.
2. Landbúnaðurinn, í þessu tilfelli sauðfjárræktin, á að hafa á boðstólum alla þá vöru sem
hann getur framleitt til að gera matarkörfu íslendinga girnilegri.
3. Mjólk er m.a. próteingjafi. Próteinefni sauðamjólkur eru allólík próteinefnum kúa-
mjólkur. Sauðamjólk þolir frystingu og eggjahvítuefnin þola meiri hita án þess að um-
breytast (Coleman, 1989).