Ráðunautafundur - 15.02.1997, Page 298
290
Þess skal getið að ekki reyndist unnt að framkvæma síðasta atriðið, þ.e. að öll mjólk vai'
fryst strax að loknum mjöltum og send þannig til vinnslu. Mjólkin var ekki nógu mikil til að
hægt væri að framkvæma þetta atriði, auk þess sem ekki fengust fjármunir til þessa verkþáttar.
Til að afla þessara upplýsinga var eftirfarandi skráning og vigtun:
1. Daglega var tekið safnsýni úr mjólkinni og hún vigtuð. Sýnið var sent til efnagrein-
ingar hjá Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins
2. Einn dag í viku, kvölds og morgna, var vigtað úr hverri á og tekið sýni, þannig að
breytileiki í efnasamsetningu milli áa í tilrauninni liggur fyrir.
3. Skráð var hegðun ánna og tími sem tók að mjólka hverja á var mældur nokkrum
sinnum.
4. Heildarmjaltatími, tími sem tók að sækja ærnar, tími sem fór í mjaltir og tími sem fór
í frágang var skráður daglega.
5. Gefnar voru einkunnir fyrir mjaltaeiginleika ánna og skaphöfn þeirra og skráð voru
veikindi eða annað afbrigðilegt.
6. Skráður var fjöldi áa í tilrauninni, sem mjólkaður var hverju sinni og heildarmjólkur-
magn í mál.
Áður en tilraunin hófst var tekið frá land fyrir ærnar. Annars vegar Staðarhólstún sem
ekki hafði verið slegið en var beitt langt fram á sumar, en með því höfðu æmar aðgang að
mýri sem að hluta til hefur verið beitt hrossum undanfarin ár. Hins vegar Fjárhúsflatir sem
voru slegnar um 10. júlí og borið á þær aftur nokkru síðar. Þær voru nýttar frá 29. júlí með
Staðarhólstúni, sem oft var notað á daginn, en þar var eins og áður sagði aðgangur að úthaga
auk úr sér sprottins túns.
Samkvæmt efnagreiningu af grassýni tekið á Fjárhúsflötum og í grasi í sprettu á bitnu
vallendi í Staðarhólsmýrinni 4. ágúst var efnainnihald eins og sýnt er í 2. töflu.
2. tatla. Efnainnihald f grasi tekið á Fjárhúsflötum og vallendi í Staðarhólsmýri.
Sýni, Meltanl. FEm Prótein AAT PBV Ca P Mg K Na
lieiti % íkg g g g g g g g g
Fjárhúsflöt 78 0,91 257 85 108 4,8 4,8 3,2 23 1,5
Staðarhólsmýri 65 0,73 174 69 54 3,7 2,4 2,8 13 1,7
Fjárhúsflöt 29.8. 77 0,89 213 82 70 5,7 3,1 3,6 5 6,8
Flöt nr. 35 80 0,95 222 86 72 4,8 4,5 2,7 23 2,7
Ærnar voru settar á nýtt beitiland, á flöt nr 35, þann 20. ágúst og hafðar þar á daginn en á
Staðarhólstúni eða á Fjárhúsflötum á nóttinni.
Framkvœmd tilraunarinnar
Tilraunin var gerð í fjárhúsunum á Hvanneyri. Smíðaðir voru tveir mjaltabásar. Ekki reyndist
unnt að koma þeim fyrir á þann hátt sem upphaflega var áætlað og olli það vandkvæðum við