Svava - 01.11.1898, Blaðsíða 14

Svava - 01.11.1898, Blaðsíða 14
206 HIN RÉTTAOG HIN RANGA MISS DALTON. það leit svo út sem fteir vildu iþað ekki. Þessi dökk- hærði flækingur er Jió líklega ekki ástfaagiun í henni. S6 það tilfellið, þá—nei; það er ómögulegt, það á sór ekki stað. Samt skal ég hafa gætur á henni, þangað til vandafólk hennar finst, því ekki or að reiða sig á þessa flækinga'. XJm kvöldið geklc Eiríkur til tjaldanna og hitti Jack úti. ’Hvernig líður ungu stúlkunnih spurði hann. ’Ég er hræddur um að hún ætli að veikjast; liún er við og við með óiáði‘. ’Mig laugar til að sjá hana1, sagði Eiríkur. ’Gjörið þér svo að koma inn. Þér voruð svo vin- gjarnlegur í morgun*. Eiríkur fór inn í tjaldið með honum. Þar sat göm- ul kona og fléttaði körfu, en á lágum trébekk lá hin unga stúlka, s>>m kveikt hafði svo undarlegar tilfinnimrar í hjarta hans um morguninn. Gamla konan hneigði sig mikið þegar Eirfkur kom inn, og ýtti til lians tréstól svo hann gæti sezt. ’Fáið þér vður sæti‘, sagði Jack, ‘þetta er eini stóll- inn sem við hofum'. Hann settist niður nálægt stúlkunni, en um leið

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.