Svava - 01.11.1898, Blaðsíða 28

Svava - 01.11.1898, Blaðsíða 28
220 LEO TOLSTOI. uiu, sem vann og sveittist blóðinu og leið harðrétti. Hann, almúginn naut einkis af því, er vér nefnuin , ,þægindi lífsins11. Og þó lifði hann og vildi lifa. Hann, meir að segja, mat lífið mikils. Ef hann, í fó- fræði sinni, skyldi nú eiga þií speki, er vér vitringar og allir okkar stór-spekingar hefðu enga lnigmynd um? Leo Tolstoi komst að þeirri niðurstöðu, að ef hann ætti að spyrja um þýðing lífsins, þá ætti hann ekki að loyta svars hjá þeim, er vildu stytta sér aldur, heldur hjá hinum, ervildu lifa. Ske mætti, að hann kynni að fá þar svar. Og þetta gerði hannj og hann komst að því, að það, sem gerði alþýðumanninum lífið þess vert, að lifa þáð, var einmitt það, er vér vitringarnir álítum hinn versta kross lífsins: vinnan; hin óbrotna vinna; vinuan fyrir matnum. Það var hún, sem gaf lífiuu innihald, bragð og blæ. Þéssi hugsan kom sem bjargvættur til Tölstoi. Múr- vegguriun rnilli hans og alþýðunnar hrundi til grunna, og honum virtist „sem hann hefði brotist út úr niðmyrk- um kjaJlara út í sólina og daginn ogsæi afturGuðs grænu jorð liggja fagnandi und fótum sér“. En það var ekki vinnan eintóm, er gat gefið al- fullkomna sliýring á lífinu. Og Tolstoi lærði einnig það

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.