Svava - 01.09.1902, Blaðsíða 11

Svava - 01.09.1902, Blaðsíða 11
JSVAVA 113 V, 3. ^ýja-íslandi á landnámsárum þess, Hann var einn ^eðal hinna fyrstu landnema þess; hann var einn meðal teirra, sem liðu þar sínar miklu nýbyggjara þrautir og hörmungar; en þar gafst honum tækifærið til að sýna, þá ^iklu ráðsnild, þrautsegju og velvild, sem hvervetna ein- kendi Björn heit. í allri framkomu sinni í félagslífinu. í daglegri framkomu var Björn sál. mjög ræðinn og skemtileguiy sí-fjörugur og minnugur vel. Hann klæddi ávalt hugmyndir sínar í skáldlegan búning, og átti slíkt, ásamt öðrum andlegum hæfileikum hans, mikinn þátt í, að ávinna honum vini fjær og nœr og almennrar virð- ingar. Það dylst víst engum, að við fráfall Björns, hefir Argyle-bygð liðið mest. Jafn framt sem hann hafði ávalt verið öflugur stuðningsmaður kristindómsmála þar, tók hann ætíð mikinn þátt í öllum velferðarmálum bygð- arinnar, og yfir höfuð, í öllum þeim málefnum, sem hann sá, að orðið gætu til að auka heiður landa sinna í heims álfu þessari. Þótt rúm 20 ár vœru liðin síðan Björn heitinn gegndi bygðarstjóra-embætti í Víðinesbygð í Nýja-fslandi, var hann ávalt kallaður „bygðarstjóri”. Hinn brennandi áhugi

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.