Svava - 01.09.1902, Qupperneq 18
120
SFA7A
V,2,
en þegiiv veður hörðnuðu, hurfu þau öll á burt, svo
ekki var önnur eftir, en úlfar og refar. Seint í október-
mánuði var kuldinn orðinn 24° fyirir neðan ,,zero“,
svo þeir urðu að hverfa til skipanna og búa þar um sig
gegn hinum bitra kulda. Til þess að koma í veg fyrir,
að leiðindi gerðu vart við sig hjá skipverjum, lét Parry
þá ávalt hafa nóg að starfa um veturinn. En ekki brast
þá heldur ýmiskonar skemtanir. Meðal annars setti
Parry á stofn um veturinn einskonár leikhús, og voru þai’
sýndir sjónleikir tvisvar í mánuði. Sömuleiðis var gefið úr>
vikublað, og yfir höfuð, reynt á allan hátt, að stuðla til, að
skipverjar gleymdu hinni leiðinlega einveru langt frá
menningarheiminum. í janúarmánuði var kuldinn 30’
og 40p fyrir neðan „zero ;þó var enn kaldara í febr-
úarroánuði; 16. febr. var frostið 55° fyrir neðan „zero”.
I marz mánuði fór veður heldur að hlýna, en þó var það
ekki fyrren í aprílmánuði, að verulegur mismunur findist
En þá fóru líka fuglar og dýr að gera vart við sig, og
veiðitíðin byrjaði fyrir þeim félögum.
I roaímánuði fór ísinn að þynnast á höfninni, þar sem
skip Parry lá; en samt var það ekki fyr en 2. ágúst, að
þeir gátu koraist á skipum sínum út af henni og haldið
áfram rannsóknum sínum. I júní og júlí-mánuði rannsak