Svava - 01.09.1902, Page 19
SVAVA
121
V, 3.
aði Parry strendur eyjai'innar. Meiri hluti hennar var
mjög ófrjósamur, en vestan til á eynni var hæði dýralínð
og jurtagróður fjölbreyttara, eftir því sem vænta mátti á
þessum slóðum. Þar fundu þeir ekki einungis mosa,
gras, tjulldrapa og fleiri juita-tegundir, heldur líka sóley
í blóma sínum.
í byrjun ágústmánuði hélt Parry á stað, en ekki
hafði hann siglt lengi, þegar þeir mættu ís, og 15. ágúst
var þeim ómögulegt að komast lengra áfram vegna ísa.
Parry gerði marga tilraun til að brjótast lengra áfram, en
örangurslaust. Og varð hann að snúa heim til Englands
við svo húið. Eeyndarhafði Parry komist lengra vestur,
en nokkur af fyrirrennurum hans, en ekki náð samt tak-
markinu. '
Um samaleyti sem John Eoss var sendur til að leita
norðve.- tur-leiðarinnar,var annar lannsóknar-leiðangur send-
ur á stað frá Englandi til að leita norðurskautsins, ogvoru
þeir kapteinn Buchan og Sir John Franklín, foringjar
hans. Aform þeirra var, að sigla norður með vesturströnd
Spitsbergen, og reyna að komast alla leið til norðurskauts-
ins; en þeir hreptu mikla storma og illviðri, svo skip
þeirra urðu fráskila, en fundust þó aftur nálægt Spits-
Svava V,3. h.
S