Svava - 01.09.1902, Qupperneq 44
146
SFAFA
V,2,
Rctt í þessum svifum kom inn á skrifstofuna Mr.
Kolton, sem var meðeigandi í verzlunarfélaginu.
„Mr. Kimer,“ tók liann til orða, „kvernig líst yður
á nýju fötin núnl Máske yður falli illa sniðið, sem er á
þeim?“
„Nei, það fellur mér eklcert illa“, svaraði Kimer.
Mr. Kolton kafroðnaði og beit í suudur vindilinn,
sem hann var að reykja. „Hvað er það þá, sem yður
geðjast ekki að V' spurði hann kuldalega.
Mr. Kimer lcom nú í hug hin gullna regla „Sannloiks-
sambandsÍDs“, að víkja aldrei frá sannleikanum, hver
sem í hlut átti. Svo liann svaraði;
„Mér geðjast ekki að því að þér skuluð vera ölvaðir
ástarfstíma skrifstofunnar, að þér blótið og ragníð og hafið
um hönd allskonar klúryrði, og að þér eruð óbilgjarn og
ónærgætinn“.
„Þalrka yður fyrir, Mr.Kimer. Hafið þér nokkuö
fleira að segja?
„Nei, ég æski ekki að segja meira“.
„Svo ? Þá ætla ég að segja fáein orð. Yður er vís-
að burt. Ég kom hingað til að framkvæma þessa þuug-
bæru skyldu. Mér var ógeðfelt að þurfa að gera slíkt,
vegna þess, að þér hafið um langan tíma unnið með trú
og dygð í þarfir félagsins. —En í forstofunni mætti ég
Mrs. Morton, sem stóð þar grátandi'h