Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 11.–14. mars 2016 s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com Vetrartilboð út apríl 9.900 kr. fyrir 2 með morgunmat Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur Gjaldmælar lausnin? Biðlar til ráðherra að skoða uppsetningu á helstu ferðamannastöðum M eðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið nýverið eru Gunnar Atli Fríðuson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna í Mývatnssveit. Í aðsendri grein í Morgunblaðið þann 23. febrúar biðlar hann til Ragnheiðar Elínar að skoða hugmyndir hans og fleiri um uppsetningu gjaldmæla. „Ég tel rétt að við gleymum öllum hugmyndum um náttúrupassa og umræðum um komu- eða brottfarar- gjöld, sem eru reyndar á skjön við Schengen-samkomu- lagið og flestir vita það,“ skrifar Gunnar. En líkt og fram kemur í máli Karls Garðarssonar þingmanns hér í umfjölluninni telur hann að til séu leiðir fram hjá Schengen-samkomulaginu til að koma á komugjöldum og skiptar skoðanir séu á því hvort það sé ófær leið. En Gunnar Atli leggur til gjaldmæla. „Þ.e. að fólk borgi fyrir að leggja bílum á þeim stöðum sem það kýs að skoða. Þetta tíðkast víða og t.a.m. á skíðasvæðum í Evrópu og þeir nýtast allt árið þar og þá fyrir göngufólk eða annað útivistarfólk.“ Leggur Gunnar til að settur verði upp einn hár staur með P-merki á bláum grunni við alla helstu staði eins og Gullfoss, Goðafoss, Dettifoss og fleiri. „Þar væri að finna gjaldmæli sem hægt væri að borga í með korti eða aur líkt og tíðkast í Reykjavík. Erlendur ferðamaður er alinn upp við að borga í gjaldmæla og því tel ég þetta frekar snúast um okkur sem hér búum.“ Gunnar segir að Íslendingurinn verði alltaf á móti gjaldtöku, hver sem hún sé og segist eiga landið. „Það er þá hans að taka sénsinn að fá ekki sekt á hverjum stað fyrir sig.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar frá 2013 er ferðaþjónusta eitt af þeim málum sem sagt er að lögð verði áhersla á. Þar segir: „Langtímastefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi er nauðsynleg með tilliti til uppbyggingar innviða, markaðssetningar landsins og sköp- unar verðmætra starfa í greininni.“ „Leitast verður við að nýta betur tækifæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu og efla heilsárs ferða- þjónustu. Kannaðir verða möguleik- ar á gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða til að bregðast við auknum fjölda ferðamanna í náttúru Íslands og tryggja sjálfbærni.“ „Fallið verður frá áformum fyrri ríkisstjórnar um hækkun virðis- aukaskatts á ferðaþjónustu.“ Þetta sagði ríkisstjórnin Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks Ö nnur ný hugmynd er Íslands- kortið, eða IcePass sem félög- in Bergrisi hugbúnaður ehf. og Dorado ehf. hafa stofnað og segja að gæti verið svarið við náttúrupassanum og lausn varð- andi gjaldtöku af ferðamönnum. Um er að ræða inneignar og sérkjarakort sem gagnast bæði Ís- lendingum og erlendum ferða- mönnum. Fjölmörg stéttarfélög og félagasamtök hafa gert samning við Íslandskortið um dreifingu á félags- skírteinum sem munu auðvelda félagsmönnum að nýta sín réttindi og sérkjör. Erlendir ferðamenn geta fengið Íslandskortið undir nafninu IcePass og með því fengið betri kjör á ferðamannastöðum, í verslunum, á veitingastöðum og hjá fjölmörg- um þjónustufyrirtækjum. Notendur kaupa inneign á kortið, ýmist með millifærslu eða greiðslukorti, og geta síðan notað til að greiða fyrir þjónustu. T.d. bílastæði, tjaldstæði, salernisaðstöðu, líkamsrækt, al- menningssamgöngur, söfn, jarð- göng og fleira. Íslandskortið ehf. hefur þegar gert samning við fjölda fyrirtækja um góð afsláttarkjör og segir Guðlaugur Magnússon fram- kvæmdastjóri að fleiri muni bætast í þann hóp á næstunni. Tugir þúsunda Íslendinga munu fá Íslandskortið sent heim á næstunni og erlendir ferðamenn geta nálgast það hjá ýmsum flug- félögum, ferðaskrifstofum, versl- unum, hótelum og bílaleigum svo eitthvað sé nefnt. Bergrisi hugbúnaður hefur ver- ið leiðandi í framleiðslu á sjálf- sölum og búnaði tengdum gjald- töku á ferðamannastöðum, eins og stöðumælana á Þingvöllum. Helstu viðskiptavinir Bergrisa eru Þingvallaþjóðgarður, Gullfoss, Vatnajökulsþjóðgarður, Reynis- fjara, Dimmuborgir, Grindavíkur- bær. Nánar má lesa um málið á Is- landskortid.is. Íslandskortið boðar lausn Ferðamenn fái afsláttarkjör með sérstöku inneignarkorti Verðum af milljónum króna á hverjum degi Pass á passannRagnheiður Elín Árnadóttir hefur sætt gagnrýni fyrir að ekki sé enn búið að útfæra gjaldtöku af ferðamönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.