Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 4
4 Fréttir Helgarblað 11.–14. mars 2016 Sími 568-5556 www.skeifan.is Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Föst söluÞÓKNuN Sími 568- 5556 www .skeifan.is 1% + vsk.Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá Vandað einbýlishús óskast til langtímaleigu Hannes Steindórsson löggiltur fasteignasali Ég er með góða fjölskyldu sem vantar vandað einbýlishús til leigu. Pottþétt umgengni, mikil greiðslugeta. Vinsamlega hafið samband: hannes@fastlind.is eða s. 699 5008. Lind Fasteignasala ehf. Hlíðasmári 6, Kópavogur Sími 510 7900 - www.fastlind.is M yndbönd, sem sýna þrjá nakta unga karlmenn í búningsklefa Laugar­ dalslaugar og tekið er með falinni myndavél, voru birt í síðustu viku á einni vin­ sælustu og mest sóttu klámsíðu veraldar. Forsvarsmaður Laugar­ dalslaugar segir að um grafalvar­ legt mál sé að ræða. Málið er ekki komið inn á borð kynferðisbrota­ deildar lögreglunnar. Grunlausir þolendur Fyrra myndbandið er rúm mínúta að lengd og virðist tekið í laumi af gesti í Laugardalslaug. Þar má sjá ungan mann standa fyrir framan skáp sinn nakinn um stund og síð­ an klæða sig. Myndatökumaðurinn beinir þá upptökutæki sínu að öðr­ um nöktum ungum manni í sama rými og tekur upp athafnir hans. Báðir virðast fullkomlega grunlaus­ ir um að verið sé að taka af þeim myndband. Er myndbandið, sem DV barst ábending um, merkt sérstak­ lega þannig að um falda myndavél í búningsklefa sé að ræða og tilgreint að þar megi sjá íslenska karlmenn nakta. Myndbandið var birt á þekktri klámsíðu þann 3. mars síðastliðinn. Tvö myndbönd Annað, en heldur styttra, myndband hefur einnig verið birt á síðunni af sama notanda úr karlaklefa Laugar­ dalslaugar. Þar má sjá ungan pilt nakinn að þurrka sér og klæða. Sá er augljóslega mun yngri en mennirnir á hinu myndbandinu. Raunar virð­ ist hann það ungur að ekki er hægt að útiloka að hann kunni að vera undir lögaldri. Hundruð ef ekki þúsund­ ir sambærilegra erlendra hrelliklámsmyndbanda úr bún­ ingsklefum má finna á umræddri klámsíðu, sem heimilar notend­ um að hlaða upp sínu eigin efni. Notandinn sem setti inn mynd­ bandið af hinum meintu íslensku mönnum gefur upp að hann sé frá Íslandi og búsettur í Reykjavík. Ein stærsta vefsíða heims Vefsíðan sem um ræðir er, sam­ kvæmt netumferðarsíðunni Al­ exa.com, ein af hundrað vinsæl­ ustu vefsíðum internetsins og því ljóst að veruleg umferð er um síðuna. Á fimmtudagsmorgun höfðu mynd­ böndin tvö fengið samtals hátt í 5 þúsund áhorf. Ekki verður gefið upp hér um hvaða vefsíðu er að ræða, til að vernda þá sem á ofangreindum myndskeiðum birtast enda eru myndgæðin það góð að auðvelt myndi reynast að bera kennsl á þolendur sundlaugarperrans, ef einhver þekkti til þeirra. Sam­ kvæmt ábendingu sem DV barst um myndböndin ganga þau nú manna á milli hér á landi á netinu. Ljóst er að um gróft brot gegn sundgestunum er að ræða. Grafalvarlegt mál „Þetta er náttúrlega óforsvaranlegt og grafalvarlegt mál ef menn eru að taka upp og birta svona,“ segir Logi Sig­ urfinnsson, forstöðumaður Laugar­ dalslaugar. Honum var ekki kunnugt um tilvist myndbandanna þegar DV leitaði eftir viðbrögðum hans en seg­ ir að svona mál hafi ekki komið upp áður. Hann minnist þess þó þegar er­ lendur ferðamaður var gripinn við að taka myndir á klósetti Laugardals­ laugar. Það atvik átti sér stað í ágúst 2013. Um var að ræða ítalskan mann sem tók farsímamyndbönd af barn­ ungum stúlkum á klósettinu. Hlaut hann sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir. Starfsfólk fær skítkast Logi segir reglurnar skýrar. Ef fólk tekur upp síma í búningsklef­ um þá verði það tilkynnt til lög­ reglu. Vanalega séu um einn til tveir starfsmenn í klefum en eft­ irliti þeirra sé oft mætt með hortug­ heitum. „Almenningur þarf að vera meðvitaður um að þetta getur verið að gerast. Það er mikilvægt að fólk virði reglurnar og sé ekki að taka upp símann og virði viðbrögðin hjá starfsfólki okkar þegar það gerist. Starfsfólk hefur ítrekað fengið yfir sig skít og skömm fyrir að skipta sér af. En hér eru skilti úti um allt sem banna notkun farsíma og að það verði tilkynnt til lögreglu.“ Aðspurður hvort það hafi komið til tals að skera upp herör í málinu og hreinlega gera fólki að skilja farsíma og myndavélar eftir í hólfi í afgreiðslu, segir Logi að það sé ekki komið á það stig. „Ekki enn sem komið er. En þetta er því miður einfalt í dag. Það eru all­ ir með topptæki og ef brotaviljinn er einbeittur þá er erfitt að stöðva það.“ Árni Þór Sigmundsson, yfir­ maður kynferðisbrotadeildar lög­ reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir málið ekki hafa komið inn á borð til deildarinnar og sé því ekki til rannsóknar. n Sundperri dreifir myndefni úr klefa laugardalSlaugar n Myndböndum af ungum mönnum deilt á stórri klámsíðu n „Óforsvaranlegt“ Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Mjög ungur Á seinna myndbandinu má sjá ungan pilt nakinn í búningsklefa laugarinnar. Ekki er hægt að útiloka að hann sé undir lögaldri. Gróft brot Ungur maður tekinn upp á myndband í búningsklefanum. Annar í sama myndbandi Þegar fyrri maðurinn hafði klætt sig sneri upptökuníð - ingurinn sér að öðrum ungum manni sem v ar að athafna sig í klefanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.