Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 24
Helgarblað 11.–14. mars 20162 Komdu í steik - Kynningarblað S teikhúsið var opnað í júní 2012 og frá þeim tíma leit- uðu eigendur staðarins logandi ljósi að nauta- kjöti sem myndi upp- fylla ströngustu gæðakröfur og falla óaðfinnan lega að vinnslu- og eldunaraðferðum þeirra. Að sögn Atla Más Sigurðssonar veitinga- stjóra lauk ríflega tveggja ára leit hjá fyrirtækinu Creekstone Farms í Bandaríkjunum. „Þar með hófst tími ánægjulegra uppgötvana hjá gestum okkar sem hafa notið góðs af þessu dýrindis kjöti.“ Black Angus-steikurnar – þær bestu í bænum „Black Angus-steikurnar okkar eru einfaldlega úr úrvals hráefni og njóta mikilla vinsælda. Það má segja að við sérhæfum okkur í þessari steikargerð. Við erum með steikurnar í hægmeyrnunarskáp þar sem þær þroskast afbragðs vel, meyrna og bragðast frábærlega enda innihalda þær bæði mikla fitu og mikið bragð. Sú allra vinsælasta er nautalund sem er 200 grömm en steikhúsveislan okkar inniheldur einmitt hana og hefur fallið einkar vel í kramið hjá viðskiptavinum okkar sem eru á aldrinum 25–55 ára. Við erum með fjölbreytt úrval af nautasteikum til að mæta fjöl- breyttum smekk gesta okkar. Bæði Íslendingar sem og erlendir ferða- menn njóta veitinga hjá okkur en þó eru Íslendingar í meirihluta um helgar.“ Gómsætar og spennandi nýjungar í næstu viku Þegar Atli er inntur eftir hvers konar steikingu hann mæli með er því auðsvarað: „Að mínu mati ætti að steikja allt nautakjöt „medi- um rare“, hrossalund „rare“, hrefnu „rare“, lambafillet „medium“ og lambaprime „medium well“. Við kynnum til leiks nýjungar á matseðli okkar í næstu viku; rétti eins og skötusels-kinnar í „steamy -bun“ (nokkurs konar lauflétt brauðbolla), bleikju með reyktri hollandaise-sósu og broccolini (sem er fíngert spergilkál með lengri og grennri stilk) auk fjölda annarra gómsætra rétta,“ segir Atli og lofar spennandi nýjungum. Steikhúsið, Tryggvagata 4–6, 101 Reykjavík Sími: 561-1111 Netfang: steik@steik.is Opnunartími: Sunnudaga–fimmtudaga kl. 17.00 til 22.00 Föstudaga–laugardaga kl.17.00 til 23.00 Steikhúsið: Sérhæfing í safaríkum steikum Margverðlaunaður matreiðslu- meistari leggur steikarlínurnar Kitchen & Wine: Á veitingastaðnum Kitchen & Wine, sem staðsettur er á 101 hóteli ræður ríkjum yfir- matreiðslumeistarinn Hákon Már Örvarsson sem er einn af færustu matreiðslumönnum lands- ins. Hann hefur unnið til ýmissa al- þjóðlegra verðlauna, t.d. hreppti hann bronsverðlaun í French Bocuse d’Or auk þess sem hann fékk bronsverð- launin í keppninni Matreiðslumaður Skandinavíu. Hákon hefur starfað á Michelin- stöðum víðs vegar um heiminn og er því með eindæmum hæfileikaríkur og fróður. Að hans sögn er boðið upp á þrjár sérvaldar gerðir af steik á Kitchen & Wine. „Þetta eru flottur íslenskur lamba- hryggur á beini (250 g), hollensk Rib Eye kálfasteik (250 g) og Black Angus Strip loin nautasteik frá Bandaríkjun- um (300 g). Steikurnar okkar eru alltaf grillaðar á glóandi heitu Robata-grilli sem gefur sérlega gott grillbragð og eru einnig penslaðar með kryddsmjöri áður en þær eru bornar fram. Steikurnar koma svo bæði með bearnaise- og rauðvíns sósu, ásamt fersku grænmeti og sveppum,“ segir hann. Flottasti kokteilbarinn „Við leggjum upp úr einfaldleikanum og vinnum með gæðahráefni,“ segir Hákon. „Verðlagningu okkar er stillt í hóf sérstaklega þegar mið er tekið af gæðunum sem við bjóðum gestum okkar upp á. Þess ber að geta að á matseðlinum er líka lögð mikil áhersla á humarrétti en það er nokkuð sem margir kunna vel að meta.“ Hákon vekur athygli á því að á Kitchen & Wine er líka flottasti kok- teilbar Reykjavíkur: „Þar erum við með gott úrval af hvítvíni, rósavíni og rauðvíni – hvort tveggja í glasi og á flöskum auk fjölbreytts úrvals af girnilegum kokteilum. Slegið er upp Happy hour alla daga frá kl. 16.00 til 19.00 sem hefur mælst mjög vel fyrir hjá gestum okkar en þá bjóðum við m.a. upp á rósavín, rauðvín og hvítvín, sem og kampavín og ýmsa spennandi kokteila.“ Kitchen & Wine Restaurant 101 hótel Hverfisgötu 10 101 Reykjavík Sími: 580-0103 www.kitchenandwine.is Myndir ÞorMAr ViGnir GunnArsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.