Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 39
Menning 35Helgarblað 11.–14. mars 2016 Borgartún 23, Reykjavík / Sími: 561 1300 / Opið: mán. - fös. 10-18, lau. 11-18 & sun. 12-16 Þú getur líka pantað á netinu www.reykjavikurblom.is Blóm og skreytingar við öll tækifæri hjá okkur Allir þeir sem versla fermingarskreytingar hjá okkur fara í vinningspott Ljósmyndari DV, Þormar Vignir Gunnarsson tók myndir í Iðnó og hér að ofan má sjá stolta verðlaunahafa. Þ orsteinn frá Hamri er fæddur árið 1938 að Hamri í Þverárhlíð í Borgar firði. Fyrsta ljóða- bók hans, Í svörtum kufli, kom út þegar hann var tvítugur. Þor- steinn hefur fyrir löngu unnið sér sess sem eitt helsta ljóðskáld okkar. Hann hefur einnig skrifað skáldsögur og sagnaþætti og unnið að þýðingum. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenn- ingar fyrir verk sín. Árið 1981 hlaut hann Menningarverðlaun DV í bókmenntum fyrir Haust í Skírisskógi. Hann hlaut Stílverð- laun Þórbergs Þórðarsonar árið 1991 og Íslensku bókmennta- verðlaunin fékk hann árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sof- andi. Árið 2004 fékk hann Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar. Þorsteinn fékk verð- laun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2009. Þorsteinn frá Hamri er heiðursverðlaunahafi DV þetta árið. Í rökstuðningi segir: Þorsteinn frá Hamri hefur í ára- tugi auðgað og dýpkað íslenska ljóðagerð. Stílgáfa hans er einstök og hugsunin ætíð hnitmiðuð og öguð. Í verkum hans, ljóðum jafnt sem prósaverkum, endurspeglast ást og virðing fyrir náttúru lands- ins, sögunni og hinum þjóðlega menningararfi. Tilgerð, prjál og raup hafa aldrei verið fylginautar þessa hógværa skálds sem þekkir mátt orðanna og hefur alltaf nýtt þau til gagns. Íslenskir ljóðaunn- endur standa í þakkarskuld við Þorstein frá Hamri sem hefur af örlæti, og án háreysti, miðlað snilli- gáfu sinni og séð þannig til þess að ljóðið rati til sinna. Þekkir mátt orðanna Þorsteinn frá Hamri er heiðursverðlaunahafi DV n Heiðursverðlaun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.