Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 46
Helgarblað 11.–14. mars 2016 nýjar vörur í hverri viku alltaf eitthvað nýtt og spennandi Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur Sími: 571-5464 Sjáðu úrvalið á www.tiskuhus.is Hæ sæti hvað færð þú að borða? Smáralind • Kringlunni Reykjanesbæ • Sími 511 2022 www.dyrabaer.is 42 Fólk L eikverkið Made in Children verður frumsýnt í apríl í Borgarleikhúsinu en verkið er, eins og titillinn gefur til kynna, búið til af börnum sem einnig leika öll hlutverk. Matthildur Björnsdóttir, 12 ára, og Jörundur Orrason, 10 ára, tilheyra leik hópnum sem samanstendur af tíu börnum á aldrinum 8 til 12 ára. Þau segja sköpun verksins mjög skemmtilegt ferli og að þau séu farin að hlakka til að frumsýna afrakstur- inn. Alveg sama hvað öðrum finnst Matthildur og Jörundur eru afar glaðlynd og hress þegar blaðamann ber að garði á æfingu fyrir leikverkið Made in Children. Nú styttist í frum- sýningu og því hafa þau fengið leyfi frá skóla frá hádegi til þess að sinna stífum æfingum. „Ég sakna þess stundum að vera meira í skólanum því þar er oft verið að gera eitthvað skemmtilegt eftir hádegi en það er líka svo rosalega gaman hér í leikhúsinu þannig að það gerir ekkert til,“ segir Matthildur sem hefur aldrei áður stigið á svið en er óhrædd við þessa frumraun. Jörundur hefur tekið þátt í skóla- leikritum og segir að hann elski að leika ýktar persónur, gera stórar hreyfingar og detta inn í skrítin hlut- verk sem hann hefur ekki áður próf- að. „Mér er eiginlega alveg sama hvað öðrum finnst þegar ég er að Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar „Hjálpar ekki neitt að vera stressaður“ n Matthildur og Jörundur leika fullorðna í Made in Children Gaman að leika Matthildur og Jörundur eru ekki alveg viss um það hvort þau ætli að verða leikarar þegar þau verða stór, en þykir mjög gaman að kynnast leikhúsinu. „Þetta er búið að vera rosalega gaman og allir eru svo skemmtilegir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.