Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 8
8 Fréttir Helgarblað 11.–14. mars 2016 Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus • Duusgata 10 • 230 Keflavík • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá k l. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð Óttar og Jóhannes Rúnar fá 35 milljónir á mann fyrir stjórnarsetu Ó ttar Pálsson, hæstaréttarlög­ maður og einn eigenda LOGOS, og Jóhannes Rúnar Jóhannsson, for­ maður slitastjórnar Kaup­ þings, munu hvor um sig fá 250 þús­ und evrur, jafnvirði um 35 milljóna króna, í þóknun fyrir stjórnarsetu í eignarhaldsfélaginu Kaupþingi á þessu ári. Fjögurra manna stjórn félagsins, sem mun halda utan um óseldar eignir slitabús Kaup­ þings að fjárhæð hundruð millj­ arða króna, tekur formlega til starfa á fyrsta hluthafafundi Kaupþings hinn 16. mars í næstu viku. Samkvæmt heimildum DV er gert ráð fyrir því í tillögum fyrir hlut­ hafafundinn að þóknun stjórnar­ formanns Kaupþings, sem verð­ ur bandaríski lögmaðurinn Alan J. Carr, verði 500 þúsund evrur, jafnvirði 70 milljóna króna, á ári. Þóknun annarra stjórnarmanna verður 250 þúsund evrur en auk Óttars og Jóhannesar Rúnars tekur Paul Copley sæti í stjórn Kaupþings. Hann var á meðal þeirra sem stýrðu fjárhagslegri endurskipulagningu fjárfestingabankans Lehman Brothers í Evrópu. Paul Copley verður jafnframt framkvæmdastjóri eignastýringar Kaupþings. Ekkert verður af því að Bretinn Matthew Turner, sem átti upphaflega að vera í stjórn Kaupþings, taki við starfinu eins og áður hafði verið áformað. Þá mun Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, sem hefur stýrt framtakssjóðum hjá Arcapita Bank í London, starfa fyrir Kaupþing í tengslum við sölu á eignum félags­ ins. Var hann fenginn til liðs við Kaupþing nýlega fyrir tilstuðlan Keith Magliana, sjóðsstjóra hjá vog­ unarsjóðnum Taconic Capital, sem var helsti kröfuhafi Kaupþings, sam­ kvæmt heimildum DV. Eignir Kaup­ þings nema nærri 370 milljörðum og munar þar mestu um 87% hlut í Arion banka sem er metinn á um 170 milljarða. Hugmyndir áhrifa­ mestu kröfuhafa Kaupþings gera núna ráð fyrir að erlendar eignir fé­ lagsins, einkum fasteignir og hlutir í breskum félögum, verði seldar hraðar en áður var ráðgert, líklega innan tólf til átján mánaða. Mikilvægasti ráðgjafi kröfuhafa DV greindi fyrst frá því í október á liðnu ári að áhrifamestu kröfuhafar Kaupþings hefðu boðið Óttari að taka sæti í stjórn eftir að slitabúið lyki nauðasamningum. Sú ákvörðun kom ekki á óvart enda hefur Óttar verið einn allra mikilvægasti ráð­ gjafi – hvort sem litið er til erlendra eða innlendra aðila – stærstu kröfu­ hafa gömlu bankanna á síðustu árum. Þannig var Óttar viðstaddur alla þá upplýsingafundi sem kröfu­ hafar slitabúanna og helstu ráð­ gjafar þeirra áttu með ráðgjafahópi stjórnvalda í haftamálum síðastliðið vor. Þar féllust kröfuhafar Kaup­ þings á að uppfylla stöðugleikaskil­ yrði stjórnvalda sem fólst meðal annars í framsali innlendra eigna sem voru bókfærðar á 135 milljarða í árslok og að koma að fjármögnun Arion banka í erlendri mynt til langs tíma. Auk þess að starfa sem ráðgjafi kröfuhafa Glitnis og Kaupþings undanfarin ár stýrði Óttar Straumi­ Burðarás, núna ALMC, í gegnum nauðasamninga sumarið 2010 sem forstjóri félagsins og tók hann í kjöl­ farið sæti í stjórn ALMC. Hefur Óttar fengið mjög ríflegar greiðslur fyrir setu sína í stjórn ALMC en þannig námu þóknanir til þriggja manna stjórnar félagsins á árinu 2014 sam­ tals 943 þúsund evrum, jafnvirði um 140 milljóna króna. Að meðaltali námu stjórnarlaunin því um 46,5 milljónum króna á mann sem gerir tæplega 3,9 milljónir á mánuði. Hundruð milljóna bónus Þá var Óttar, eins og upplýst var um í forsíðufrétt DV í síðasta mánuði, einnig í hópi þeirra 20–30 núverandi og fyrrverandi starfs­ manna gamla Straums sem fengu í lok síðasta árs samtals yfir þrjá milljarða króna í bónusgreiðslur. Þannig námu bónusar til Óttars og nokkurra annarra lykilstjórnenda ALMC um hundruðum milljóna á mann. Óttar hafði áður, í ágúst árið 2009, skrifað grein í Morgunblaðið – undir fyrir sögninni „Lögðum rangt mat á veruleikann“ – þar sem hann baðst afsökunar á óformlegum hug­ myndum á þeim tíma um bónus­ greiðslur upp á allt að tíu milljarða króna til lykilstarfsmanna félagsins. Jóhannes Rúnar, sem verður starfandi stjórnarmaður í Kaup­ þingi, hefur verið formaður slitastjórnar undanfarin ár. Á síð­ asta ári námu þóknanir til þriggja manna slitastjórnar Kaupþings samtals 288 milljónum króna og hækkuðu greiðslurnar um 45% frá fyrra ári. Að meðaltali fengu með­ limir slitastjórnar því um 8 milljónir króna á mann í þóknun á mánuði fyrir störf sín. Þá samþykktu kröfu­ hafar Kaupþings að setja að lág­ marki tíu milljarða króna í sér­ stakan sjóð til að tryggja skaðleysi slitastjórnar í allt að tólf ár eft­ ir nauðasamning. Geta meðlimir slitastjórnar þannig gengið á sjóð­ inn til að standa straum af ýmsum kostnaði sem kann að falla á þá vegna mögulegra málsókna. ESÍ í hópi stærstu hluthafa Helstu eigendur Kaupþings eftir nauðasamning eru bandarísku vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Abrams Capital og York Global. Samtals voru rúmlega tvö þúsund kröfuhafar hluti af nauðasamningi Kaupþings og verða því hluthafar í hinu nýja eignarhaldsfélagi. Á meðal þeirra er Eignasafn Seðla­ banka Íslands (ESÍ) en hlutur þess verður tæplega 6% sem gerir ESÍ að fjórða stærsta einstaka hluthafa Kaupþings. Fyrirséð er hins vegar að hluthöfum fækki mikið á komandi mánuðum og misserum samhliða því að stærstu eigendur Kaupþings munu kaupa út smærri aðila. n n Tillögur gera ráð fyrir að stjórnarformaður Kaupþings fái 70 milljónir á ári n Aðrir stjórnarmenn helmingi minna Hörður Ægisson hordur@dv.is Stjórnarmenn Glitnis fá enn hærri laun Þrátt fyrir að hafa yfir að ráða umtalsvert meiri eignum þá eru þóknanagreiðslur til handa stjórnarmönnum Kaupþings lægri borið saman við þær greiðslur sem hluthafar Glitnis HoldCo samþykktu að borga til þriggja manna stjórnar félagsins á hluthafafundi í janúar síðastliðnum. Fá stjórnarmenn Glitnis HoldCo, eins og greint var frá í DV, samtals um 175 milljónir króna fyrir stjórnarsetu á þessu ári. Þannig fær Bretinn Mike Wheeler 525 þúsund evrur, jafnvirði ríflega 70 milljóna króna, í þóknun fyrir að gegna starfi stjórnarformanns. Aðrir stjórnarmenn Glitnis HoldCo, Daninn Steen Parsholt og Norðmaðurinn Tom Grøndahl, fá hvor um sig 350 þúsund evrur, jafnvirði 50 milljóna króna, í þóknun fyrir stjórnarsetu á árinu 2016. Fram kemur í fundargerð, sem DV hefur undir höndum, að fyrir utan einn hluthafa, sem á aðeins um 0,02% hlut í félaginu, þá hafi tillagan um þóknun fyrir stjórnarsetu hlotið samþykki allra hluthafa sem mættu á fundinn og greiddu atkvæði. Fulltrúi Eignasafns Seðlabanka Íslands, sem er í hópi stærstu hluthafa Glitnis HoldCo, sat hins vegar hjá við atkvæðagreiðsluna. Nýtt félag Greidd verða atkvæði um tillögur að launum stjórnarmanna Kaupþings á fyrsta hluthafafundi félagsins á miðvikudaginn í næstu viku. MyNd STEfáN KArlSSoN Jóhannes R. Jóhannsson 35 millj. Paul Copley 35 millj. Alan J. Carr 70 millj. Óttar Pálsson 35 millj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.