Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Qupperneq 32
Helgarblað 11.–14. mars 201628 Sport
- Leiðandi á leiksvæðum
jh@johannhelgi.is • johannhelgi.is
HEILDARLAUSNIR
FYRIR LEIKSVÆÐI
Uppsetningar, viðhald og þjónusta
• Útileiktæki
• Girðingar
• Gervigras
• Hjólabrettarampar
• Gúmmíhellur
• Fallvarnarefni
Tilboð á Lappset
útileiktækjum 2016
Leitið til sölumanna í síma 565 1048
„Ég braut reglurnar heima til að geta mætt“
F
losrún Vaka, eins og svo
margar aðrar afrekskonur,
prófaði sig áfram í nokkrum
greinum áður en hún fann
sig loksins á skautasvellinu.
„Karate, ballett og fimleikar – en ég
fann mig aldrei í neinu ákveðnu,“ seg-
ir hún. Hún var þrettán ára þegar hún
hitti stelpur sem voru að æfa íshokkí
á skautasvellinu í Laugardalnum. Þær
spurðu hana hvort hún hefði áhuga á
að æfa og hún hélt það nú.
„Ég hafði alltaf hangið á skautum
á föstudagskvöldum. Þá voru þarna
hokkístelpur sem voru á skautum og
buðu mér að koma og prófa. Mér hafði
aldrei svo mikið sem dottið í hug að
æfa íshokkí fyrr en þær spurðu mig,“
segir hún. „Þetta er kannski skrítin
ástæða – ég var bara spurð hvort ég
vildi prófa,“ bætir hún við og hlær.
Brautryðjandi
Á þessum tíma hafði deild fyrir konur
aðeins verið starfrækt í um ár og er
Flosrún því einn af brautryðjendum
hokkísins á Íslandi. „Þar sem þetta
var svona nýtt voru þær að leita sér
að fleiri félagsmönnum og þetta var
besta leiðin – spyrja fólkið á ísnum.
Mamma var nú reyndar ekkert sér-
staklega hrifin af þessu og hafði
áhyggjur af því að ég myndi meiða
mig. Hún endaði á því að kaupa allan
gallann á mig og bað mig um að halda
mig við þessa grein því gallinn var
frekar dýr,“ segir hún.
Flosrún fann að kunnátta hennar
á skautum gaf henni ákveðið forskot.
„Ég mætti á fyrstu æfinguna og þá
sá þjálfarinn að ég kunni að skauta.
Diskó-föstudagarnir í Skautahöllinni
höfðu borgað sig. Svo hélt ég áfram.“
Hún þurfti fyrst og fremst að læra að
beita kylfunni.
Hún byrjaði í vörn en var svo færð
til og spilar nú yfirleitt framherja-
stöðu og á vængnum. „Ég vann mig
upp í vænginn og svo framherjastöðu.
Ég spila oft þá stöðu sem vantar í og
bý að því að hafa spilað ólíkar stöður,“
segir hún.
Braut reglurnar
Flosrún Vaka æfði með Skautafé-
laginu Birninum í Reykjavík og drösl-
aðist með stóru íshokkítöskuna sína
í strætó seint á kvöldin og steyptist
niður brekkuna að Laugardalnum
í öllum veðrum. Hún sveikst aldrei
um að mæta á æfingarnar og stork-
aði jafnvel foreldrum sínum þegar
þeir vildu að hún gerði eitthvað ann-
að. „Ég braut reglurnar heima til að
geta mætt.“
Hún hafði fundið sig og vissi ná-
kvæmlega hvað það var sem hún vildi
gera – æfa íshokkí. Hún fór í litla upp-
reisn gegn félaginu eina önn þegar
henni ofbauð æfingatíminn sem kon-
unum var úthlutaður á ísnum og færði
sig yfir í Skautafélag Reykjavíkur, þar
sem hún æfði með drengjum. Svo
sneri hún aftur og æfði með Birn-
inum áfram þar til hún fluttist
til Danmerkur árið 2006.
Ævintýraleit
Þá hafði hún nýlokið
stúdentsprófi og var
í leit að nýjum áskor-
unum. Hún og vin-
kona hennar ákváðu
að flytja tvær saman
til Danmerkur og
freista gæfunnar.
Flosrún gekk til liðs
við danska félagið
Herlev Hornets. „Mig langaði að gera
eitthvað skemmtilegt áður en ég færi
í háskólanám. Ég var sterk í hokkíinu
og tók gallann með mér út. Ég fann
lið, sem reyndist vera eitt sterkasta lið
Danmerkur, og fékk að ganga til liðs
við það. Það gerði mig að betri leik-
manni,“ segir hún.
„Þetta var mjög gott fyrir mig, í
liðinu voru átta stelpur úr danska
landsliðinu. Að fá að spila með svona
sterkum, reyndum leikmönnum
sem spila með sínu landsliði þremur
deildum ofar okkar íslenska var mik-
il og góð reynsla í reynslubankann,“
segir hún.
En þetta voru mikil viðbrigði.
Flosrún hafði verið burðarás í ís-
lensku hokkíi, var orðin þekktur leik-
maður og þótti mjög sterk. Í Dan-
mörku þurfti hún hins vegar að byrja
á botninum og vinna sig upp. Það
tók á bæði andlega og líkamlega. „Ég
vann mig svo fljótt upp heima. Úti var
ég bara kennitala sem þurfti að hafa
fyrir hlutunum. Ég byrjaði aftar, mætti
á allar æfingar og þurfti að vinna mig
upp,“ segir hún. „Ég sá að
ég varð að gera meira,
æfa meira en hinar. Ég
mætti á auka þrekæf-
ingar til dæmis – það
er auka æfingin sem
skapar meistarann.“
En það borgaði sig
líka og hún vann sig
upp. Liðið varð tvö-
faldur Danmerkur-
meistari. Auk þess
spilaði Flosrún
einnig hokkí með
liði sem keppti á
línuskautum og varð Evrópumeistari
með liðinu Gentofte Rattlesnakes.
Vængbrotin
Eftir tvö ár í Danmörku sneri hún
aftur til Íslands að leita sér að verk-
efnum. Hún staldraði stutt við í við-
skiptafræði en gekk svo til liðs við
Iceland Express sem flugfreyja. „Það
var ótrúlega skemmtilegur tími í flug-
inu,“ segir hún en hún varði með-
al annars sumri á Ítalíu á vegum
félagsins og fór svo þaðan til Sádi-
Arabíu þar sem hún starfaði sem
flugfreyja í pílagrímsferðum. Hún
tók sér hálfs árs leyfi frá æfingunum
og sinnti vinnunni. Það var ágætis
hvíld og ferðalögin reyndust ómetan-
leg reynsla. Þegar hún kom aftur á
skautasvellið fann hún að það var
gott að vera komin aftur heim og
reima á sig skautana. „En ég var svo-
lítið vængbrotin og fann að ég þurfti
að leggja mikið á mig til að komast
aftur í mitt fyrra form og jafnvel betra.
Ég ákvað þá að þegar ég æfði hokkí þá
myndi ég alltaf leggja mig alla fram.“
Þegar hún kom heim fann hún líka
hvað það var sem hún vildi leggja
fyrir sig að atvinnu. Hún skráði sig í
nám við tannsmíði við Háskóla Ís-
lands og komst að því að námið átti
svona ljómandi vel við hana. Henni
tókst að samræma æfingar og nám
og útskrifaðist svo í fyrra sem tann-
smiður.
Skyndilega þjálfari
Eftir útskrift sá Flosrún að at-
vinnumöguleikar hennar sem tann-
smiður voru ekki það miklir hér á
landi. Þegar kærasta hennar bauðst
staða leikmanns og aðstoðarþjálf-
ara í Noregi ákvað hún að fara með
honum út. Hún fann svo sjálf fljót-
lega lið, Sparta Warriors, í Sarpsborg
í Noregi og byrjaði að spila með því.
Þar reyndust þó leikmanna- og þjálf-
aramál vera í miklum ólestri.
„Ég var að orðin mjög þreytt á
þessu. Um tíma vorum við alveg
þjálfaralausar, sem er mikil synd því
þetta er gott lið þar sem framtíðar
landsliðsmenn Norðmanna leynast.
Æfingarnar fóru því algjörlega til spill-
is. Ég fékk algjörlega nóg. Ég sagðist
eiginlega ekki nenna að æfa und-
ir þessum kringumstæðum og bauð
mig fram sem aðalþjálfara. Ég hafði
reynslu af því að þjálfa ungmenni, en
hafði ekki þjálfað á meistaraflokks-
stigi áður. Forsvarsmönnum liðsins
leist samt vel á mig og sömdu við mig
um að ég yrði þjálfari og leikmað-
ur,“ segir hún. „Þetta var stór áskor-
un en á sama tíma var þjálfarahlut-
verkið einmitt það sem ég þurfti og
hefur breytt hugsun minni og sýn á
leikinn. Sjónarsvið mitt á hokkí er
miklu breiðara. Þetta er verk efni sem
ég ætla að læra mikið á,“ segir hún, en
framundan er keppni í úrslitum um
norska meistaratitilinn.
„Mitt fyrsta verk var að kenna
liðinu að spila eftir kerfum. Liðið
hafði ekki haft góðan þjálfara síð-
ustu tvö ár og tapað þar af leiðandi
næstum öllum leikjum. Fjórum vik-
um eftir að ég tók við liðinu unnum
við okkar fyrsta leik og eins og stað-
an er núna höfum við unnið tvo leiki
og gert eitt jafntefli. Þetta er því allt á
réttri leið,“ segir hún og bætir við að
liðin sem þær keppa við séu mjög
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Bauð sig fram
Flosrún Vaka gafst upp
á þjálfara skortinum og
bauðst til að taka starfið
að sér. Mynd TíMariT hÁSkóla
íSlandS /kriSTinn ingVarSSon
– BirT Með leyfi
kona leiksins Hér má sjá verðlaun
Flosrúnar fyrir frammistöðu hennar í fyrsta
leik á HM. Mynd Úr einkaSafni
„Ég sagðist
eiginlega ekki
nenna að æfa undir
þessum kringumstæðum
og bauð mig fram sem
aðalþjálfara.
„Viltu prófa að æfa íshokkí?“ spurðu félagsmenn Bjarnarins í Reykjavík
Flosrúnu Vöku Jóhannesdóttur þegar hún var þrettán ára á diskókvöldi
í Skautahöllinni í Laugardalnum. Hún sló til og er einn af brautryðjendum íshokkí-
íþróttarinnar á Íslandi. Á nýafstöðnu heimsmeistaramóti var hún valin kona
leiksins eftir fyrsta leik og mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins á mótinu.
Um þessar mundir prófar hún sig áfram í stöðu spilandi aðalþjálfara norsks liðs
með tilheyrandi áskorunum. Hún ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um
diskókvöldin, landsleikina og aukaæfinguna sem gerir gæfumuninn.
Verðmætur leikmaður
Flosrún var valin besti leikmaður
íslenska landsliðsins. Mynd Úr einkaSafni