Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 14
14 Fréttir Erlent Helgarblað 11.–14. mars 2016 Dalvegi 2, 201 Kópavogi Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 Nota samfélagsmiðla til að selja framandi dýr n Refapar og órangútan sérstaklega vinsæl heimilisdýr n Dýraverndunarsinnar hafa Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Þ eir sem vilja komast yfir dýr í útrýmingarhættu eða sjaldgæf dýr til að eiga í einkasöfnum sínum, eða jafnvel girnast hluta dýr­ anna nota samfélagsmiðla eins og Facebook til að skiptast á og selja dýrin. Þetta er sérstaklega algengt í Asíu þar sem ólögleg kaup og sala á dýrum fer fram á Instagram og Facebook. Þetta er sérstakt áhyggjuefni þar sem dýr­ in eru notuð sem heimilisdýr, jafn­ vel sem djásn eigenda sinna en svo eru afurðir þeirra stundum notað­ ar í lyf og eru taldar hafa lækninga­ mátt. Sölumennirnir virðast vera að færa sig upp á skaftið, nota samfé­ lagsmiðlana til að ná til kaupenda og nota svo aðra samfélagsmiðla til að ganga frá sölunni. Þeir virð­ ast hafa lítið að óttast og í auglýs­ ingunum reyna þeir varla að fela sig, þeir segjast bjóða dýrin til sölu og bjóða jafnvel heimsendingu á vörunni. Þetta vekur óhug meðal dýraverndunarsinna sem fjalla um málið, en alþjóðlegur dagur dýra var haldinn þann 3. mars síðast­ liðinn. Fylgjast með Sjötíu og sjö nashyrningshorn voru seld á lokuðum svæðum á samfélagsmiðlum á einum mánuði í Kína, fílabein í þúsunda­ tali og gríðarlegur fjöldi sjald­ gæfra fuglategunda var auglýstur til sölu. Traffic er hópur sem fylgist með sölu villtra dýra. Hann fylgist sérstaklega með sölumönnum í Malasíu þar sem Facebook er afar vinsæl sölusíða. Þeir fylgdust með kaupum og sölum í yfir 50 klukku­ stundir í fyrra þar sem þeir sáu 200 auglýsingar birtast og hverfa þar sem lifandi villt dýr voru boðin til sölu, bæði sjaldgæfar fugla­ tegundir og jafnvel órangútan. Oftar en ekki eru auglýsingarnar settar á Facebook eða Instagram, en svo fer salan sjálf í gegnum smá­ forritið WhatsApp. „Sölumennirn­ ir virðast frekar afslappaðir og þeir gefa upp miklar upplýsingar um sjálfa sig. Þeir bjóðast jafnvel til þess að flytja dýrið heim til kaup­ andans,“ segir í skýrslu Traffic. Kettir og hundar ekki nóg „Það virðist ekki vera nóg að eiga hunda og ketti lengur. Fólk vill eign­ ast óvenjuleg og framandi dýr,“ segir Elisabeth John, talskona Traffic, og bætir við að ref apar væru skyndi­ lega sérstaklega vinsæl heimilisdýr. Nashyrningur Nashyrningshorn þykja sérstaklega eftirsóknarverð og eru talin hafa lækningamátt. Nashyrningar eru í útrýmingarhættu vegna þessa. MyNd EPA Órangútan Ótrúlegt en satt þá vilja sumir hafa órangútan sem heimilisdýr. MyNd EPA Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofanar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.