Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 33
Helgarblað 11.–14. mars 2016 Sport 29 Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða Tilboð mars mánaðar Fótsnyrting inniheldur gott fótanudd með heitum steinum. Verð 5.760 kr. (fullt verð 7.200 kr.) Gellökkun á hendur. Verð 4.560 kr. (fullt verð 5.700 kr.) „Ég braut reglurnar heima til að geta mætt“ sterk. „Við erum loksins að vinna og loksins að vinna sem eitt lið.“ Krefjandi Það er krefjandi að vera spilandi að­ alþjálfari. „Þetta er mikil pressa, ég finn það. Mér finnst ég eiginlega ekki mega gera mistök – en auðvitað gera allir mistök einhvern tímann. Ég vil vera fyrirmynd, gera rétt og vil að leik­ mennirnir geti litið upp til mín. Þær geri eins og ég geri, ekki bara eins og ég segi. Ég mæti sjálf, geri æfingarnar með þeim sem liðsmaður og er alltaf með í öllu. Liðið horfir því ekki á mig á bekknum að skipa fyrir, held­ ur er ég allt í öllu með því – þjálfari og leikmaður,“ segir hún. Þekkingin á að hafa sjálf spilað ólíkar stöður er einnig til góða og veitir henni yfirsýn. „Sýn mín á hokkí hefur breyst mikið. Þar að auki er norska hokkíið tals­ vert hraðara en á Íslandi. Þetta er því mjög krefjandi,“ segir hún. „Ég er vön að skora oft á Íslandi, en það er miklu erfiðara hérna úti.“ Hún hefur hvergi nærri fengið nóg af íþróttinni. „Ég hugsa stundum með mér: „Hvenær er komið nóg?“ Ég hef verið svo lengi í íshokkí og verð 31 árs í næstu viku. En metnaðurinn er til staðar og með þjálfarastöðunni hefur svo margt breyst. Metnaðurinn hefur bara aukist ef eitthvað er,“ segir hún. „Það sem ýtir mér áfram er landsliðið – það er alltaf númer eitt.“ Stofnfélagi landsliðsins Þegar íslenska kvennalandsliðið í íshokkí var stofnað árið 2005 var Flosrún meðal stofnfélaga og hefur spilað á öllum mótum, að undan­ skildu einu, með liðinu síðan þá. Liðið er nýkomið heim af heimsmeistara­ mótinu í íshokkíi á Spáni þar sem þær kræktu sér í bronsverðlaun. Besti ár­ angur liðsins var árið 2008, þegar þær komu heim með gullverðlaun. Sem fyrr var Flosrún einnig lykilleikmað­ ur og skoraði þónokkur mörk. Í kjöl­ farið var hún einnig valin Íshokkí­ kona ársins 2008. Flosrún segir að liðið sem keppti á HM í ár sé sterkasta landsliðsheild sem hún hefur spilað með og er ánægð með árangurinn á Spáni þó að hún hafi gjarnan viljað meira. Hún var valin kona leiksins einu sinni á mótinu og besti leikmað­ ur íslenska liðsins undir lok mótsins. Það kom henni skemmtilega á óvart. „Ég bjóst alls ekki við þessu. Ég hafði samt undirbúið mig mjög mik­ ið fyrir mótið. Ég tók fjölmargar auka morgunæfingar jafnvel þó að ég ætti að mæta á æfingu um kvöldið með fé­ lagsliði mínu. Þá varði ég í klukkutíma til að æfa mig eingöngu í skotum, eða var eingöngu í hornavinnu og kylfu­ tækni. Þar kom kærastinn sterkur inn að hjálpa mér og leiðbeina varð­ andi hvað betur mætti fara. Ég fann fyrir sama metnaði og þegar ég var að druslast með hokkítöskuna í strætó upp og niður Laugardalinn. Til að komast á fleiri æfingar á ísnum þurfti ég alltaf að taka íshokkídótið mitt saman eftir hverja æfingu í Sarpsborg koma því út í bíl, taka það með heim og mæta snemma næsta morgun í skautahöllina í Moss þar sem aukaæf­ ingin fór fram. Ég þurfti að hafa fyrir því að ætla mér að mæta snemma á morgunæfingu daginn eftir í annarri skautahöll,“ segir hún. En hún velti því fyrir sér í hvernig leikformi hún væri, aðstæður voru svo ólíkar því sem hún átti að venjast. „Ég skoraði fyrsta markið mitt á þessu leik­ tímabili hér í Noregi á laugardeginum fyrir heimsmeistaramótið. Heima á Ís­ landi hafði ég skorað miklu oftar og átt margar stoðsendingar. En þetta er bara svo ólíkt. Ég var þess vegna ekki alveg nógu viss um leikformið,“ segir hún, en eins og hún sýndi var það af­ bragðsgott. En taugarnar voru þandar og landsliðið stefndi hátt. „Ég kom svolítið óörugg inn í mótið. Ég hafði ekki æft mikið með landsliðinu og þekkti landsliðsþjálfar­ ann ekki og hann ekki mig,“ segir hún en þess má geta að hún byrjaði sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu með því að setja þrjú mörk. „Svo bara hélt ég áfram og fór að finna fyrir ör­ ygginu. Ég fann að ég var sterkari og var byrjuð að hugsa hraðar.“ Verð­ launin á mótinu voru mikill heiður, en hún hafði ekki gert sér grein fyrir því hversu mikilvæg hún væri liðinu fyrr en hún talaði við einn sterkasta leikmann þess, Söru Smiley, sem hrósaði henni óspart. „Að fá hrós frá henni, hún er leik­ maður sem ég lít upp til, var mér svo mikilvægt,“ segir hún. „Ég fór eigin­ lega bara að gráta, þá áttaði ég mig á því að þetta var allt að skila sér. Þá gerði ég mér loks grein fyrir því að ég átti bara þrælgott mót! Ég hafði gert allt sem ég gat til að koma sterk inn á mótið – aukaæfingin skilar sér.“ Flosrún hafði þrjá daga til að undir­ búa sig fyrir norska meistaramótið þegar blaðamaður náði tali af henni í vikunni. „Núna liggur fyrir að taka þessa þrjá daga sem ég hef frá HM og þar til norski meistarinn skellur á núna um helgina og slaka á og endurhlaða batteríin. Ég mun taka létta æfingu í ræktinni sjálf og síðan góða æfingu á fimmtudagskvöld með liðinu kvöldið fyrir brottför. Nú er að taka þetta leik fyrir leik og sjá hvert það leiðir. Að mæta með jákvætt lið sem er tilbúið að vinna vinnuna hver fyrir aðra á ísnum skiptir öllu. Það er ekki bara að reyna að vinna leikina heldur eru það allir litlu sigrarnir sem fylgja því að vinna sem ein heild að sameiginlegu markmiði,“ segir hún. Nóg eftir Flosrún á nóg eftir sem leikmaður og á allt að vinna sem þjálfari. „Það sem rekur mig áfram í hokkíinu er hraðinn, harkan og keppnisskapið. Ég þoli ekki að tapa, en til þess að vera góður sig­ urvegari þarf þér að finnst óþolandi að tapa. Í dag er það landsliðið sem rek­ ur mig áfram, það er númer eitt. Það er mér mikill heiður að fá að vera hluti af þessu liði. Í hvert skipti sem ég klæð­ ist íslensku landsliðstreyjunni fæ ég fiðring í magann og finn fyrir stolti – að ég hafi verið valin. Að ég sé ein af þeim sem fæ að keppa undir merkjum Íslands,“ segir hún og minnir á að fé­ lagsskapurinn í íþróttunum sé mikil­ vægur. „Eitt það mikilvægasta er að eignast nána liðsfélaga. Ég held að það sé líka mikilvægt að hafa í huga að það er aldrei of seint að byrja að æfa íþrótt. Skilaboð mín til ungra stúlkna eru að það er aldrei of seint að prófa nýja hluti, róa á ný mið og að ögra sjálfri sér. Það er gott fyrir líkama og sál.“ n Ótrúlega margir nota munntóbak Flosrún Vaka er tannsmiður og lokaverkefni hennar við tannsmíðadeild Háskóla Íslands árið 2015 sneri að munntóbaksnotkun íslenskra íshokkíleikmanna, karla og kvenna. Fjallað var um rannsóknina í tímariti Háskóla Íslands í vetur. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að um þriðjungur íslenskra íshokkíleikmanna notaði munntóbak reglulega. Þá má álykta að tæp 40% íshokkíleikmanna, bæði karlar og konur, á meistaraflokksstigi neyti tóbaks. Flestir neyta munntóbaks og það í miklum mæli. Flosrún bendir á að munntóbak tengist mikið íshokkíiðkun erlendis. Hún telur að forvarnarstarfi meðal íshokkíleikmanna á Íslandi sé mjög ábótavant en forvarnir hafi fyrst og fremst beinst gegn reykingum en ekki munntóbaki. Allt sé þetta þó skaðlegt og samrýmist ekki íþróttaiðkun. Aukaæfing Flosrún Vaka æfði af miklum krafti fyrir heimsmeistaramótið. MyNd Úr eiNKASAfNi „Það er aldrei of seint að byrja að æfa íþrótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.