Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 34
30 Menning Helgarblað 11.–14. mars 2016 Þ að var listhúsið Mengi sem hlaut Menningarverðlaun DV 2015 í flokki tónlistar. Í rök- stuðningi dómnefndar segir: „Menningarsetrið Mengi hefur á undanförnum árum haldið úti kraumandi og vandaðri dagskrá við- burða af öllu tagi. Á örfáum fermetr- um á Óðinsgötu hafa verið haldnir ár- lega hátt á annað hundrað viðburða; tónleika, myndlistar-, dans- og leik- sýninga. Hvað tónlist varðar hefur Mengi skapað fágætan vettvang fyrir samtal og sköpun óháð formi, tíma eða stað, þar sem á einum mánuði má heyra innlenda sem erlenda lista- menn flytja rokk, raftónlist, barokk, þjóðlög, samtímatónlist, djass eða allt í senn. Á nýju ári bættist barna- starf í tilrauna- og fræðslustarfsemina sem fyrir var, sem gert hefur Mengi að ómetan legum suðupotti uppgötv- unar og upplifunar fyrir listamenn og neytendur.“ Vettvangur fyrir verk í vinnslu Mengi, sem er staðsett á Óðinsgötu 2, var opnað árið 2013 af Bjarna Gauki Sigurðssyni og Elísabetu Jónsdóttur, en tónlistarmaðurinn Skúli Sverrisson hefur verið listrænn stjórnandi frá upphafi og tónlistar- konan Ólöf Arnalds virkur þátttak- andi í starfseminni. Auk þeirra starfa Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir sem viðburðastjóri og Elísabet Indra Ragnarsdóttir sem verkefnastjóri rýmisins. Skúli segir að hugmyndin hafi kviknað þegar þeir Bjarni Gaukur fluttu báðir heim til Íslands eftir búsetu erlendis og fannst vanta menningarhús sem gæti boðið upp á reglulega dagskrá og verið eins og rauður þráður milli hinna fjöl- breyttu hátíða sem haldnar eru í Reykjavík árið um kring. „Markmiðið var að endurspegla þetta litríka menningarlíf sem er til staðar í Reykjavík,“ segir Skúli. „Hug- myndin var ekki að vera með fast- mótaða stefnu hvað varðar tegund eða tónlist, heldur vildum við bara bjóða listamönnum upp á þetta rými. Það er oft flókið mál að leigja sal, hljóðkerfi og annað slíkt fyrir tón- leika. Það tekur langan tíma að sækja um á tónlistarhátíðum eða skipu- leggja tónleika, en við vildum búa til hraðara ferli sem endurspeglaði þetta líf reglulega. Það eru alls konar verkefni sem fæðast og mótast mjög fljótt, og við hugsuðum að væri gam- an að fylgjast með þessu í þróun,“ segir Skúli. „Við leggjum sérstaklega áherslu á að listamenn sem eru að fást við mús- ík sem leitar yfirleitt ekki til áhorf- enda eða finnur sér ekki farveg inni á hátíðum eða hjá plötuútgáfum geti haldið áfram að þróa sín verkefni. Svo höfum við hvatt listamenn til að prófa nýja hluti, jafnvel þó að þeir séu ekki fullmótaðir – það má koma inn með verkefni sem er í þróun.“ Skúli segir að þeir viðburðir sem standi helst upp úr hjá honum séu slík verkefni í vinnslu. „Það er mjög gaman að fylgjast með slíkri þróun. Það er jafnvel efni sem hefði ekki fundið sér farveg án Mengis. Mér finnst það standa upp úr.“ Þekkt stærð á alþjóð- legum vettvangi Tónleikar eða aðrir við- burðir eru haldnir að minnsta kosti þrisvar í viku, á fimmtudegi, föstu- degi og laugardegi og seg- ir Skúli að þeir séu ef- laust orðnir meira en þrjú hundruð talsins. Tónleik- arnir hefjast alltaf á aug- lýstum tíma og aðgangseyrir ávallt 2.000 krónur. „Við viljum fyrst og fremst leggja áherslu á innihaldið. Þeir sem koma í Mengi eru sérstaklega komnir til að hlýða á tónlistina eða sjá það sem er að gerast. Við höfum líka lagt áherslu á að það kosti inn svo að listamaður- inn geti fengið einhver laun fyrir það sem hann hefur verið að þróa,“ segir Skúli. „Viðtökurnar hafa verið alveg ótrúlega góðar og það er ljóst að það var þörf fyrir stað eins og Mengi,“ segir Skúli og bendir á að hér hafi skapast nokkuð samfélag íslenskra listunnenda sem mæta reglulega í Mengi auk þess sem hróður menn- ingarhússins hafi borist út fyrir land- steinana. „Í upphafi hringdum við mikið í fólk og hvöttum það til að koma og spila. En nú hefur fólk samband og biður um að fá að spila. Þetta orðin þekkt stærð. Það eru ekki margir staðir af þessu tagi á alþjóðlegum vettvangi þannig að athyglin erlendis verður mjög fljótt til og eykst stöðugt,“ segir Skúli. Fjölmargir virtir og þekktir lista- menn hafa þannig komið fram í þessu örlitla listarými við Óðinsgötu og kunna þeir sérstaklega að meta nálægðina og andrúmsloftið. Skúli segir hópinn vera ánægðan með viðurkenninguna sem felst í Menningarverðlaunum DV. „Við þurfum hvatningu og við viljum að fólk viti af Mengi og mæti á tónleika – það eykur laun listamannsins. Öll hvatning er sérstaklega kærkomin og ánægjuleg. Ég er aðallega þakklátur fyrir fólkið sem lætur sjá sig og fylgist með því sem er að gerast.“ Ómetanlegur suðu- pottur uppgötvunar Menningarhúsið Mengi hlýtur Menningarverðlaun DV í flokki tónlistar Tónlist „Við höfum hvatt listamenn til að prófa nýja hluti, jafnvel þó að þeir séu ekki fullmótaðir – það má koma inn með verk- efni sem er í þróun. O rkustykkið Jungle Bar hlaut menningarverðlaun DV 2015 í flokki hönnunar. Í rökstuðningi sínum sagði dómnefndin: „Orkustykkið Jungle Bar, sem meðal annars er búið til úr krybbum, er hugarfóstur þeirra Búa Bjarmars Aðalsteins- sonar, Stefáns Atla Thoroddsen og Frosta Gnarr Jónssonar. Jungle Bar er meðal annars ætlað að vekja fólk á Vesturlöndum til umhugsunar um þá ókönnuðu möguleika sem felast í því að rækta skordýr til mat- vælagerðar. Búi vakti áður athygli fyrir uppfinninguna „Fly factory“, vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matar- gerð. Með þessum verk efnum seg- ist hann vilja útvíkka hugmyndir um starf hönnuðarins. Það verkefni var, líkt og Jungle Bar, að einhverju leyti innblásið af lestri skýrslu FAO, landbúnaðar arms Sameinuðu þjóðanna, um stöðu landbúnað- ar í Evrópu. Öll þróunarvinna fyr- ir Jungle Bar var unnin á Íslandi, meðal annars með styrkjum frá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands, Tækni- þróunarsjóði og Startup Reykjavík.“ Þarf að breyta hugarfarinu Jungle Bar er fyrsta afurðin frá matvælafyrirtækinu Crowbar Protein sem einbeitir sér að fram- leiðslu matvæla úr skordýrum. Búi Bjarmar og Stefán Atli stofn- uðu Crowbar, en auk þeirra tekur Frosti Gnarr virkan þátt í fyrirtæk- inu. Rán Flygenring og Guðbjörg Tómasdóttir koma að útlitinu og Hinrik Carl Ellertsson kokkur hef- ur aðstoðað við að þróa bragðgóða blöndu úr skordýrunum. Búi segir verðlaunin sérstak- lega mikilvæg fyrir fyrirtækið til að auka traust almennings á nýt- ingu skordýra í matvæli enda sé oft erfitt að sannfæra fólk um þá kosti sem felast í skordýraáti. Ef matvælaframleiðslu heims- ins verður ekki umturnað mun landbúnaðarland Evrópu brátt verða uppurið, en aukin neysla skordýra gæti hins vegar snúið þessari þróun við. Búi byrjaði að velta fyrir sér möguleikanum á nýt- ingu skordýra í matargerð þegar hann stundaði nám í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Sem loka- verkefni þróaði hann vélrænt skor- dýrabú og í kjölfarið ákvað hann að stofna fyrirtæki sem hefði það að markmiði að þróa bragðgóð og girnileg matvæli sem innihalda skordýr. Stærsta áskorunin fólst þó í að breyta hugarfari fólks varðandi neyslu á dýrunum. Vinsælt í Bandaríkjunum, bannað á Íslandi Búi segir viðskipti vera eitt helsta form samskipta fólks í milli í dag og því hafi hann ákveðið að beita hönnuninni á þeim vettvangi í viðleitni sinni til að bæta heim- inn – hann verði þó tilbúinn þegar byltingarkallið kemur. Hann segir að í sínum huga snúist hönnun ekki bara um að skapa fallega hluti heldur sé það leið til að bregðast við vanda í umhverfinu. Þannig mætti mun oftar kalla til hönnuði til að leita lausna á vandamálum sem steðja að – til dæmis væri kjörið að fá hönnuði til að finna lausnir á öryggisvanda á ferða- mannastöðum. Skordýrin sem eru notuð í Jungle Bar eru ræktuð í Kanada og þar fer öll framleiðsla orkustykkj- anna fram. Fyrirtækið stefnir fyrst og fremst inn á Bandaríkjamarkað og þó að aðeins sé mánuður frá því að sala á Jungle Bar hófst eru stykk- in nú þegar komin í sölu í tólf versl- unum vestanhafs – og segir Búi að áhuginn sé meiri en þeir hafi þorað að vona. Enn sem komið er er ekki hægt að kaupa orkustykkin í verslunum hérlendis, þar sem reglugerð Evrópusambandsins, sem bannar sölu matvæla sem innihalda skor- dýr, hefur nýlega verið innleidd. Stykkin er þó hægt að panta í gegn- um vefsíðu fyrirtækisins. Útvíkka hugmyndir um starf hönnuðarins Skordýra-prótínstykkið Jungle Bar Menningarverðlaun DV voru afhent í 37. skipti í Iðnó 9. mars. Verðlaunin voru veitt í níu flokkum: bókmenntum, fræðum, byggingarlist, danslist, hönnun, kvikmyndalist, leiklist, myndlist og tónlist, auk þess sem tilkynnt var um sigurvegara úr netkosningu dv.is. Forseti Íslands veitti heiðursverðlaun DV, en þau hlaut Þorsteinn frá Hamri. Hönnun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.