Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Blaðsíða 8
Vikublað 15.–17. mars 20168 Fréttir É g þurfti að segja honum að ég ætti þetta ekki í kass­ anum,“ segir Guðmundur Baldursson, verslunarstjóri í Skerjakollu, búðinni á Kópaskeri. Eins og greint var frá um helgina féll fyrsti vinningur í lottó­ inu á miða sem seldur var í versl­ uninni í þessu fámenna en fallega þorpi á norðausturhorni landsins. Vinningurinn hljóðaði upp á rétt tæpar fimmtán milljónir króna. Svo ótrúlega vildi til að vinningshafinn, sem á föstudaginn keypti miða í þremur lottóum; íslenska lottóinu, Eurojackpot og Víkingalottó vann vinninga á alla þrjá miðana. Hinir vinningarnir tveir voru þó snöggt um minni, svo vægt sé til orða tek­ ið. Guðmundur segir aðspurður að vinningshafinn kaupi iðulega hjá honum miða á föstudögum, og sé því ötull lottóspilari. Mætti grunlaus í búðina Á Kópaskeri búa um 140 manns. Þegar fram kom í fréttum um helgina að fyrsti vinningur hefði komið á miða sem seldur var í Skerjakollu komu því ekki ýkja margir til greina. DV hefur heim­ ildir fyrir því að um fátt annað hafi verið rætt um í þorpinu á sunnu­ dag. Guðmundur áætlar að hann hafi selt um það bil 20 lottómiða fyrir helgina. Vinningshafinn var þó al­ veg grunlaus þegar hann mætti í búðina um hádegisbil á mánudag og hafði ekki haft veður af því að vinningsmiðinn hefði verið seldur á Kópaskeri. Svo vildi til að þeir sem voru staddir í búðinni voru að ræða um vinn­ inginn og þannig heyrði hann af því að líkurnar væru kannski heldur meiri en venjulega. Guðmundur segir að hann hafi verið sá fyrsti sem kom með miðann sinn til aflestrar – aðrir hafi líklega verið búnir að lúslesa mið­ ana sína heima fyrir. „Svolítið hissa“ En hvernig varð vinningshafanum við? Guðmundur segir að það fyrsta sem hann hafi sagt var að núna ætti hann líklega fyrir jarðar­ förinni sinni. „Hann varð svo­ lítið hissa og trúði þessu varla enn þegar hann gekk út úr búðinni um klukkutíma síðar. Hann sagði við mig að hann myndi kannski trúa þessu þegar þetta væri komið inn á bankabókina,“ segir Guðmundur en viðstaddir óskuðu vinnings­ hafanum til hamingju í bak og fyr­ ir. „Það voru fjórir eða fimm aðrir viðskiptavinir í búðinni og hon­ um var fagnað innilega.“ Guð­ mundur segir enn fremur að hann sé afar ánægður með hvar vinninginn bar niður. „Ég gæti ekki verið glaðari fyrir hans hönd. Hann er einstakt ljúf­ menni og sérstaklega hjálpsamur maður.“ Í Skerja­ kollu er vísir að kaffihúsi en þar sett­ ist vinnings­ hafinn niður með viðstöddum þegar tíðindin urðu ljós. Guðmundur segir að vinningshafinn hafi sagt við konuna sína á föstudaginn, að ef hann ynni stóra vinninginn þessa helgina, myndi hann líklega láta verða af því að ljúka við sumarhús þeirra hjóna. „Svo talaði hann um að hann myndi kannski gefa kon­ unni sinni nýjan bíl – en sá gamli hefur enst vel,“ segir Guðmundur glaðbeittur í samtali við DV. Guðmundur bindur vonir við að vinningurinn muni verði til þess að fleiri leggi leið sína í Skerjakollu og kaupi hjá honum bæði lottómiða og vörur. „Það munar um hvern viðskiptavin.“ n „Ég gæti ekki verið glaðari fyrir hans hönd. Hann er einstakt ljúfmenni og sérstaklega hjálpsamur maður. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Skerjakolla Inga Sigurðardóttir og Guðmundur Baldursson reka verslun- ina á Kópaskeri, þar sem vinningsmið- inn var seldur. Mynd SiGGi BahaMa n Fimmtán milljónum krónum ríkari n Grunaði ekki að hann hefði vinningsmiðann Lottóþrenna á Kópaskeri Kópasker Olsen Olsen RestauRant Hafnargötu 62 - Sími 421 4457 Olsen Olsen RestauRant Hafnargötu 62 - Sími 421 4457 Sticky FingerS Ertu á lEiðinni í flug? Þú vErður að smakka sticky fingErs hamborgarann okkar! 5 5 2 - 6 0 6 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.