Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Síða 10
10 Fréttir Vikublað 15.–17. mars 2016
„Forysta Landsbankans
verður að axla ábyrgð“
Árni Páll Árnason segir svarbréf Bankasýslunnar staðfesta fyrri orð hans um að Landsbankinn sé rúinn trausti
Þ
að er alveg ljóst að forysta
Landsbankans verður að
axla ábyrgð á mistökun-
um. Mér finnst eðlilegt að
gefa þeim færi á að grípa til
einhverra aðgerða áður en stjórn-
málin fara að kalla eftir tilteknum
leiðum. En ég held að það sé ekk-
ert hægt að misskilja tilmæli Banka-
sýslunnar,“ segir Árni Páll Árnason,
formaður Samfylkingarinnar, um
svarbréfið sem Bankasýsla ríkis-
ins sendi bankaráði Landsbankans
á föstudag og inniheldur gagnrýni
hennar á söluferli bankans á 31,2%
hlut hans í Borgun sem lauk í nóv-
ember 2014.
Stjórnendur Bankasýslunnar,
sem fer með 98% hlut íslenska ríkis-
ins í Landsbankanum, hafna í bréf-
inu flestum rökum sem forsvars-
menn Landsbankans hafa notað til
að verja ákvörðun sína um að selja
eignina í lokuðu söluferli til hóps
fjárfesta og stjórnenda greiðslu-
kortafyrirtækisins. Telur stofnunin
að traust til Landsbankans og stjórn-
enda hans hafi beðið hnekki og þá
er verðmat bankans á eignarhlutn-
um í Borgun gagnrýnt. Engin hald-
bær rök hafi komið fram sem útskýri
af hverju bankinn krafðist ekki hlut-
deildar í milljarðagreiðslunni sem
fyrirtækið á von á vegna yfirtöku
Visa Inc. á Visa Europe.
„Það er auðvitað grafalvarlegt
mál, eins og ég benti á strax í upphafi,
að skýringar bankans stæðust ekki.
Síðan er bankinn búinn að standa í
þrasi við mig, Bankasýsluna, og allt
og alla. […] Ég sé ekki betur en að
niðurstaða Bankasýslunnar sé alveg
skýr um það hvar ábyrgðin liggur og
staðfesting á því sem ég sagði áður
að bankinn er rúinn trausti,“ segi
Árni Páll.
Gagnrýnin réttmæt
Bréfið er undirritað af Lárusi Blön-
dal, stjórnarformanni Banka-
sýslunnar, og Jóni Gunnari Jóns-
syni forstjóra. Í því segir einnig að
stofnunin telji það gagnrýnisvert
að Landsbankinn skuli hafa kom-
ið sér í þá stöðu að eini viðsemj-
andinn í lokaða söluferlinu hafi
verið hópur fjárfesta sem innihélt
meðal annars stjórnendur Borgun-
ar. Líkt og DV hefur greint frá seldi
bankinn 24,96% eignarhlut í Borgun
til Eignarhaldsfélagsins Borgunar
annars vegar, sem er meðal annars
í eigu Stálskipa og Einars Sveins-
sonar, föðurbróður Bjarna Bene-
diktssonar, fjármála- og efnahags-
ráðherra, og hins vegar 6,24% til
einkahlutafélagsins BPS sem er í
eigu tólf æðstu stjórnenda greiðslu-
kortafyrirtækisins.
Árni Páll segir bréfið staðfesta
réttmæti athugasemda sem hann
setti fram í kvöldfréttum RÚV þann
20. janúar síðastliðinn. Sagði hann
þá allt benda til þess að bankinn
hefði gert alvarleg mistök í að greina
viðskiptatækifærið sem í Borgun
fólst og hann kallaði „kaup aldar-
innar í íslensku viðskiptalífi“. Lands-
bankinn svaraði Árna með frétta-
tilkynningu síðar um kvöldið og
hafnaði þar ummælum hans.
„Það er brýnt að endurheimta
traustið og ekkert sem forysta
bankans hefur gert á þeim tveimur
mánuðum sem liðnir eru síðan ég
lét þau orð falla hefur verið til þess
fallið að endurheimta það traust.
Allt sem segir í þessari fréttatilkynn-
ingu hefur nú verið hrakið,“ segir
Árni.
Boltinn hjá bankaráði
Bankasýslan komst að þeirri niður-
stöðu að söluferli Landsbankans á
eignarhlutnum í Borgun hafi „varp-
að verulegum skugga á árangur
bankans undanfarin misseri“ og
að fagleg ásýnd fyrirtækisins og
stjórnenda þess hafi beðið hnekki.
Landsbankinn verði af þeim sök-
um að grípa til „viðeigandi ráðstaf-
ana til að endurheimta það traust
og trúverðugleika sem þessi sölu-
meðferð á hlutum í Borgun hefur
kostað bankann“. Fer Bankasýslan
fram á að bankaráðið svari því, ekki
seinna en 31. mars, hvernig með-
limir þess ætli að bregðast við til að
endurreisa traust.
„Þetta eru mjög ákveðin skilaboð,
þeir fara yfir það að öll svör bankans
varðandi söluna á Borgun séu ófull-
nægjandi og fara fram á viðbrögð
stjórnenda bankans við að endur-
heimta traust. Mér þótti þetta mjög
ákveðin og ábyrg afstaða Banka-
sýslunnar. Mín skoðun er sú að það
séu engin málefnaleg rök fyrir því
að selja ekki eignarhluti í opnu út-
boði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðar-
son, varaformaður fjárlaganefnd-
ar og þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Aðspurður vill Guðlaugur ekki
svara því hvort stjórnendur Lands-
bankans eigi að stíga til hliðar í
ljósi niðurstöðu Bankasýslunnar.
Boltinn sé nú hjá bankaráðinu. Árni
Páll tekur í sama streng.
„Mér finnst það ekki mitt hlut-
verk að persónugera málið á þessu
stigi en það hlýtur að vera banka-
ráðsins að taka efnislega afstöðu til
þessara alvarlegu athugasemda.“ n
Tekið fyrir á aðalfundi
Landsbankans
DV óskaði eftir viðbrögðum Steinþórs
Pálssonar, bankastjóra Landsbankans,
við bréfi Bankasýslu ríkisins. Í svari við
fyrirspurn blaðsins sagði að stjórnendur
bankans myndu ekki tjá sig frekar um
málið og bent á að fyrirtækið sendi frá sér
stutta fréttatilkynningu í gær, mánu-
dag. Í tilkynningunni segir að bankaráð
Landsbankans hafi fengið bréfið, gert sé
ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt
á Borgunarsölunni innan nokkurra daga,
og að ráðið svari Bankasýslunni innan til-
greinds frests. Þá verði fjallað um söluna á
aðalfundi bankans 14. apríl næstkomandi.
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Varaformaður fjárlaganefndar
Guðlaugi Þór finnst bréf Bankasýslunnar
sýna ábyrga og ákveðna afstöðu.
Í takt við tímann
• Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa.
• Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum.
Árni Páll Bankasýsla ríkisins gerir ýmsar
athugasemdir við söluferli Landsbankans á
31,2% hlut sínum í greiðslukortafyrirtækinu
Borgun. Mynd SiGtryGGur Ari JoHAnnSSon
tryggvi Pálsson, formaður
bankaráðs Landsbankans, og
Steinþór Pálsson bankastjóri.