Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Síða 13
Fréttir 13Vikublað 15.–17. mars 2016 Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. Framsal eigna er „einstakt tilFelli“ fjármálasögu n „Sannarlega ekki einhver óumflýjanleiki“ n Skatturinn flýtti fyrir niðurstöðu á eignir allra slitabúanna þá hefði það vissulega náð því markmiði að hlut­ leysa krónueignir þeirra en vanda­ málið var hins vegar að staða búanna var ólík hvað þetta varðaði. Krónu­ eign sumra var hlutfallslega mun meiri en annarra – og þetta skapaði ákveðinn vanda enda gátu stjórnvöld ekki lagt á mismunandi skattprósentu á slitabúin.“ Töldu skattinn harkalegan Framkvæmdahópur stjórnvalda upplýsti helstu kröfuhafa og fulltrúa þeirra í mars í fyrra um þau áform að til stæði að leggja 37% stöðug­ leikaskatt – sú skattprósenta var síðar hækkuð í 39% – á eignir slitabúanna sem hluta af áætlun um losun hafta. Buchheit segir að í kjölfarið hafi sömu kröfuhafar, sem samanstóðu af um tíu alþjóðlegum vogunarsjóðum, sagt að þrátt fyrir að þeir efuðust ekki „um lögmæti skattsins“ þá teldu þeir hann „of harkalega leið og báðu okkur því að koma með tillögur sem væru meira sérsniðnar að hverju slitabúi fyrir sig. Þetta leiddi til stöðugleikaskilyrðanna sem fólu í sér framsal á innlendum eignum ásamt ýmsum öðrum ráð­ stöfunum til að taka á krónuvanda slitabúanna.“ En það leit út fyrir á tímapunkti að kröfuhafar Glitnis myndu ekki fall- ast á stöðugleikaskilyrðin og að slita- búið hefði því að óbreyttu þurft að greiða skattinn. Hvaða afleiðingarnar telurðu að það hefði haft? Ef eitt eða fleiri slitabúanna hefðu hafnað stöðugleikaskilyrðunum, og þannig neytt stjórnvöld til að skatt­ leggja eignir þeirra, þá fylgdi því alltaf hætta á lagalegum ágreiningi sem hefði getað staðið frammi fyrir dómstólum í mörg ár. Það hefði ekki þýtt sömu ánægjulegu niðurstöðuna fyrir Ísland, og við hefðum að líkind­ um ekki séð þær hækkanir á láns­ hæfismati ríkissjóðs eins og reyndin hefur orðið. Ég er því mjög ánægður með að tekist hafi að ná fram þessari niðurstöðu án þess að málin hafi end­ að fyrir dómstólum eða í sárindum á milli manna (e. no hard feelings).“ Þannig að það voru engin sárindi á milli manna þegar kröfuhöfum var gert ljóst hvað þeir þyrftu að gera til að forðast skattinn? Hefðu þessir vogunarsjóðir ákveðið að sínu eigin frumkvæði að gefa eftir eignir að slíkri fjárhæð ef við hefðum bara látið samskotabauk ganga á milli manna á þessum fund­ um? Ég held ekki.“ Flýtti fyrir niðurstöðu Aðspurður hvort það hefði verið hægt að fá kröfuhafa til að samþykkja stöð­ ugleikaskilyrði stjórnvalda án þess að koma fram samtímis með frum­ varp um stöðugleikaskatt á eignir slitabúanna segir Buchheit erfitt að segja fyrir um það. „Niðurstaða fram­ kvæmdahóps stjórnvalda var sú að koma fram með skattinn. Það sem stöðugleikaskatturinn hjálpaði alveg örugglega við var að flýta fyrir því að ná fram niðurstöðu í skuldaskilum bankanna sem ógnaði ekki gengis­ stöðugleika.“ Eftir að hafa kynnt áform um að leggja á stöðugleikaskatt á eign­ ir slitabúanna átti framkvæmdahóp­ ur stjórnvalda fjölmarga upplýsinga­ fundi – bæði í London og New York – með stærstu kröfuhöfum og ráðgjöf­ um þeirra þar sem stöðugleikaskil­ yrði, sérsniðin að krónuvanda hvers slitabús fyrir sig, urðu smám saman til. Buchheit viðurkennir að fulltrúar vogunarsjóðanna hafi á þessum fundum ekki alltaf „talað einni rödd. Þessar fundir voru mjög opinskáir og fulltrúar sjóðanna gátu tjáð skoðanir sínar eins og þeir vildu hverju sinni. Ef það átti að nást sameiginleg niður­ staða á meðal þeirra þá þurfti fyrst að yfirstíga það vandamál að þeir voru ekki allir samstíga um þá leið sem ætti að fara (e. coordination problem). Lögfræðilegir ráðgjafar þeirra unnu hins vegar frábært starf við að leysa þann vanda.“ Áttu ekki í samningaviðræðum Buchheit er án vafa fremsti sér­ fræðingur heims á sviði fjárhagslegrar endurskipulagningar ríkisskulda. Þannig hafa stjórnvöld nánast allra þjóðríkja – þó fyrst og fremst ýmissa nýmarkaðsríkja – sem glímt hafa við meiriháttar skuldakreppu leitað lið­ sinnis Buchheits á undanförnum þremur áratugum. Verkefnið sem hann tók að sér í þetta skiptið á ís­ landi var hins vegar af öðrum toga enda laut vandinn ekki að skuldum íslenska ríkisins. „Venjulega þegar ég starfa fyrir stjórnvöld víðs vegar um heim þá er um að ræða skuldavanda þar sem vogunarsjóðir eru kröfuhafar á hend­ ur ríkinu. Í þeim tilfellum þurfa þeir að biðja kröfuhafa sína um að af­ skrifa og/eða lengja í skuldum sínum. Í þessu máli áttu vogunar sjóðirnir aftur á móti engar kröfur á íslenska ríkið, enda þótt þess misskilnings hafi stundum gætt í umræðunni, heldur aðeins á einkafyrirtæki sem voru í slitameðferð fyrir íslenskum dóm­ stólum. Að þessu leytinu til var þetta verkefni ólíkt öðrum sem ég tekið að mér. Þetta var einnig ástæðan fyrir því af hverju íslensk stjórnvöld ítrekuðu aftur og aftur að þau ættu ekki í nein­ um samningaviðræðum við kröfu­ hafa slitabúanna enda skuldaði ríkið þeim ekki eitt eða neitt. Við sátum aðeins við borðið vegna þess að það eru í gildi fjármagnshöft á Íslandi og þessir aðilar, vogunarsjóðir sem áttu kröfur á slitabúin, vildu fá undanþágu til að fara með eignir sínar úr landi.“ „Mjög færir og ákafir“ Vinnu íslenskra stjórnvalda að áætlun um losun hafta vann fram­ kvæmdahópur sem komið var á fót í ársbyrjun 2015. Þann hóp skip­ uðu þeir Glenn Kim, Benedikt Gísla­ son, Sigurður Hannesson, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, Jón Þ. Sig­ urgeirsson og Ingibjörg Guðbjarts­ dóttir. Lilja Alfreðsdóttir, sem þá starfaði sem ráðgjafi forsætisráð­ herra í forsætisráðuneytinu, vann einnig náið með hópnum, ásamt þeim Buchheit og Anne Kruger, fyrr­ verandi aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris sjóðsins. Buchheit segir að þessi hópur hafi stundum haft „ólíkar skoðanir“ á því hvaða leið ætti að fara gagnvart slitabúum föllnu bankana. „Það var rætt mjög opinskátt okkar á milli. En þeir íslensku sérfræðingar sem unnu að þessu verkefni fyrir fram­ kvæmdahópinn voru mjög færir og ákafir í að tryggja hagstæða niður­ stöðu fyrir Ísland. Og það er nokk­ uð sem þú sérð ekki alltaf í öðrum ríkjum.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.