Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Síða 16
16 Fréttir Erlent Vikublað 15.–17. mars 2016
„Ekki roðna elskan“
Íþróttafréttakonur segja frá áreiti, ofsóknum og morðhótunum
Í
þróttafréttakonur sæta oft of-
sóknum og þurfa að sækja
rétt sinn gegn eltihrellum og
óðum aðdáendum íþrótta-
manna. Líkt og DV greindi frá
á dögunum varð íþróttafréttakon-
an Erin Andrews fyrir því að elti-
hrellir sem hafði áreitt hana um
nokkurt skeið lak nektarmynd-
böndum af henni á netið. Mynd-
irnar tók hann í gegnum gægjugat
á hótelherbergi hennar. Hann hafði
haft samband við hótelið áður en
hún dvaldi þar og krafðist þess að
fá herbergið sem var aðliggjandi
hennar. Maðurinn sem um ræðir,
Michael David Barrett, tók umrætt
myndband en hann var dæmdur
í 30 mánaða fangelsi fyrir að taka
upp þrjú myndbönd af Erin, þar á
meðal þetta sem um ræðir. Henni
hafa nú verið dæmdar skaðabætur
og ber hótelinu að greiða 55 millj-
ónir bandarískra dollara í skaða-
bætur.
Erin er ekki sú eina sem hefur
lent í slíku. Tvær nöfnur hennar
hafa í kjölfar dómsins stigið fram og
sagt svipaðar sögur auk þess sem
þær Jacquelin Magnay og Georgina
Robinson, lýsa hvernig komið var
fram við þær – jafnvel í beinni út-
sendingu.
Fékk blóðugan rýting
Jacquelin Magnay, ástralskur
íþróttafréttamaður, greinir frá því
hvernig hún sat undir alls kyns
ásökunum um hlutdrægni og var
sögð ekki hafa hundsvit á starfi sínu.
„Ég er glöð að lögin voru hliðholl
Erin – að dómarinn skildi hversu
erfitt þetta hefur verið henni, vegna
aðfara eltihrellisins og hótelsins,“
segir Jacquelin. „Þegar ég starfaði
sem íþróttafréttamaður fékk ég
eitt sinn sendan blóðugan rýting
auk morðhótunar, sem ég tilkynnti
lögreglu. Ég var ekki ein og veit að
aðrar íþróttafréttakonur hafa lent
í svipuðu og sitja enn undir áreiti.“
Þinn staður er í eldhúsinu
Önnur íþróttafréttakona, Erin
Molan, segir svipaða sögu. „Ég
hætti í útvarpi eftir að ég var spurð
hvort ég hefði sofið hjá mörgum
íþróttamönnum og hvort ég hefði
farið í brjóstastækkun,“ segir hún.
„Þegar ég byrjaði fékk ég mikið
af athugasemdum eins og: „Þinn
staður er í eldhús-
inu“ og það var ein
af þeim skárri,“ seg-
ir hún. „Munurinn á
fréttakörlum og -kon-
um er sá að þeir fá yfir
sig athugasemda-
hrinu vegna einhvers
sem þeir segja, en við
fáum hana yfir okkur
vegna útlitsins.“
Morðhótanir
Erin Riley fékk morð-
hótanir og margir
sögðu henni að ef
til vill væri best ef
hún fremdi sjálfs-
morð. Hún var kölluð
„ skammarlegt kven-
rembusvín sem hefði
ekkert vit á fótbolta“
eftir að hún fjall-
aði um karlrembu
og rasísk ummæli
áhorfenda á fót-
boltaleikjum. Hún
var ofsótt á Twitter
og einn notandi gekk
svo langt að skrifa:
„Ég myndi myrða
Erin Riley ef ég fengi
tækifæri til.“ Hún
kærði viðkomandi til
lögreglu sem rann-
sakaði málið ekki.
„Þetta var mjög erfitt,“ segir hún.
Fréttakonan Georgina Robin-
son varð fyrir því í miðju viðtali
að leikmaður krikketliðsins Mel-
bourne Renegades sagðist hafa
viljað mæta í viðtal við hana. „Mig
langaði líka svo að mæta í viðtal við
þig, þess vegna er ég hér. Ég fæ að
horfa í augu þín í fyrsta sinn, það er
notalegt. Vonandi getum við [liðið
hans, innsk. blm.] unnið og farið
svo og fengið okkur drykk á eftir.
Ekki roðna elskan.“
Honum var gert að greiða
sekt vegna málsins samkvæmt
ákvörðun ástralska krikket-
sambandsins. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Ég myndi myrða
Erin Riley ef ég
fengi tækifæri til.
Bauð henni á stefnumót Georgina Robinson sést hér í viðtalinu þar sem Chris Gayle bað
hana um að roðna ekki.
Fær bætur Erin Andrews fær bætur frá
hóteli sem hleypti eltihrelli nálægt henni.