Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Qupperneq 18
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 15.–17. mars 2016 Leikhúsið er staður manns- andans og sálarinnar Í mínum huga var þetta bara leikrit Ég braut reglurnar heima til að geta mætt Syndadraugurinn lifir enn Þorleifur Örn fékk Menningarverðlaun DV fyrir leikstjórn Njálu. – DVHermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri samtakanna Betri spítali, segir áróðursstríð hafið. – Eyjan Flosrún Vaka Jóhannesdóttir óhlýðnaðist foreldrum sínum til að fara á æfingar. – DV M agnús Orri Schram, fyrr­ verandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Magnús Orri hefur sennilega búist við nokkuð blíðari móttökum en hann fékk frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísla­ dóttur eftir að hafa tilkynnt um fram­ boðið. Skilaboð Ingibjargar Sólrúnar voru ekki bara stutt og snaggaraleg heldur baneitruð: „Forystumaður Samfylkingarinnar í landsdómsmál­ inu hefur stigið fram og telur sig vel til flokksforystu fallinn.“ Magnús Orri Schram gekk, ásamt fleirum, hart fram í landsdómsmálinu og vildi ákæra Ingibjörgu Sólrúnu, Árna Mathiesen og Geir Haarde. Magnús Orri sagði að með ákærunni væri ekki verið að kveða á um sekt eða sakleysi, enda væri það Landsdóms að komast að niðurstöðu. Magnús Orri kaus að gleyma því, sem ítrekað hefur verið bent á, að ein af megin­ reglum réttarríkisins er að ekki eigi að ákæra nema meiri líkur en minni séu á sakfellingu. Hann hafði ekki hugmynd um það hvort ráðherrarnir hefðu brotið af sér, en beitti sér samt fyrir því að þeir yrðu ákærðir. Ásamt skoðanabræðrum sínum braut hann þar með gegn einni mikilvægustu grunnreglu réttarríkisins. Með orðum sínum hefur Ingi­ björg Sólrún vakið upp gamlan draug sem samfylkingarfólk var að vona að tíminn hefði kveðið niður. Fátt er óþægilegra fyrir Samfylkinguna en upprifjun á landsdómsmálinu þar sem ýmsir þingmenn flokksins, sem sumir sitja enn á þingi, sýndu af sér óafsakanlega framkomu, en hafa ekki haft dug í sér til að biðjast afsökunar. Þeir hafa vonað að málið yrði ekki rifjað upp og myndi því gleymast. Landsdómsmálið er hins vegar svo svartur blettur á Samfylkingunni að hann verður ekki afmáður. Viðbrögð Magnúsar Orra Schram við orðum Ingibjargar Sólrúnar eru dæmigerð varnarviðbrögð stjórn­ málamanns sem vill losna við óþægilega umræðu. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni var hann spurður um ummæli Ingibjargar og ekki var hægt að skilja svar hans öðruvísi en að hann teldi þarna vera um persónulega árás að ræða: „Mér finnst þetta líka sýna akkúrat það sem fælir fólk frá pólitík,“ sagði hann. Hann sagðist vissulega hafa vilj­ að sleppa því að að hafa setið í þing­ mannanefndinni sem ákvað að draga ráðherra fyrir Landsdóm og að mál­ ið hefði ekki verið mjög farsælt fyrir Samfylkinguna. Ekki mælir formannsframbjóð­ andinn þarna snöfurmannlega, heldur ber fram máttleysislegar af­ sakanir og er á greinilegum flótta frá máli sem hann veit að er honum óþægilegt. Magnús Orri Schram, sem gekk mjög hart fram í landsdómsmál­ inu, virðist ekki sjá neina ástæðu til að biðjast afsökunar á sínum þætti í málinu, eins og hann ætti að gera og verða þannig maður að meiri. Nú þegar Magnús Orri hefur boð­ ið sig fram til forystu í Samfylkingunni mun landsdómsmálið vera óþægileg­ ur fylginautur hans í kosningabarátt­ unni. Gamall syndadraugur er risinn upp og minnir óþægilega á sig. Svo má spyrja: Hvaða erindi á Magnús Orri Schram í formannsstól Samfylkingarinnar? n Forsetaumræða um páska Áhugamenn um forsetakjör eiga góða daga í vændum en fullvíst má telja að á næstu dögum muni þeim fjölga sem tilkynna um ákvörðun sína að bjóða sig fram til forseta Íslands. Sérfræðingar í forseta­ kjöri segja að klókt sé að lýsa yfir framboði rétt fyrir páska en þannig sé tryggt að nafn viðkomandi beri mjög á góma í fjölskylduveisl­ um og fermingum. Mjög líklegt er talið að Össur Skarphéðins son láti til skarar skríða og Andri Snær Magnason þykir sömuleiðis lík­ legur en fari hann fram mun að­ aláhersla hans í forsetaslag vera á náttúruvernd. Fleiri eru nefndir til sögunnar, þar á meðal Stefán Jón Hafstein sem er áberandi áhuga­ samur um embættið. Hrægammar Hrægammar og hrægammasjóðir hafa verið títt í fréttum eftir hrun. Þar gætir ákveðins misskilnings. Því var haldið fram að erlendir sjóðir og útlenskir kap­ ítalistar ætluðu að græða á hörmung­ um þjóðarinnar. Annað kom í ljós. Hinir raunverulegu hrægammar eru þeir sem hafa tek­ ið að sér að hámarka eignir þrota­ búanna. Þeir naga ekki aðeins bein­ in heldur hafa tryggt sér feita bita. Bónusgreiðslur til starfsfólks og stjórnarmanna hlaupa á svimandi upphæðum. Af hverju skila þessir peningar sér ekki til þeirra sem urðu fyrir tjóni og töpuðu sínu? Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Þ egar ljóst var að HDP, flokkur Kúrda, komst yfir tíu prósenta þröskuldinn sem þarf að stíga yfir til að fá sæti á tyrkneska þinginu og jafnframt að Erdogan forseti hafði misst meirihluta á þinginu í júníkosningunum í fyrra, þá spáðu margir fréttaskýrendur því að skammt væri þess að bíða að tyrk­ neski herinn hæfi hryðjuverkaað­ gerðir gegn Kúrdum í suðausturhluta Tyrklands. Þetta gekk eftir. Tyrkneska stjórnin hóf ofsóknirnar með blessun NATÓ en sú blessun fékkst á fundi fulltrúa allra NATÓ­ríkjanna í Brussel í lok júlí. Kúrdar voru sagðir ábyrgir fyrir hryðjuverkum stjórnarhersins, jafn­ vel þeim sem beindust að þeim sjálf­ um. Samhliða voru fjölmiðlar og dómstólar virkjaðir í skipulegri ofsóknarherferð. Að meðaltali eru þrjú dóms­ mál á dag vegna meintra ærumeiðandi ummæla um Erdogan forseta og móðgana í hans garð. Fjölmiðlar hafa verið ofsóttir og eru þess dæmi að málgögn Kúrda hafi verið tekin yfir að öflum hliðhollum stjórninni og nú látin tala gegn málstað Kúrda, sverta hann og afbaka. Friðar­ og sáttastefnan sem stjórnvöldin í Ankara og Kúrdar höfðu fylgt síðan 2013 er með öðrum orðum fyrir bí og eru átök smám saman að þróast út í opið stríð þar sem hryðjuverk eru framin á báða bóga. Aðstöðu stríðandi afla er hins vegar ekki saman að jafna. Tyrkneski herinn hefur að sjálfsögðu yfir burða aðstöðu og nýtir hann yfir­ burði sína á meðal annars með því að setja á útgöngubann á svæðum þar sem Kúrdar eru hvað öflugastir. Víða í suðausturhluta Tyrklands hefur út­ göngubann verið meira og minna síðan í ágúst. Útgöngubann er mjög harkaleg kúgunaraðgerð. Strangt útgöngu­ bann þýðir að fólki er með öllu bann­ að að fara út af heimili sínu til að afla matar, lyfja og annarra nauðsynja. Slíkt útgöngubann hefur til dæmis verið í höfuðstað Kúrdabyggðanna í Tyrklandi, Diyarbakir, að meira eða minna leyti í þrjá mánuði. Þessu hef­ ur fylgt takmörkun á rafmagni og einnig vatni. Hvað gerir fólk við slíkar aðstæður? Einhverjir reyna að sæta færis og fara á milli húsa án þess að eftir verði tekið. Þá eiga þeir það hins vegar á hættu að verða fyrir skothríð hersins. Frá því ofbeldið gegn Kúrd­ um hófst nú í haust hafa tvö hundruð og níutíu einstaklingar verið drepn­ ir með þessum hætti – skotnir á færi! Ekki nóg með það, heilir borgar­ og bæjarhlutar hafa verið jafnaðir við jörðu. Allt er þetta eins ofbeldis fullt og hefnigjarnt sem verða má. Alls er talið að tæplega á átta hundruð óbreyttir borgarar hafi fallið fyrir tyrk­ neska hernum á síðustu sex mánuð­ um. Þessu hefur fylgt mikil eyði­ legging á húsakynnum. Ástandið fer hríðversnandi. Sumir reyna að flýja svæðin þar sem herinn er hvað grimmastur. Ætlað er að tala þeirra Kúrda sem nú eru á faraldsfæti – á flótta í eigin landi – vegna þessara síðustu atburða sé rúmlega þrjú hundruð þúsund. Það er eins og öll íslenska þjóðin væri á far­ aldsfæti. Frá fyrrnefndri Diyarbakir­ borg einni er talan sögð vera á milli þrjátíu og fimmtíu þúsund. Þetta eru flóttamenn morgundagsins í Evrópu. Í höfuðstöðum Evrópusambands­ ins í Brussel ræða menn nú um kvótaskiptingu flóttamanna frá þess­ um slóðum. En hvernig væri að hætta að framleiða flóttamenn? Hvernig væri að bandalagsþjóðirnar í NATÓ tækju fram fyrir hendurnar á tyrk­ neskum yfirvöldum, stilltu þeim upp við vegg og segðu, annaðhvort er það búið með veru ykkar í NATÓ eða þið hættið að brjóta mannréttindi á Kúrdum. Og hvernig væri að taka upp umræðu um útgöngubann sem án nokkurs vafa flokkast sem stríðs­ glæpur því alþjóðalög kveða á um bann við að beina hernaðaraðgerð­ um að óvopnuðu saklausu fólki. Hver er ábyrgð okkar? Fulltrúar Ís­ lands sátu eflaust fund NATÓ í lok júlí þar sem ákveðið var horfa framhjá of­ beldi tyrkneskra yfirvalda gegn Kúrd­ um. Með þögn okkar leggjum við því blessun Íslands yfir stríðsglæpi. n Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifar Kjallari Tyrkneskt útgöngubann í boði NATÓ Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Lands- dómsmálið er hins vegar svo svartur blettur á Samfylkingunni að hann verður ekki afmáður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.