Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Page 21
Helgarblað 15.–17. mars 2016 Kynningarblað - Sameignin 3
S
tjörnumálun ehf. er fram-
sækið og stöndugt verktaka-
fyrirtæki sem getur tekist á
við alls kyns krefjandi ver-
kefni af öllum stærðum. Að
sögn Ívars Þórs Hilmarssonar, mál-
arameistara og eiganda fyrirtækis-
ins, hefur Stjörnumálun ehf. áratuga
reynslu í alhliða málningarvinnu.
„Við erum einnig með eina full-
komnustu háþrýstiþvottavél sem völ
er á. Við bjóðum upp á háþrýstiþvott
með 200–500 bar. dælu með 120°C
heitu vatni eða köldu. Við getum
þvegið veggjakrot og alla málningu af
húsum, bílaplönum, gangstéttum og
ýmsu fleira. Nú þegar vorhreingern-
ingar standa fyrir dyrum er háþrýsti-
þvottur húsa og ýmissa plana einmitt
mjög mikil vægur.“
Öll almenn viðhaldsvinna
„Við getum gert heildartilboð í
viðhaldsvinnu í samstarfi við aðra
verktaka, t.d. smiði, rafvirkja, múr-
ara og pípara,“ segir Ívar. „Starfs-
menn fyrirtækis okkar hafa fjöl-
breytta menntun og mikla reynslu.
Við erum vel búnir tækjum og
eigum m.a. fimm þjónustubíla,
tíu vinnulyftur og mikið magn af
vinnupöllum fyrir stærri útiverk
ásamt öllum þeim verkfærum og
tækjum sem þarf í öll verk; stór
sem smá. Fyrirtækið leigir einnig út
vinnulyfturnar og palla. Hjá fyrir-
tækinu starfa allt að 30 manns, eftir
verkefnastöðu hverju sinni, og höf-
um við tekið að okkur ýmis verk fyrir
fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök,
húsfélög og einstaklinga. Fyrirtækið
er með lagerhúsnæði í Hafnarfirði
og er aðili að Samtökum iðnaðarins
og gjaldgengt í ábyrgðarsjóð MSI.“
Mikilvægi viðhalds
Ívar segist gjarnan vilja vekja athygli
á mikilvægi þess fyrir húseigendur að
huga að reglulegu viðhaldi fasteigna
sinna til þess að rýra ekki verðgildi
þeirra og koma í veg fyrir varanlegar
skemmdir. „Vel máluð hús eru einn
mikilvægasti þátturinn í að skapa fal-
lega heildarmynd og lífga upp á um-
hverfið. Fagmenn Stjörnumálunar
ehf. ráðleggja og veita aðstoð við efn-
is- og litaval auk þess sem úthugsaðar
kostnaðaráætlanir eru gerðar og
verðtilboð út frá þeim. Stjörnumálun
ehf. notar einungis efni og málningu
sem stenst íslenska veðráttu og við
gætum þess að sprungu- og undir-
vinna sé mjög góð enda tryggja slík
vinnubrögð betri endingu.
Viðskiptavinir Stjörnumálun-
ar ehf. eru orðnir töluvert margir
en fyrirtækið hefur unnið verk fyr-
ir fyrirtæki, stofnanir, bæjarfélög,
húsfélög, einstaklinga og ýmis fé-
lagasamtök,“ segir Ívar. n
stjornumalun@stjornumalun.is
S: 869-5302
Stjörnumálun ehf: Fullkomnasta
háþrýstiþvottavél sem völ er á
Áratuga reynslu í alhliða málningarvinnu