Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Side 22
Helgarblað 15.–17. mars 20164 Sameignin - Kynningarblað Rafsól: sérhæfðir í endurnýjun raflagna H já Rafsól starfa fimm þraut- þjálfaðir rafvirkjar undir handleiðslu löggilts rafverk- taka. Þjónustusvið Rafsólar sinnir öllum verkum hvort sem er stórum eða smáum, allt frá því að skipta út ljósaperum til upp- setningar á flóknum dyrasíma- kerfum. Baldur Hannesson, annar eigenda fyrirtækisins, segir Rafsól bjóða upp á ókeypis skoðun á raf- lögnum og gerir tilboð í úrbætur. „Þessi þjónusta er viðskiptavinum algjörlega að kostnaðarlausu og án skuldbindinga,“ segir Baldur. Áratuga reynsla og vönduð vinnubrögð Starfsmenn Rafsólar hafa ára- tuga reynslu og hafa sérhæft sig í endurnýjun raflagna í gömlum húsum, uppsetningu rafmagn- staflna, lögnum fyrir netkerfi og uppsetningu dyrasímakerfa. Raf- sól leggur mikið upp úr vönduð- um vinnubrögðum og þjónustar stofnanir, fyrirtæki og einstak- linga á margvíslegan hátt. „Við erum með vel yfir 30 ára reynslu. Til að byrja með vorum við alltaf í nýbyggingum en á seinni árum höfum við einbeitt okkur að því að endurnýja raflagnir því nóg er að gera í því,“ segir Baldur. „Það margborgar sig að endurnýja gamlar rafmagnstöflur. Gamlar og illa farnar rafmagnstöflur geta verið hættulegar, ekki síst ef þær eru úr tré eða staðsettar inni í skápum þar sem nóg er um elds- mat. Í slíkum tilfellum er brýnt að láta löggiltan rafverktaka kanna ástand rafmagnstaflna og gera úr- bætur áður en skaðinn er skeður. Í eldri töflum eru bræðivör sem skipta þarf um þegar þau springa en í nýrri töflum eru varrofar sem slá út við bilun eða of mikið álag,“ segir hann í framhaldinu. Lausnir fyrir hvern og einn „Í samvinnu við viðskiptavini okkar finnum við einstakar lausnir sem henta hverjum og einum, því við teljum að vandamálin séu til að leysa þau og leggjum við allt kapp á að uppfylla óskir viðskiptavina okkar fljótt og vel,“ segir Baldur. „Við bjóðum einnig húsfélögum upp á þjónustusamning varðandi eftirlit og umsjón sameigna í fjöl- býlishúsum sem og stofnunum og fyrirtækjum,“ bætir hann við. „Við sinnum jafnframt verkefnum í Reykjavík og nágrenni,“ segir hann í framhaldinu. Rótgróið fjölskyldufyrirtæki Rafsól er rótgróið fjölskyldu- fyrirtæki sem hefur verið í eigu bræðranna Baldurs og Ómars alla tíð en þeir hafa báðir starfað í bransanum frá því þeir voru ungir strákar. Fyrir tækið er staðsett í Síðumúla 34 í Reykjavík og síma- númerið er 553-5600. n Hér má sjá dæmigerða töflu sem þarfnast endurnýjunar Ný aðaltafla V egamálun GÍH annast bílastæðamálun og aðrar tengdar gatnamerkingar. Fyrirtækið er með margra ára reynslu í vegmerk- ingum og hefur tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum. „Við búum yfir fagþekkingu í bílastæðamálun sem nauðsyn- legt er að hafa til þess að ná sem bestri nýtni úr bílaplaninu,“ segir Gautur Ívar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. „Kostnaður við að mála eitt dæmi- gert húsfélagsplan er oft minni en fólk heldur. Metraverð fer eftir fjölda; því fleiri metrar því lægra einingarverð,“ segir Gautur Ívar aðspurður um kostnað við fram- kvæmdir sem þessar. „Áreiðanleg og góð þjónusta er okkar helsta markmið og að viðskiptavinur- inn verði fyrir sem minnstum óþægindum á framkvæmdatíma.“ Sumarið 2015 mjög annasamt hjá fyrirtækinu Sumarið 2015 var mjög annasamt hjá fyrirtækinu þar sem starfsemin fór vítt og breitt um landið. „Við vorum með verkefni á Akureyri, Vestfjörðum og Suðurlandi og fór- um á Vík í Mýrdal, svo dæmi séu tekin. Vegamálun GÍH tók þátt í verkefni með Sjóvá þar sem mál- aður var SMS borði við Verzlunar- skóla Íslands til að minna á slysahættuna við farsímanotkun undir stýri. Fyrirtækið er búið að vaxa ár frá ári og er stefnt á að bæta við vélum og tækjum í flotann til að geta ann- ast fleiri verkefni,“ segir Gautur Ívar að lokum. Það er frítt að fá til- boð í bílaplanið, hægt er að óska eftir tilboðum á heimasíðu fyrir- tækisins; www.bilastaedamalun. is, eða í gegnum netfangið gih@ gih.is, s: 894-1500. n Þarf að mála planið? – Bílastæðamálun um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.