Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Side 37
Menning 25Vikublað 15.–17. mars 2016 Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket Fleiri hliðar á Reykjavík en grámi og ömurleiki n Ásgrímur Sverrisson leikstýrir sinni fyrstu mynd í fullri lengd – Reykjavík n Blúsuð rómantísk kómedía um tilvistarkrísu kvikmyndabúðareiganda Reykjavíkur karlmaður í tilvistar- krísu. Ég var beðinn um að spyrja þig hvort Reykjavík stæðist Bechdel-próf- ið sem er notað til að mæla hvort kvik- mynd geti talist kvenréttindasinnuð? „Já, hún sleppur fyrir horn,“ segir Ásgrímur og hlær. „Það er ein sena þar sem tvær konur tala um húsa- kaupasamning. Þannig að myndin rétt slefar … með góðum vilja. En prófið hefur náttúrlega ekkert að gera með gæði myndanna, persónusköpun eða eitthvað slíkt. Ég held að flesta langi fyrst og fremst að skapa heilsteyptar persónur hvort sem þær eru karlar eða konur, óháð því hverrar þjóðar þær eru eða hvernig þær eru á litinn. Bechdel- prófið er mjög gott því það er að benda á ákveðna tilhneigingu, en að nota það sem einhvern algildan dóm væri nátt- úrlega út í hött,“ segir hann. Langaði að sýna borgina í bjartara ljósi Reykjavík hefur oftar en ekki verið sýnd sem kaldur, napur og frekar ömur legur staður, en það er greinilegt að þig langaði að sýna hana á annan hátt. Það er sumar, milt veður og bjart – hvort sem það er dagur eða nótt. „Já, algjörlega. Mig langaði að sýna þá Reykjavík sem ég kannast við og þekki. Auðvitað hefur hún margar hliðar. Það er stundum allt ömurlegt og ekkert að gerast í þessum „one horse town,“ en hún getur líka ver- ið skemmtileg, björt, full af áhuga- verðu fólki, sem er að gera allskon- ar, bæði heimskulega en líka flotta og æðislega hluti. Það er mikill kraftur hérna og getur verið mikið líf og fjör. Maður fer alveg í gegnum allan skal- ann. Þegar einhverjir útlendingar fara að mæra Reykjavík langar mann alltaf að segja þeim að vera hérna í janúar og febrúar og ganga í gegnum það. En ef einhver er að dissa Reykjavík þarf maður að verja hana,“ segir Ásgrímur. Lítill en harðsnúinn skæruliðahópur Sunna Gunnlaugs djasspíanóleikari sér um tónlistina og hefur hún mikil áhrif á stemningu myndarinnar.„Ég var búinn að ákveða að hafa djass í myndinni og Sunna blasti mjög fljótt við. Hún hefur svo góða tilfinningu fyrir melódíu, er náttúrlega frábær spilari sem og hennar fólk, en svo hef- ur hún þennan ofsalega fína elegans. Það fannst mér vera rétt fyrir þessa mynd. Það er æðislegt hvað hún stökk á þetta þó hún hafi aldrei gert neitt svona áður. Tónlist í kvikmyndum er gjarnan notuð til að undirstrika sen- ur, tilfinningar, áherslur í senum eða ná utan um það, en hjá okkur var hún notuð meira eins og brú á milli sena, stemning áður en við förum úr einni senu í aðra,“ segir Ásgrímur. Hinn spænski Néstor Calvo, sá um kvikmyndatöku en þeir Ásgrím- ur lærðu saman í London fyrir þrem- ur áratugum. „Hann tók lokamyndina mína sem við skutum á Snæfellsnesi og var rosalega hrifinn af Íslandi. Við höfum stefnt á að vinna eitthvað saman og gera myndir saman í öll þessi ár. Á þessum tíma hefur hann skotið hátt í 30 kvikmyndir – og skotið þrjár eða fjórar myndir frá því að hann tók þessa. Ég hringdi í hann með skömmum fyrirvara og hann sagði bara „já!“ þótt þetta væru töluvert þrengri aðstæður en hann er vanur. Honum var alveg sama, og það var algjörlega ómetanlegt. Af því að þetta var svolítið eins og skæruliðahópur sem fór af stað, lítill en harðsnúinn,“ segir Ásgrímur. Hann segist hrósa happi yfir góð- um hóp leikara sem hafi tekist á við verkefnið af miklu áreynsluleysi. Auk þess sem gaman hafi verið að vinna með Ragnari Vald Ragnarssyni klipp- ara. „Fegurðin í þessu var að þó að við værum ekki með mikil auraráð vor- um við með toppfólk, í því felast gæði myndarinnar,“ segir Ásgrímur. Rómantískar kómedíur Það er merkileg tilviljun að myndin Fyrir framan annað fólk eftir Óskar Jónasson var frumsýnd í lok febrúar. Það er önnur rómantísk kómedía þar sem Reykjavík leikur stórt hlutverk – er þetta eitthvað í andrúmsloftinu? „Það er bara algjör tilviljun og mjög skrýtin tilviljun. Óskar skaut alveg hálfu ári á eftir mér en það tók mig bara lengur að koma þessu saman. Svona verkefni eru svo langan tíma í þróun að það er erfitt að segja að þetta sé eitthvað í andrúmsloftinu. Reykjavík átti margra ára gerjunar- tíma og þetta tók örugglega nokkur ár hjá Óskari,“ segir Ásgrímur. Hvert stefnir þessi mynd, fer hún á hátíðir erlendis eða er hún fyrst og fremst hugsuð fyrir íslenskan markað? „Við erum rétt að byrja að skoða það, en ég vil endilega sýna hana sem víðast. Ég er sannfærður um að þetta sé sammannleg mynd og fólk um allan heim muni geta samsamað sig persónunum, að þetta séu aðstæður sem fólk út um allt þekki.“ n Birta og hlýja Í myndinni birtist Reykjavík sem björt og sumarleg borg. Hér er Atli Rafn Viðarsson í hlutverki Hrings. Vitnað í kvikmyndasöguna Í Reykjavík vitnar Ásgrímur hingað og þangað til kvik- myndasögunnar, meðal annars frægt atriði í kvikmyndinni Le Mépris eftir franska leikstjór- ann Jean-Luc Godard. „Hugmyndin var að gera borgarsögu um samband, um klárt og greint fólk sem er svolítið að klúðra lífi sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.