Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Blaðsíða 46
34 Fólk Vikublað 15.–17. mars 2016
Allt til ræktunar
og fullt af fíneríi
fyrir heimilið og bústaðinn
HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222 / litlagardbudin.is / Við erum á Facebook
Miðar seldir fyrir
270 milljónir
n Vinsældir Mamma mia! slá öll met n Fullt út úr dyrum á frumsýningu
S
öngleikurinn Mamma mia!
var frumsýndur í Borgar-
leikhúsinu á föstudags-
kvöld fyrir fullu húsi, að
sjálfsögðu, enda fjölmargir
búnir að bíða sýningarinnar með
mikilli eftirvæntingu. Mamma mia!
hefur farið sigurför um heiminn og
því var ekki við öðru að búast en að
undirtektirnar hér á landi yrðu góð-
ar. Óhætt er að segja að eftirspurnin
eftir miðum hafi farið fram úr björt-
ustu vonum því nú þegar er búið að
selja um 36 þúsund miða á söngleik-
inn. Ef allir hafa greitt 7.500 krónur
fyrir miðann sinn, sem hann kostar
í miðasölu án afsláttar, er Borgar-
leikhúsið búið að selja miða á sýn-
inguna fyrir 270 milljónir króna. Það
hlýtur að teljast nokkuð gott miðað
við að aðeins ein sýningarhelgi er
liðin. Leikhúsgestir hafa keppst við
að lofsama sýninguna á samfélags-
miðlum og má því ætla að Mamma
mia! standist allar væntingar. Gott
orðspor sýningarinnar mun eflaust
auka eftirspurnina enn frekar og
ljóst er að þeir sem að sýningunni
standa munu ekki unna sér hvíldar
fyrr en einhvern tímann í sumar,
þegar leikhúsið fer í frí. Það er Unnur
Ösp Stefánsdóttir sem leikstýrir sýn-
ingunni, en með aðalhlutverk fara
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Helgi
Björnsson og Þórunn Arna Krist-
jánsdóttir. n
Brugðu á leik Guðmundur Stein-
grímsson og Dagur B. Eggertsson
létu fara vel um sig í sólstólum
skömmu fyrir sýninguna.
Glæsileg á hækjum Leikkonan Vigdís
Hrefna Pálsdóttir fótbrotnaði þegar hún féll
á æfingu á verkinu Hleyptu þeim rétta inn
í Þjóðleikhúsinu. Önnur leikkona þurfti að
taka við keflinu, enda stóð til að frum-
sýna verkið nokkrum dögum síðar. Vigdís
gerir hins vegar gott úr þessu og kíkir sjálf
í leikhús. Hér er hún í góðum félagsskap
Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra.
Flott fjölskylda
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir og
Kristján Arason mættu
með dóttur sína í leik-
húsið og leikhússtjórinn
Kristín Eysteinsdóttir
heilsaði upp á þau.
Flott hjón
Tónlistarmaðurinn
KK lét sig ekki
vanta og mætti
með eiginkonuna,
Þórunni Rannveigu
Þórarinsdóttur, upp
á arminn.
Flottar mæðgur Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir átti góða
endurkomu í leiklistina og sló í
gegn bæði í Ófærð og Rétti. Hún
bauð dóttur sinni með í leikhús.
Mæðgur Björk Eiðsdóttir, ritstjóri Man
magasín, og dóttir hennar Blær brostu
breitt til ljósmyndara.
Spenningur Andri Snær Magnason og
kona hans, Margrét Sjöfn Torp, voru spennt
fyrir söngleiknum.
Sætar mæðgur Rakel
Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV,
mætti með dóttur sína í leikhúsið.
Þær mæðgur voru að sjálfsögðu
léttar í lund fyrir sýningu.
Tilhlökkun Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og kona hans,
Svanhildur Blöndal, lyftu sér upp í leikhúsinu.