Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Síða 6
6 Fréttir Helgarblað 29. apríl–2. maí 2016
s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com
Ertu á leið í flug?
13.900 kr. fyrir 2 með morgunmat
Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á
flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu
Láttu fara
vel um þig
nóttina fyrir
eða eftir flug
og gistu hjá
okkurNý rúm frá RB
rúm
1. maí til 15. júní
Ríkisskattstjóri lét loka
Fasteignasölu Reykjavíkur
n Fasteignasalan innsigluð af lögreglu í tæpar tvær vikur n Eigendurnir íhuga skaðabótamál
L
ögreglan á höfuðborgar
svæðinu lokaði Fasteignasölu
Reykjavíkur í Skeifunni í síð
asta mánuði að beiðni Ríkis
skattstjóra. Þetta staðfestir
lögmaður fyrirtækisins en það var
innsiglað í tæpar tvær vikur. Ekki
fæst uppgefið hjá Ríkisskattstjóra
af hverju því var lokað og segir lög
maðurinn aðgerðirnar hafa beinst að
röngu fyrirtæki. Eigandi þess íhugi
skaðabótamál gegn Ríkisskattstjóra.
„Það var engin ástæða til að loka
Fasteignasölu Reykjavíkur og engar
skattaskuldir eða aðrar skuldir
sem réttlættu lokun hjá því fyrir
tæki. Þetta beindist gegn öðru fé
lagi, rekstraraðila RE/MAX Alpha,
sem var áður með rekstur í sama
húsnæði,“ segir Orri Sigurðsson, lög
maður Fasteignasölu Reykjavíkur.
Var opnuð í fyrra
Fasteignasalan RE/MAX Alpha var til
húsa í Skeifunni 17 þangað til Fast
eignasala Reykjavíkur var opnuð þar
í maí í fyrra. Fyrrnefnda fyrirtækið
er samkvæmt upplýsingum DV ekki
lengur í rekstri en Brynjólfur Smári
Þorkelsson, framkvæmdastjóri
Fasteignasölu Reykjavíkur, var um
tíma stjórnarmaður og prókúruhafi
einkahlutafélagsins Þín eign, áður
Fasteignin þín ehf., sem hélt utan
um rekstur RE/MAX Alpha.
Fasteignasala Reykjavíkur ehf.
er að sögn Orra Sigurðssonar í eigu
Davíðs Ólafssonar, löggilds fast
eignasala og starfsmanns fyrirtækis
ins. Þín eign er samkvæmt Fyrir
tækjaskrá Ríkisskattstjóra í eigu
Sylvíu Guðrúnar Walthersdóttur,
starfsmanns Fasteignasölu Reykja
víkur og eiginkonu Brynjólfs. Í um
fjöllun um opnun fyrirtækisins, sem
birtist í fasteignablaði Fréttablaðsins
18. maí 2015 undir fyrirsögninni
„Nýir tímar – gömul gildi“, sagði að
Brynjólfur og Sylvía væru eigendur
Fasteignasölu Reykjavíkur.
„Ég hef ítrekað óskað eftir rök
studdri ákvörðun frá Ríkisskatt
stjóra um af hverju þessi aðgerð var
framkvæmd, en ég geri ráð fyrir að
tengingin sé að þarna var RE/MAX
Alpha skráð til húsa. Fasteignasala
Reykjavíkur er því fórnarlambið í
þessum aðgerðum enda félagið ekki
með forræði á greiðslu skulda annars
skattaaðila,“ svarar Orri, aðspurður
hvernig hann rökstyðji ályktun sína
um að Ríkisskattstjóri hafi lokað
röngu fyrirtæki.
Lokað rétt fyrir páska
Að sögn Orra lokaði lögreglan Fast
eignasölu Reykjavíkur þann 23. mars
síðastliðinn eða rétt fyrir páska.
Fyrir tækið hafi verið opnað aftur
tæpum tveimur vikum síðar eða 9.
apríl. Sigurður Jensson, sviðsstjóri
eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra, segist
ekki geta svarað því hvort embættið
hafi farið fram á tímabundna lokun
fyrirtækisins og þá ekki hvers vegna
ráðist hefði verið í slíka aðgerð.
„Við getum ekki tjáð okkur um
einstök mál. Almennt séð er lög
reglan kölluð til þegar ekki er orðið
við ítrekuðum leiðbeinandi tilmæl
um og þá leitum við eftir atbeina lög
reglunnar til þess að stöðva rekstur
inn,“ segir Sigurður. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
„Fasteignasala
Reykjavíkur er því
fórnarlambið í þessum
aðgerðum enda félagið
ekki með forræði á
greiðslu skulda annars
skattaaðila.
Framkvæmdastjórinn
Brynjólfur Smári Þorkels-
son sagði í samtali við DV
óskiljan legt að fyrirtækinu
hafi verið lokað af lögreglu
að beiðni Ríkisskattstjóra.
Mynd SiGtryGGur Ari
PLUSMINUS OPTIC
Smáralind
www.plusminus. is
Sumar
kaupauki
Sólgler
með öllum gleraugum
Index 1,5*
Sjóngler