Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Qupperneq 40
Helgarblað 29. apríl–2. maí 201632 Fólk Viðtal J ón Þór var harðákveðinn í því frá unga aldri að verða húðflúr­ ari. „Ég man eftir tónlistarhá­ tíð í Kaplakrika árið 1989, þar sem ég gekk um á meðal rokk­ aranna og gjörsamlega missti kjálk­ ann í gólfið þegar ég stóð skyndilega frammi fyrir tveggja metra flúruð­ um mótorhjólamanni. Ég tók í hand­ legginn á honum og byrjaði að skoða flúrin, alveg dolfallinn.“ Nokkrum árum seinna steig hann í fyrsta sinn inn á húðflúrstofu Helga heitins tattú. „Það var bara eitthvað sem heltók mig, ég varð ein augu og fannst ég strax eiga heima þarna. Ég vissi að þetta vildi ég læra og byrjaði strax að suða í Helga um að kenna mér.“ Jón Þór var þolinmóður og Helgi tók hann inn sem lærling þegar hann varð 21 árs gamall. „Þetta hafð­ ist með þrjóskunni minni, held ég. Ég hékk mikið á stofunni og Helgi ætlaði alls ekkert að kenna mér til að byrja með. Á þessum árum var mik­ ilvægt að sýna að manni væri alvara.“ Sópaði gólf og flúraði fáa Nám Jóns Þórs hófst sem sagt fyrir tíma internetsins. „Þetta var allt öðru­ vísi en í dag. Það var heilmikið fyrir­ tæki að verða sér úti um vél. Mað­ ur þurfti að hafa réttu samböndin og geta sannað að maður væri í þessu fyrir alvöru. Eftir bréfaskrift­ ir og undirbúning fór ég svo sjálfur til Bandaríkjanna árið 1998 og keypti mér sett af græjum. Ég var ákveðinn í að sanna fyrir Helga að ég ætlaði að læra að flúra, með eða án hans hjálp­ ar.“ Móðir Jóns Þórs studdi hann frá upphafi varðandi val hans á námi, en pabbi hann hefði kosið aðra leið fyrir hann. „Pabbi vildi að ég lærði á tölv­ ur og eitthvað praktískt. Mér leiðast þannig tæki alveg svakalega svo það átti aldrei við mig.“ Jón Þór lærði listina af Helga í þrjú ár. Húðflúraranám er ekki staðl­ að eða í föstum skorðum og misjafnt hversu langan námstíma fólk þarf. „Við erum mismunandi lengi að til­ einka okkur tæknina og þróa list okk­ ar. Í dag sér maður flúrara sem hafa kannski verið að í tvö ár og eru mjög góðir. Helgi kenndi á gamla mátann. Ég byrjaði í þrifum og flúraði fáa aðra en sjálfan mig þessi þrjú fyrstu ár. Áherslan var lögð á gott handverk hjá þessum gömlu körlum í brans­ anum. Það var einfaldlega ætlast til þess að maður framkvæmdi það sem var lagt fyrir mann.“ Í framhaldinu flutti Jón Þór til Englands og fékk vinnu sem flúrari þar. „Ég var úti á árunum fyrir hrun, 2002–2007, pundið var hundrað­ kall og ég fékk ekki mikið fyrir laun­ in mín á Íslandi. Þegar ég kom svo heim hækkaði það í 200 kall. Það var skrítið að koma heim – einhver ónotatilfinning sem fylgdi því.“ Eft­ ir heimkomuna fór Jón Þór að flúra á stofunni Tattú og skart og í fram­ haldinu stofnaði hann sitt eigið stúdíó, Kingdom within, sem hann starfrækti á Skólavörðustígnum í sex ár, eða þar til hann fór á flakk um heiminn með bakpokann sinn. Fyrsta flúrið hans pabba 17 árum eftir að Jón Þór byrjaði að flúra fékk hann í fyrsta sinn að flúra pabba sinn. „Þetta var rétt áður en ég fór á flakkið. Pabbi vissi ekki hvenær ég myndi koma heim aftur. Mér þótti mjög vænt um að fá að flúra pabba. Hann fékk sér mynd af merinni sinni og tripp­ inu. Ljósmynd af þeim var fyrirmyndin, en hún var tekin í haga uppi í sveit fyr­ ir norðan.“ Hver flúrari á sín­ ar sterku hliðar. Jón Þór er bestur í hefðbund­ um, japönskum flúrum og munsturgerð. „Ég geri samt ýmislegt annað, eig­ inlega bara það sem lagt er fyrir mig, það sem kúnninn óskar eftir. Ákveðna hluti tek ég þó alls ekki að mér og hika ekki við að vísa á aðra flúrara. Ég fæ oft áskoranir sem reyna mikið á. Það sem stendur upp úr á ferlinum er líklega eitt verk. Það var ermi sem ég hannaði út frá verkum Erró. Ég not­ aði klippimyndir, aðallega úr pop­ art stílnum hans. Það tók langan tíma að finna út úr þessu og plana ermina. En útkoman var frábær.“ Hefur oft vísað fólki frá „Ég hef oft og mörgum sinnum sagt nei við óskum kúnna. Stundum sendi ég þá hreinlega annað, ef ég er ekki viss um að geta uppfyllt óskir þeirra. Það skiptir máli hvað maður setur á fólk og auðvit­ að vil ég alltaf að kúnninn sé ánægður. Svo eru það þeir sem koma með miður góðar hugmynd­ ir. Þá reyni ég eiginlega að útskýra hvers vegna hugmyndin virkar ekki – ef viðkomandi vill ekki hlusta verð ég hreinlega að vísa honum frá. Suma hluti geri ég alls ekki, þá yf­ irleitt af siðferðisástæðum. Til dæm­ Seldi allt og fann hamingjuna „Ég lét gamlan draum rætast þegar ég ákvað að pakka öllu saman og taka sénsinn. Ég hugsaði bara „fokkitt“, ef þetta virkar ekki er alltaf möguleiki að koma heim og byrja upp á nýtt.“ Þetta segir Jón Þór Ísberg um ástæður þess að hann ákvað að losa sig við flestar af veraldleg- um eigum sínum og leggja á flakk um heiminn með einn bakpoka, já og auðvitað tattúvélina sína. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Mér þótti mjög vænt um að fá að flúra pabba Fegurð í fjöllunum Buscalan-þorpið, þar sem húðflúrmeistarinn Apo Whang Od býr í 5 þúsund feta hæð. Margir íbúanna hafa aldrei yfirgefið þorpið sitt. Aðeins er vitað til þess að hin 97 ára gamla Apo hafi yfirgefið þorpið sitt einu sinni, var það vegna jarðarfarar. Pabbi á bekknum Honum þótti vænt um að fá að flúra karlinn eftir 17 ár í bransanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.