Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Side 54
Helgarblað 29. apríl–2. maí 2016 ljúffengur morgunmatur alla daga Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk. Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is Opið virka daga frá 07:30–18:00 og um helgar frá 09:30–18:00 gamla höfnin 46 Menning 1 VélmennaárásinÆvar Þór Benediktsson 2 IrénePierre Lemaitre 3 JárnblóðLiza Marklund 4 Taktu til í lífi þínuMarie Kondo 5 Frygð og fornar hetjur Óttar Guðmundsson 6 VonarstjarnaNora Roberts 7 Kryddjurtarækt fyrir byrjendur Auður Rafnsdóttir 8 Hælið Sankta PsykoJohan Theorin 9 Meira blóðJo Nesbø 10 Smásögur heimsins Norður-Ameríka Ýmsir höfundar Metsölulisti Eymundsson 20.–26. apríl 2016 Ævar Þór Benediktsson V iveca Sten hefur áunnið sér vinsældir íslenskra lesenda fyrir glæpasögur sínar sem hafa verið góð afþreying. Í nýrri bók, Í hita leiksins, hverfist atburða- rásin um unglinga og eiturlyfjavanda. Ungt fólk streymir til Sandham-eyju til að halda upp á Jónsmessu með tilheyrandi neyslu áfengis og vímu- efna og um morguninn finnst lík ungs manns. Líkt og fyrr er lögfræðingur- inn Nora Linde aðalpersóna bókar- innar og er nú komin í samband við Jónas sem á unglingsdóttur. Vinur Noru, rannsóknarlögreglumaðurinn Thomas, kemur einnig mjög við sögu. Atburðarásin er hæg, reyndar svo mjög að það er á kostnað spennu sem lítið fer fyrir í bókinni, fyrir utan lokametrana. Sten er mjög upptek- in af því böli sem fíkniefni valda í lífi unglinga og henni liggur hér meira á hjarta en í fyrri bókum. Hún leggur sig fram við að skyggnast inn í sálarlíf og hugsanir unglinga en afraksturinn er því miður ekki nægilega áhugaverð- ur. Hinn vel meinandi boðskapur er þarna og lesandinn skynjar hann en hætt er við því að hann verði ekki mjög snortinn því klisjurnar eru of margar og það sem þarna er sagt, til dæmis um viðhorf pilta til stúlkna, hefur verið sagt svo oft áður og mun betur en þarna er gert. Þarna er ein- faldlega flest eftir formúlunni og nær ekkert kemur á óvart. Í hita leiksins er fremur máttlaus glæpasaga og verst er að spennan, sem lesendur glæpasagna sækja í, er ekki þarna. Sten hefur í fyrri bókum tekist mun betur upp en hér. n Flest eftir formúlunni Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Í hita leiksins Höfundur: Viveca Sten Þýðing: Elín Guðmundsdóttir Útgefandi: Ugla DEilt uM uMhVErfis- áhrif listaVErks n Marco Evaristti litaði strokk bleikan með ávaxtalit n Málið fer fyrir dóm á fimmtudag fór fram í Héraðs- dómi Suðurlands fyrirtaka í máli síleska listamannsins Marco Evaristti, sem er sak- aður um að hafa brotið nátt- úruverndarlög með því að hella fimm lítrum af rauðum matarlit í goshver- inn Strokk í apríl í fyrra. Verjandi lista- mannsins lagði fram greinargerð, en ekki hefur verið ákveðið hvenær mál- flutningur fer fram. Neitaði að borga sekt Gjörningurinn, sem nefnist The Rauður Thermal Project, var hluti af listaverkaseríunni The Pink State en í henni hefur Evaristti litað ýmis náttúrufyrirbæri bleik með ávaxta- lit. Fyrsta verkið gerði hann árið 2004 þegar hann málaði grænlenskan ís- jaka bleikan, en síðan þá hefur hann litað sandöldur, foss, ský og hul- ið topp Mt. Blanc í Frakklandi með rauðu efni. „Bleika ríkið eignar sér svæði og um leið hverfur það frá því. Ríkið er tímabundið – það lifir aðeins jafn lengi og liturinn sjálfur,“ hefur Evaristti sagt um listaverkin. Íslendingar voru margir hverjir ósáttir með verkið, Evaristti var út- húðað á samfélagsmiðlum og lög- reglan á Suðurlandi sektaði hann um hundrað þúsund krónur fyrir gjörn- inginn. Listamaðurinn neitaði hins vegar að borga sektina og í viðtölum hélt hann því fram að sápa til hvers- dagsnota og almenn umgengni á Geysissvæðinu færi mun verr með umhverfið en þessi náttúrulegu litar- efni. Spjöll eða skaðlaust efni „Hann mætti ekki við þingfestingu málsins og því gekk útivistardóm- ur. Hann var sem sagt dæmdur til að greiða sekt af því að hann mætti ekki. Nú hefur hann fengið málið endur- upptekið og ætlar að grípa til varna,“ segir Konráð Jónsson, verjandi Evaristti, í samtali við DV. „Í ákærunni segir að þetta hafi haft þær afleiðingar að umhverfi hversins hafi verið raskað, þar sem hverinn hafi gosið rauðlituðu vatni sem sat eftir í pollum og einhverjir litablettir hafi orðið eftir,“ segir Konráð „Umbjóðandi minn telur hins vegar að þetta hafi ekki verið refsi- vert samkvæmt lögum. Í meginat- riðum byggir hann á því að það hafi ekki orðið spjöll í neinum skilningi því liturinn var farinn mjög skömmu síðar. Það voru send sýni til greiningar og það fannst eitthvað „minimalt“ í þeim. Svo liggur fyrir skýrsla um að nákvæmlega engin umhverfisáhrif séu af völdum þessa efnis, það eyðist mjög fljótt úr náttúrunni.“ n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Marco Evaristti n Fæddur í Síle árið 1963 n Búsettur í Danmörku. n Lærði arkitektúr hjá Henning Larsen í Det kongelige danske kunstakademi í Kaupmannahöfn. n Vakti fyrst athygli árið 2000 fyrir sýningu Helena í Trapholt-listasafninu í Kolding þar sem hann stillti upp blönd- urum með lifandi gullfiskum í og bauð áhorfendum að kveikja á tækjunum. Safnstjórinn var síðar kærður fyrir dýraníð en sýknaður. Sérstök vernd Eftirtaldar landslagsgerðir njóta sérstakr- ar verndar og skal forðast röskun þeirra eins og kostur er: n eldvörp, gervigígar og eldhraun, n stöðuvötn og tjarnir, 1.000 m2 að stærð eða stærri, n mýrar og flóar, 3 hektarar að stærð eða stærri, n fossar, hverir og aðrar heitar uppsprettur, svo og hrúður og hrúðurbreiður, 100 m2 að stærð eða stærri, n sjávarfitjar og leirur. Leita skal umsagnar Náttúruverndar ríkisins og náttúruverndarnefnda áður en veitt er framkvæmda- eða byggingarleyfi, sbr. 27. og 43. gr. skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997, til framkvæmda sem hafa í för með sér röskun landslagsgerða skv. 1. mgr. nema fyrir liggi aðalskipulag samþykkt eftir gildistöku laga þessara þar sem umsögn skv. 33. gr. liggur fyrir. 37. grein náttúruverndarlaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.