Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Qupperneq 8
Vikublað 10.–12. maí 20168 Fréttir
… komdu þá við hjá okkur
Ertu á leið í flug?
Hafnargötu 62, KEflavíK / pöntunarsími 421 4457
Hádegis-tilboð alla daga
eldbakaðar
eðal pizzur
sími 577 3333
www.castello.is
Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
Hrafn safnaði þremur
milljónum í 222 skákum
n Hrafn Jökulsson safnaði fyrir sýrlensk flóttabörn n Féll á tíma gegn Friðriki
H
rafn Jökulsson efndi til skák-
maraþons í Ráðhúsi Reykja-
víkur um helgina. Hann
sat að tafli í þrjátíu klukku-
stundir og tefldi á þeim
tíma 222 skákir. Hrafn er slunginn
skákmaður og vann flesta. Þó mætti
hann ofjörlum sínum og erfiðasta
skák helgarinnar var að sögn Hrafns
viðureignin við Friðrik Ólafsson
stórmeistara. Hann lýsir skákinni
svo: „Var skemmtilegasta skák helg-
arinnar og sú eina þar sem ég féll á
tíma. Þá var ég náttúrlega kominn
með tapaða stöðu, eftir ævintýra-
legar flækjur og fórnir á báða bóga.“
Kominn í þrjár milljónir
Áheit á Hrafn og framtakið skiluðu
sér í 2,2, milljónum króna. „Fram-
lög gesta og áskorenda og þeirra
sem lögðu inn á söfnunarreikning
Fatimusjóðs meðan á maraþoninu
stóð skila okkur upp í þrjár milljónir,“
sagði kampakátur Hrafn í samtali við
DV í gær, mánudag.
„Hver einasta króna fer í verkefni
UNICEF í þágu sýrlenskra barna, því
kostnaður við söfnunina og mara-
þonið var núll krónur og vaskur hóp-
ur gaf vinnu sína með mikilli gleði.“
Ekki er að fullu ljóst hver endan-
leg söfnunarfjárhæð verður og geta
einstaklingar og fyrirtæki enn styrkt
framtakið. „Nú síðast í morgun var
lögmannsstofan LOGOS að koma
með framlag
vegna maraþons-
ins, og söfnun-
in heldur áfram
hjá Fatimusjóði,“
sagði Hrafn í sam-
tali við DV.
Mátaði
forsetaefnið
Þegar DV bar að
garði á laugar-
dagsmorgun var
Hrafn í essinu
sínu, úthvíldur
og til í slaginn. Í
morgunmat tók
hann Þóri Guðmundsson, deildar-
stjóra Rauða kross Íslands. Næstur í
stólinn var forsetaframbjóðandinn
Guðni Th. Jóhannesson. Áður en
skákin hófst sagði Guðni Th. „Megi
sá besti vinna, í þessu eins og öðru.“
Hann reyndist ekki mikil fyrirstaða
fyrir Hrafn Jökulsson sem mátaði
hann frekar örugglega. Aðrar skákir
sem Guðni Th. teflir þessa dagana
eru flóknari og meiri tími í boði.
„Ég er meira en sáttur. Ég er
himinlifandi yfir frábærum undir-
tektum og stuðningi við góðan mál-
stað. Og fyrst og fremst þakklátur
öllum þeim sem lögðu lið, komu og
tefldu eða fylgdust með, og hvöttu
okkur áfram,“ sagði Hrafn í samtali
við DV að afloknu maraþoninu. n
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
Flaug hátt Hrafninn flaug hátt á skák-
borðinu í nafni góðs málstaðar.
Skyndihjálp Hrafn brosti ávallt á meðan
hann miskunnarlaust slátraði andstæðing-
um sínum. Þórir Guðmundsson fékk ekki
skyndihjálp og gafst á endanum upp.
Ójafn leikur Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins til margra ára, mátaði forsetaefnið Guðna
Th. Jóhannesson. Þeir skildu sáttir.
„Hver einasta
króna fer í
verkefni UNICEF í þágu
sýrlenskra barna.