Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Blaðsíða 11
Vikublað 10.–12. maí 2016 Fréttir 11
PLUSMINUS OPTIC
Smáralind
www.plusminus. is
Sumar
kaupauki
Sólgler
með öllum gleraugum
Index 1,5*
Sjóngler
Náttúrulegar
hágæða
gæludýravörur
Aldrei tApAð kosningum
n Eru enn kosningagaldrar í gömlum skóm Davíðs? n Umdeildur, farsæll og vill nú forsetann
2004 Veikindi
Davíð Oddsson greinist
með krabbamein í
nýrum og hálsi en hafði
sigur í þeirri baráttu.
2004 Hrókering
Í stjórnarmyndunarvið
ræðunum í kjölfar kosning
anna 2003 varð samkomu
lag milli Davíðs og Halldórs
að sá síðarnefndi tæki við
forsætisráðherraemb
ættinu eftir eitt og hálft ár.
Höfðu formenn stjórnar
flokkanna því sætaskipti
og Davíð varð utanríkis
ráðherra um haustið.
2016 Forsetaframboð
Sunnudaginn 8. maí síðastliðinn
tilkynnti Davíð að hann hygðist gefa
kost á sér til forseta Íslands eftir sjö ár
á ritstjórastól Morgunblaðsins. Enn á
eftir að koma í ljós hvernig sú ákvörðun
mælist fyrir hjá þjóðinni og verður því
fróðlegt að sjá fyrstu skoðanakönnun
eftir tilkynninguna.
2004 Átök við Ólaf
Vorið 2004 lagði Davíð fram fjöl
miðlafrumvarpið umdeilda sem margir
sáu sem hluta af baráttu forsætisráð
herrans gegn sívaxandi umsvifum og
völdum Baugsfeðganna. Frumvarpinu
var ætlað að setja hömlur á eignarhald
stórfyrirtækja á fjölmiðlum og sam
þjöppun eignarhalds. Frumvarpið var
samþykkt með breytingum sumarið
2004 en steig þá fram Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, og synjaði því
staðfestingar og varð fyrsti forsetinn til
að gera það og vísa til þjóðaratkvæða
greiðslu. Davíð var foxillur út í forsetann
og var frumvarpið dregið til baka áður til
þjóðaratkvæðagreiðslu kom.
2009 Ritstjórinn Davíð
Margir ráku upp stór augu þegar tilkynnt var í lok september 2009, tæpu ári
eftir hrunið, að Davíð hefði verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins ásamt Haraldi
Johannessen sem hafði verið ritstjóri Viðskiptablaðsins. DV greindi frá því að
Morgunblaðið hefði tapað ríflega tíu þúsund áskrifendum við ráðningu Davíðs.
2008 Hrunið og
þáttur Davíðs
Seta Davíðs í Seðlabankanum varð
síður en svo þægilegur reiðtúr út í
sólarlagið á hinum opinbera vett
vangi. Verulega hitnaði undir Davíð
í efnahagshruninu 2008, þar sem
umdeildar ákvarðanir og tæknilegt
gjaldþrot Seðlabankans skrifuðust
að stórum hluta á hans reikning
sem og hrunið sjálft. Tímaritið Time
setti Davíð á lista yfir 25 einstak
linga á alþjóðavísu sem báru mesta
ábyrgð á efnahagshruninu.
2009 Borinn út úr
Seðlabankanum
Eftir fall hrunstjórnar
innar í ársbyrjun 2009
var Davíð settur af sem
aðalbankastjóri auk þeirra
Eiríks Guðnasonar og
Ingimundar Friðrikssonar, og
Norðmaðurinn Svein Harald
Öygard ráðinn tímabundið
seðlabankastjóri. Á lands
fundi Sjálfstæðisflokksins
í lok mars 2009 líkti Davíð
brotthvarfi sínu úr Seðla
bankanum við krossfestingu
Jesú Krists. Lýsti hann í
mikilli eldræðu sinni aðför
vinstristjórnarinnar að sér
sem „lágkúrulegri aðgerð“
sem drifin hefði verið áfram
af „hefndaræði.“
2005 Í Seðlabankann
Davíð tilkynnir í september að hann
ætli að stíga til hliðar úr stjórnmál
um eftir sextán ára valdasetu og
taka við stöðu aðalbankastjóra
Seðlabankans. Halldór Ásgrímsson
skipaði hann í stöðuna.
Á
lver Norðuráls á Grundar-
tanga var rekið með 45,8 millj-
óna dala hagnaði, jafnvirði
5,6 milljarða króna, í fyrra.
Hagnaður fyrirtækisins var tæplega
helmingi lægri en árið 2014 þegar
hann nam 82,7 milljónum dala.
Samkvæmt nýbirtum ársreikn-
ingi Norðuráls Grundartanga ehf.
námu tekjur fyrirtækisins 581 millj-
ón dala, rúmum 72 milljörðum
króna, í fyrra og drógust saman um
16 milljónir dala milli ára. Rekstr-
arkostnaður nam 476 milljónum
dala samanborið við 430 árið 2014.
Eignir fyrirtækisins voru í árslok
2015 metnar á 683 milljónir dala
en eigið fé þess var þá jákvætt um
rétt tæpar 400 milljónir dala. Um
567 manns störfuðu þá hjá álverinu
samanborið við 549 í lok 2014. n
Norðurál hagnast um 5,6 milljarða
Afkoma álversins á Grundartanga helmingi lakari
Grundartangi Tekjur álvers Norðuráls námu jafnvirði 72 milljarða króna í fyrra. Mynd SkeSSuhorn