Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Síða 22
Vikublað 10.–12. maí 201614 Menning Á íslenskum umræðuvett- vangi og víðar fer nú fram hugmyndafræðileg deila um réttmæti þess að nota skatta- skjól. Er boðlegt að stjórn- málamenn og auðmenn eigi fyrir- tæki á slíkum stöðum? Þó fæstir skilji nákvæmlega þær bókhaldsaðgerð- ir sem fara fram í skúffufyrirtækjum og á aflandseyjum er hugtakið skattaskjól hálfgert blótsyrði í huga flestra. Reiðin blossar upp hjá stór- um hluta almenn- ings þegar valdaaðili reynist vera tengd- ur skattaskjóli, enda virðist það gefa til kynna að skatti sé skotið undan. Hátt settir stjórn- málamenn og auð- menn reyna á sama tíma að neita slíkum tengingum. Þeir leggja sig alla fram við að endurskilgreina orðið og breyta hugrenningatengslunum sem það kveikir á sama tíma og þeir sannfæra fólk um að viðskipti í skattaskjólum séu hvorki skaðleg né siðferðilega vafasöm (þó að þeir hafi sjálfir náttúrlega ekki stundað þau … eða allavega ekki brotið nein lög með því). Þeir þurfa nauðsynlega að snúa umræðunni sér í hag – ef þeim tekst ekki að sannfæra almenning um að skattaskjól séu í raun eðlileg og meinlaus mun fjöldinn bregðast við á róttækan hátt, hvort sem það er í kjörklefanum, á Austurvelli, eða í bakgörðum ráðamanna. Það er mikilvægt fyrir okkur al- menning að reyna að skilja, ekki bara hvað það var sem einstakir, íslensk- ir ráðamenn eða auðmenn gerðu – löglegt eða ólöglegt, siðlegt eða sið- laust – heldur yfirhöfuð hvað á sér stað í þeim hluta fjármálaheimsins sem kallaður hefur verið aflönd (e. off-shore) og skattaskjól. Ein meginkenningin í bókinni Treasure Islands: Tax havens and the men who stole the world eftir blaða- manninn Nicholas Shaxon, er að þessi fyrirbæri séu farin að leika svo miðlægt hlutverk í hnattvæddu við- skiptalífi að ómögulegt sé að skilja það, og raunar samfélög heims í dag, án þess að sökkva sér ofan í þennan dulda og staðlausa heim peninganna. Innsýn í hulinn heim skatta- skjóla Treasure Islands, sem kom fyrst út árið 2011 en hef- ur nú verið endur- útgefin með nýjum inngangi, er áhuga- verð en ógnvænleg lesning. Bókin er „non- fiction“ (enn vantar gott íslenskt orð yfir þetta bókmenntaform sem nýt- ur ört vaxandi vinsælda) og ætlað að útskýra fyrir almennum lesendum starfsemi skattaskjóla og mikilvægi þeirra í viðskiptalífi samtímans. Höfundurinn, sem er bresk- malavískur blaðamaður og hefur skrifað reglulega fyrir Financial Times og The Economist, rekur sögu skattaskjóla og aflandsvæðingar á 20. öldinni. Hann kryddar frásögn- ina og röksemdir sínar með sögum og viðtölum við persónur og leik- endur sem gefa innsýn í lífið og starf- semina á slíkum stöðum. Bókin er uppfull af áhugaverðum frásögnum og staðreyndum, en þar sem Shaxson er hvorki fræðimaður né skoðanalaus rannsakandi (hann er andstæðingur skattaskjóla, það er ljóst frá fyrsta kafla) og leggur sig fram við að skapa spennu og áhrif, verða ályktanirnar eða röksemdirn- ar ekki alltaf sérstaklega fágaðar eða „núanseraðar“ – og á köflum allt að því samsæriskenningalegar. Þetta mun eflaust fara í taugarnar á ein- hverjum en margir kostir bókarinnar vega þó upp á móti þessu. Þrjú net skattaskjóla Skattaskjól er loðið og jafnvel órætt hugtak, en Shaxson skilgreinir það sem „stað sem reynir að laða til sín viðskipti með því að bjóða upp á pólitískt stöðugar aðstæður til að að- stoða fólk eða fyrirtæki til að komast hjá reglum, lögum og reglugerðum í öðrum lögsagnarumdæmum.“ Samkvæmt þessu er skattaskjól nánast misnefni, enda snúast þau ekki aðeins um undanskot frá skött- um heldur einnig, og í mörgum til- vikum fyrst og fremst, um öflugan leyndarhjúp – og í skjóli hans er hægt að svindla, blekkja, blása ryki í augu og aftengja nafn sitt ýmiss konar starfsemi og fjárfestingum. Þeim stöðum sem uppfylla þessi skilyrði skiptir hann svo í megin- atriðum upp í þrjá hópa, sem eiga sér ólíka sögu og mismunandi eigin- leika. Í fyrsta lagi rík evrópsk lönd á borð við Sviss, Lúxemborg, Hol- land og Liechtenstein, í öðru lagi er það svokallaður „ kóngulóarvefur“ breskra áhrifa sem liggur út frá hinu hálfsjálfstæða bankaríki City of London. Þessu vefur flækist um heiminn í nokkrum lögum: bresku Ermarsundseyjarnar eru næstar London, Jómfrúaeyjarnar fjær en svipað tengdar breskum stjórnvöld- um og svo eru ýmis sjálfstæð og laus- lega tengd smáríki um allan heim. Þriðji hópurinn er svo lönd og ríki sem eru hluti af eða tengdari Banda- ríkjunum, Delaware innan sjálfra Bandaríkjanna, og svo lönd á borð við Marshall-eyjar og Panama utan þeirra. Breski kóngulóarvefurinn Bretland er helsti gerandinn í sögunni. Shaxson byrjar á því að rekja söguna frá því þegar tekjuskatt- ar voru fyrst lagðir á fyrirtæki í kring- um fyrri heimsstyrjöld og breskar fyrirtækjasamsteypur fóru undir eins og að færa hagnaðinn á milli landa, fyrst (skiljanlega) til að sleppa við tvísköttun en fljótlega til að lágmarka eða komast undan skattheimtu yfir- höfuð. Í grunninn virðast brellurnar sem voru fundnar upp á fyrri hluta 20. aldar vera þær sömu og alþjóð- legar fyrirtækjasamsteypur nota enn í dag: ágóði er færður í bókhaldinu til undirfyrirtækis í landi þar sem tekju- skattur er lágur en kostnaður færður til þess lands þar sem hann er hár. Auðvitað sáu ýmis ríki fljótt tækifæri í þessu og hófu að laða til sín stór- fyrirtæki með því bjóða betri kjör. Á sama tíma og heimsveldi Bret- lands fór endanlega að liðast í sundur um miðja öldina tryggðu stjórnvöld þar – með hið hálfsjálfráða fjármála- ríki City of London og hinn óstýriláta Bank of England í broddi fylkingar – áframhaldandi yfirráð Bretlands yfir nokkrum fámennum útnárum. Á þessum stöðum hefur verið komið á skattkerfi og lagaramma sem hent- ar til að veiða inn fjármagn úr ná- grenninu, jafnt frá fyrir tækjum sem vilja losna við skatt í eigin heimalandi sem glæpamönnum sem þurfa að gefa illa fengnum peningum virðu- lega framhlið. Fjármagnið rennur svo í gegnum vefinn og inn í gin kóngu- lóarinnar London, en þó með hæfi- legri fjarlægð til að þarlend stjórnvöld eða bankar geti firrt sig ábyrgð. Ný heimsvaldastefna Shaxson sýnir hvernig mörg þessara smáríkja, Cayman jafnt sem Jersey, geta vart talist sjálfstæð enda hafi ýmist gamla heimsveldið eða fjár- málafyrirtæki tögl og hagldir í stjórnkerfinu. Hann lýsir þeim að mörgu leyti eins og hernumdum ríkjum með gervilýðræði. Fjármálafyrirtæki eru þannig nánast með stjórn ríkja á borð við Delaware í Bandaríkjunum í vasan- um – uppástungur lobbýista renna yfirleitt athugasemdalaust í gegnum löggjafarþingið. „Aflandsheimurinn snýst ekki bara um nokkur sjálfstæð ríki sem hafa ákveðið að nota sjálfsá- kvörðunarrétt sinn til að koma á lög- um og skattakerfi sem hentar þeim. Hann er í raun áhrifanet ríkisstjórna nokkurra valdamestu ríkja heims, aðallega Bretlands og Bandaríkj- anna. Þessi net eru svo samtvinnuð á djúpstæðan hátt,“ skrifar hann. Hann bendir á að ágóði landanna sem gerast skattaskjól sé svo í raun ekki mikill, miðað við að mörg (ef ekki öll) stærstu fyrirtæki heims séu þar staðsett. Þessi eini iðnaður taki yfir allt líf á eyjunni, veikt stjórnkerf- ið sé tekið yfir og grafið undan sam- félagi borgaranna á staðnum. Ein meginkenning bókarinnar er að þó að öll samfélög glati skatt- tekjum og tapi stórkostlega á þessu kerfi, séu það fátækustu ríki heims sem tapi langsamlega mestu. Þau eigi oft á tíðum erfitt með bregð- ast jafn hratt og vel við nýjum gloppum í skattakerfinu og fjár- magn frá vellauðugum elítum lekur óhindrað út. Ef tækist að koma í veg fyrir skattaundanskot þaðan myndi sá peningur vera margfaldur á við þróunaraðstoðina sem er veitt. Shaxson vísar þannig í rannsókn frá 2009 segir að 10 dollarar hverfi úr landi í gegnum skattaskjól fyrir hvern dollara sem kemur inn með þróunaraðstoð. Þannig sé skatta- skjólskerfið dulin endurnýjun á heimsvaldastefnunni. Shaxson gagnrýnir fyrst og fremst Bretland og Bandaríkin sem eru Þetta snýst ekki bara um Sigmund Skattaskjól og leyndarhyggja eru umfjöllunarefni Treasure Islands eftir Nicholas Shaxson Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Bækur Treasure Islands: Tax havens and the men who stole the world Höfundur: Nicholas Shaxson Útgefandi: Random House 352 bls. „Myndin sem Shaxson teiknar upp af heiminum er svo ógnvænleg að það virkar hálf hjákátlegt þegar hann stingur upp á nokkrum einföldum lausnum til að vinna gegn þróuninni í lok bókarinnar. Stáltech ehf. - tunguhálSi 10, Reykjavík - S: 5172322 CNC renniverkstæði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.