Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Qupperneq 24
Vikublað 10.–12. maí 201616 Sport Djarft val lars og Heimis G unnleifur Gunnleifsson, Sölvi Geir Ottesen, Rúrik Gíslason og Viðar Örn Kjartansson eru á meðal þeirra leikmanna sem bíta í það súra epli að komast ekki í 23 manna hópinn sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgríms- son hafa valið til að fara fyrir Íslands hönd á fyrsta stórmót íslenska karla- landsliðsins í fótbolta. Sjö leikmenn, með færri en tíu landsleiki á bakinu, fara hins vegar með – þar af fjórir lítt reyndir varnarmenn. Ungir leikmenn á kostnað eldri Lars og Heimir tilkynntu EM-hóp- inn með pomp og prakt að viðstöddu fjölmenni í höfuðstöðvum KSÍ í gær, mánudag. Af viðbrögðum úr sal mátti dæma að valið kom blaðamönnum nokkuð á óvart. Þar áttu líklega fæst- ir von á því að fjórir af átta völdum varnarmönnum hefðu spilað á bilinu tvo til sex landsleiki. Á sama tíma voru leikmenn eins og Sölvi Geir Ottesen, sem býr að þremur tugum a-lands- leikja, og hefur oftast verið í hópn- um í keppnisleikjum á undanförnum misserum, skilinn eftir heima. Þá var markvörðurinn Ingvar Jóns- son valinn í hópinn, líklega á kostnað reynsluboltans Gunnleifs Gunnleifs- sonar. Það má því segja að hópurinn sé yngri en látið var að liggja í fjölmiðl- um. Það er því auðvelt að leggja það mat á valið að það hafi verið djarft. Í svörum landsliðsþjálfaranna við spurningum fjölmiðlamanna kom fram að umræddir 23 leikmenn væru valdir vegna hæfileika sinna og getu, en að þjálfararnir hefðu ekki horft til þátta á borð við vinskapar eða reynslu. Þannig gáfu þeir lítið fyrir þá staðreynd að Rúrik Gíslason , sem ekki er í hópnum, er vinur og hef- ur verið herbergisfélagi Arons Einars Gunnarssonar í landsliðsferðum. Geta leikmanna hefði vegið þyngra í vali þeirra en félagslegir þættir. Eiður Smári eða Viðar Örn Kliður fór um salinn þegar síð- asta sætið var kynnt – í hádramat- ísku myndbandi Dags Sveins Dag- bjartssonar, starfsmanns KSÍ. Á þeim tímapunkti var ljóst að nokkr- ir reynslumiklir leikmenn yrðu skild- ir eftir heima. Valið virtist standa á milli Eiðs Smára og Viðars Arn- ar, enda var um framherjastöðu að Baldur Guðmundsson baldur@dv.is n Geta leikmanna vó þyngra en reynsla og félagslegir þættir n Myndbandið sló í gegn á fundinum n Margir ungir leikmenn fara til Frakklands„Hann hefur sýnt að hann er líklega sá leikmaður í hópnum sem fer best með boltann Ari Freyr Skúlason Fæddur: 1987 Landsleikir/mörk: 37/0 Félag: OB Emil Hallfreðsson Fæddur: 1984 Landsleikir/mörk: 52/1 Félag: Udinese Theódór Elmar Bjarnason Fæddur: 1987 Landsleikir/mörk: 25/0 Félag: AGF Haukur Heiðar Hauksson Fæddur: 1991 Landsleikir/mörk: 6/0 Félag: AIK Rúnar Már Sigurjónsson Fæddur: 1990 Landsleikir/mörk: 9/1 Félag: Sundsvall Hörður Björgvin Magnússon Fæddur: 1993 Landsleikir/mörk: 3/0 Félag: Cesena Jón Daði Böðvarsson Fæddur: 1992 Landsleikir/mörk: 20/1 Félag: Kaiserslautern Ragnar Sigurðsson Fæddur: 1986 Landsleikir/mörk: 51/1 Félag: Krasnodar Eiður Smári Guðjohnsen Fæddur: 1978 Landsleikir/mörk: 84/25 Félag: Molde Aron Einar Gunnarsson Fæddur: 1989 Landsleikir/mörk: 57/2 Félag: Cardiff City Gylfi Þór Sigurðsson Fæddur: 1989 Landsleikir/mörk: 37/12 Félag: Swansea Þjálfarar með höfuðverk Heimir Hallgrímsson sagði að afar erfitt hafi verið að velja hópinn, enda margir kallaðir til. Sex leikmenn eygja enn von um að komast að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.