Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Side 25
Vikublað 10.–12. maí 2016 Sport 17
Djarft val lars og Heimis
ræða. Eiður Smári birtist á skjánum
og ljóst var að Viðar Örn – sem skor
aði öll þrjú mörkin fyrir Malmö um
helgina – yrði skilinn eftir heima.
„Ég hef fylgst með mörgum
blaðamannafundum þar sem hópur
er kynntur en hef ekki séð neitt sem
jafnast á við þetta,“ sagði blaðamað
urinn Steve Crossman í viðtali við
fotbolti.net þegar hópurinn lá fyr
ir og myndbandið hafði verið leikið
fyrir viðstadda.
Heimir fór á blaðamannafundin
um yfir stöðu þeirra leikmanna sem
glímt hafa við meiðsli. Kolbeinn Sig
þórsson hefur fundið til í hnénu að
undanförnu og er þessa dagana í
meðhöndlun hjá læknateymi lands
liðsins. Aron Einar Gunnarsson er á
batavegi eftir að hafa meiðst á ökkla,
en hann þarf líklega að fara í aðgerð
eftir EM. Þá hefur Gylfi Þór Sigurðs
son kennt sér meins í öxl en það mun
vera smávægilegt. Hann getur nú
hvílt þar til hópurinn kemur saman
til æfinga þann 23. maí.
Ekki hræddur við að
velja unga leikmenn
„Það er góð tilfinning að hafa klárað
að setja saman hópinn,“ sagði Lars
Lagerbäck í viðtali eftir fundinn.
Taka má fram að sex leikmenn verða
í startholunum en landsliðsþjálfar
arnir geta gert breytingar út maí
mánuð. Á hliðarlínunni bíða Gunn
leifur Gunnleifsson, Hallgrímur
Jónasson, Hólmar Örn Eyjólfsson,
Ólafur Ingi Skúlason, Rúrik Gíslason
og Viðar Örn Kjartansson.
Spurður um valið á reynsluminni
leikmönnum hópsins sagði Lars að
þetta væru leikmenn sem hefðu stað
ið sig vel á keppnistímabilinu, hvort
tveggja með sínum félagsliðum og í
þeim landsliðsverkefnum sem þeir
tóku þátt í. „Sverrir [Ingi Ingason],
til dæmis, hefur staðið sig afar vel
í Belgíu og sýndi góðan leik í vin
áttuleikjunum. Hann sýndi að hann
ætti heima í liðinu.“ Þá sagði hann að
Hjörtur Hermannsson væri líklega
sá varnarmaður í hópnum sem væri
bestur í að senda boltann – þrátt fyrir
ungan aldur. „Maður á ekki að vera
hræddur við að velja unga menn með
hæfileika,“ sagði hann í viðtalinu.
Rúnar Sigurjónsson er ef til vill
eitthvert óvæntasta nafnið í hópn
um – þó að hann hafi staðið sig vel
með landsliðinu. Lars segir að Rún
ar búi yfir sérstökum hæfileikum;
geti sem miðjumaður skorað mörk
og sé afar góður sendingamaður.
Hann hafi einnig nýtt tækifæri sín
með landsliðinu vel. Hann sagði að
spurður að Rúrik Gíslason hafi verið
mjög nálægt því að komast í hópinn,
en Rúrik er að komast á fulla ferð eft
ir meiðsli.
Bestur með boltann
Spurður um Eið Smára Guðjohnsen
svaraði Lars því til að hann hefði
augljóslega bætt sig mikið frá því
hann lék í Kína. „Hann hefur sýnt að
hann er líklega sá leikmaður í hópn
um sem fer best með boltann. Hann
getur enn gert frábæra hluti og hann
skilur leikinn vel.“ Hann sagði að
það væri líka áhugavert að fara inn í
mótið með fjóra ólíka framherja; en
þeir Alfreð og Eiður Smári eru mjög
ólíkir Kolbeini og Jóni Daða.
Alfreð Finnbogason hefur ver
ið sjóðheitur hjá liði sínu Augsburg
í þýska boltanum eftir áramót. Lars
viðurkenndi í viðtali eftir fundinn að
Alfreð liti frábærlega út og að hann
gerði þeim erfitt fyrir að velja byrj
unarliðið, þegar þar að kæmi. Það
væru hins vegar góðar fréttir. Leik
mennirnir hér að ofan eru þeir 23
sem verða fulltrúar Íslands á stærsta
sviði knattspyrnunnar – þangað
sem liðið er komið í fyrsta sinn. Þeir
munu bera kyndil Íslands á sínu
fyrsta stórmóti í knattspyrnu. n
n Geta leikmanna vó þyngra en reynsla og félagslegir þættir n Myndbandið sló í gegn á fundinum n Margir ungir leikmenn fara til Frakklands„Maður á
ekki að vera
hræddur við að
velja unga menn
með hæfileika
Ingvar
Jónsson
Fæddur: 1989
Landsleikir/mörk: 4/0
Félag: Sandefjörd
Hjörtur Her-
mannsson
Fæddur: 1995
Landsleikir/mörk: 2/0
Félag: Gautaborg
Arnór Ingvi
Traustason
Fæddur: 1993
Landsleikir/mörk: 6/3
Félag: Norrköping
Sverrir Ingi
Ingason
Fæddur: 1993
Landsleikir/mörk: 4/1
Félag: Lokeren
Ögmundur
Kristinsson
Fæddur: 1989
Landsleikir/mörk: 10/0
Félag: Hammarby
Kári
Árnason
Fæddur: 1982
Landsleikir/mörk: 47/2
Félag: Malmö
Kolbeinn
Sigþórsson
Fæddur: 1990
Landsleikir/mörk: 38/19
Félag: Nantes
Hannes Þór
Halldórsson
Fæddur: 1984
Landsleikir/mörk: 32/0
Félag: Bodö/Glimt
Birkir
Bjarnason
Fæddur: 1988
Landsleikir/mörk: 46/6
Félag: Basel
Alfreð
Finnbogason
Fæddur: 1989
Landsleikir/mörk: 31/7
Félag: Augsburg
Jóhann Berg
Guðmundsson
Fæddur: 1990
Landsleikir/mörk: 45/5
Félag: Charlton
Birkir Már
Sævarsson
Fæddur: 1984
Landsleikir/mörk: 56/0
Félag: Hammarby
m
y
n
d
ir
k
sí