Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2016, Síða 30
Vikublað 10.–12. maí 201622 Fólk Vinnum fyrir öll tryggingafélög Skútuvogi 12h, Reykjavík S: 568-9620 - bilaretting.is Útvegum bifreið meðan á viðgerð stendur 5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0 Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21 F arandviðburðurinn Party like a Gatsby var haldinn í Gamla bíói á laugardagskvöldið. Partíið hefur verið sett upp víðs vegar um Evrópu og er í anda tísku og tónlistar þriðja ára- tugar síðustu aldar. Bíómyndin, The Great Gatsby, með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki, byggir á samnefndri skáldsögu frá 1925 eftir F. Scott Fitzgerald. Sagan fjallar um partíljónið Jay Gatsby ástir, örlög og að sjálf- sögðu eftirminnilegar veislur hans. Mikið var um dýrðir í glæsilegum salarkynn- um Gamla bíós, en gestir mættu í sínu fínasta pússi – allt í anda þriðja áratugarins. „Þetta var skemmtileg upplifun,“ segir Svanhvít Thea Árnadóttir, sem var á staðnum. „Það var farið alla leið með þetta. Starfsfólk í búningum og öll umgjörð góð.“ Ljósmyndari DV leit líka við og náði þessum myndum af hressum og glæsilegum gestum. n ragga@dv.is Gatsby og glamúr í Gamla bíói Ennisbönd, fjaðrir, pallíettur og vatnsgreiddir herrar Þ að er eins og gerst hafi í gær … en það eru liðin 25 ár frá því að Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson stóðu á sviði í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva og fluttu Draum um Nínu. Keppnin var það árið haldin á Ítalíu, enda hafði enginn annar en ítalski hjartaknúsarinn Toto Cutugno hreppt hnossið árið áður með laginu Insieme 1992. Grjótharðir aðdáendur keppninnar muna kannski eftir laginu, en aðrir ekki. Lagið var mikill ástaróður til sameinaðrar Evrópu, en Nína er eins og allir vita ástarjátning Eyfa og Stebba til Nínu, konunnar sem birtist þeim í draumi. Haldið var upp á aldarfjórðungs- afmæli Nínu í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið, en þar stigu Stebbi og Eyfi á svið og fluttu dagskrá til heiðurs draumakonunni. n ragga@dv.is Nína 25 ára Afmælistónleikar í Salnum Umgjörð við hæfi Gamla bíó var sannar- lega viðeigandi staður fyrir veisluna, en það var byggt árið 1926. Flottar með fjaðrir Tvær glæsilegar vinkonur á ballinu. Flottar Hárbönd, perlufestar og fjaðrir ein- kenndu glysklæði kvenna á Gatsby-tímanum. Heiða Rún og félagar í Poldark verðlaunuð Bresku sjónvarpsþættirnir Poldark hafa slegið í gegn víða um heim. Eitt aðalhlutverkanna er í höndum íslensku leikkon- unnar Heiðu Rúnar Sigurðar- dóttur, en listamannsnafn hennar í bransanum er Heida Reed. Um helgina voru Bafta-sjón- varpsverðlaunin veitt við hátíð- lega athöfn í Royal Festival Hall í London. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1955, en líkja má þeim við Emmy-verðlaunin bandarísku sem rekja má aftur til ársins 1949. Heiða Rún og félagar hlutu að þessu sinni áhorfendaverðlaun, Radio Times Audience Award, en aðdáendur voru margir hverjir móðgaðir yfir því að serían skyldi ekki einu sinni fá tilnefningu sem besta dramað. Leikarar og að- standendur þáttanna voru þó kát í þakkarræðum og viðtölum í kjölfarið. Kátir félagar Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson. Á sviði Félagarnir á sviði í Salnum. Kampavín í glösum Heima hjá Jay Gatsby flæddi kampavínið … líka í Gamla bíói.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.