Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Side 4
Helgarblað 10.–13. júní 20164 Fréttir
B
jarni Benediktsson, fjár-
mála- og efnahagsráðherra,
skipaði í lok apríl fimm
manna starfshóp sem var
falið það hlutverk að yfirfara
lög um fjármálafyrirtæki með það að
markmiði að draga úr kerfisáhættu
vegna starfsemi alhliða banka (e.
universal banking) og kerfislega
mikilvægra fjármálastofnana. Starfs-
hópnum er meðal annars ætlað að
skoða möguleika á lagabreytingum í
því skyni að tryggja dreift eignarhald
á bönkum þannig að unnt sé að setja
ríkari kvaðir á þá fjárfesta sem fara
með stærri eignarhlut.
Þá á hópurinn einnig að kanna
hvort tilefni sé til þess að setja frekari
lagaskyldur um aðskilnað starfssviða
í alhliða bönkum en stóru viðskipta-
bankarnir þrír á Íslandi – Landsbank-
inn, Arion banki og Íslandsbanki
– byggja allir starfsemi sína á slíku
viðskiptamódeli. Fram kemur í skip-
unarbréfi starfshópsins, sem DV hefur
undir höndum, að hann eigi að skila
tillögum sínum í formi lagafrumvarps
eigi síðar en 1. september á þessu ári.
Starfshópurinn er skipaður Leifi
Arnkeli Skarphéðinssyni, sérfræðingi
á skrifstofu efnahagsmála og fjármála-
markaðar hjá fjármálaráðuneytinu og
jafnframt formanni hópsins, Sigríði
Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra
fjármálastöðug leikasviðs Seðlabanka
Íslands, Sigríði Logadóttur, aðal-
lögfræðingi Seðlabankans, Jóni Þór
Sturlusyni, aðstoðarforstjóra Fjár-
málaeftirlitsins, og Björk Sigurgísla-
dóttur, lögfræðingi hjá FME. Var
starfshópurinn formlega skipaður
þann 27. apríl síðastliðinn.
Hliðsjón af íslenskum aðstæðum
Í kjölfar alþjóðlegu fjármálakrepp-
unnar árið 2008 var ráðist í heildar-
endurskoðun á lögum og reglu-
gerðarverki um starfsemi banka.
Þrátt fyrir að ýmsir hafi talað fyrir
fullum aðskilnaði milli starfsemi
fjárfestingabanka og viðskiptabanka
til að koma í veg fyrir sambærilegt
áfall á fjármálamörkuðum þá hafa
stjórnvöld beggja vegna Atlantsála
fremur kosið að fara þá leið að tak-
marka áhættumeiri starfsemi banka
eða krefjast aðskilnaðar þegar fjár-
festingarhlutinn fer yfir tiltekið hlut-
fall af heildarstarfseminni. Slíkar til-
lögur voru meðal annars kjarninn
í niðurstöðu Volcker-reglunnar í
Bandaríkjunum, Vickers-nefndar-
innar í Bretlandi og Liikanen-nefnd-
ar Evrópusambandsins.
Í skipunarbréfi fjármálaráðherra
er bent á að þær skýrslur, sem fjöll-
uðu allar um útfærslu á einhvers
konar aðskilnaði milli starfsemi fjár-
festingabanka og viðskiptabanka,
hafi verið notaðar sem fyrirmynd
að lagabreytingum í Bandaríkjun-
um og ýmsum Evrópuríkjum. Telur
fjármálaráðherra því rétt að starfs-
hópurinn skoði þau atriði og meti
„með hliðsjón af íslenskum aðstæð-
um,“ eins og segir í bréfinu.
Tveggja þrepa stjórn
Á meðal þeirra atriða í íslenskri fjár-
málalöggjöf sem hópurinn á að
kanna, og koma hugsanlega með til-
lögur að breytingum, er stjórnskipulag
í stærri fjármálafyrirtækjum. Þannig
eigi að athuga hvort til greina komi að
taka upp tveggja þrepa stjórn í bönk-
um í því skyni að draga úr eigenda-
valdi þeirra sem fara með stóran
eignarhlut. Þá hefur starfshópurinn
það hlutverk að skoða fjölmarga þætti
er lúta að því að minnka áhættu í
tengslum við fjárfestingastarfsemi
banka. Þar má meðal annars nefna
mögulegar takmarkanir á því að stóru
bankarnir geti sölutryggt verðbréfaút-
boð, frekari takmarkanir á viðskipta-
vakt á milli kerfislega mikilvægra fjár-
málafyrirtækja og hömlur á að þeir
geti átt í viðskiptum með verðbréf fyrir
eigin reikning.
Hópurinn á jafnframt að skoða
hvort þörf sé á því að kerfislega
mikil vægar fjármálastofnanir þurfi
að uppfylla enn strangari kröfur um
vogunarhlutfall (e. leveraged ratio).
Það hlutfall íslensku bankanna –
sem er fundið út með því að deila
eiginfjárþætti A í heildareignir þeirra
– mælist um þessar mundir nærri
20% sem er í flestum tilfellum tvö-
falt hærra hlutfall í samanburði við
evrópska banka. Markmiðið með
hærra vogunarhlutfalli er að draga
úr óhóflegri skuldsetningu fjármála-
fyrirtækja en það sýnir hversu vel í
stakk búnir bankar eru til að standa
af sér sveiflur á eignamörkuðum.
Þá vill fjármálaráðherra einnig að
starfshópurinn skoði hvort taka eigi
upp reglur til að afmarka nánar (e.
ring-fencing) þá starfsemi sem hefur
áhrif á innstæðuskuldbindingar
bankastofnana en slíkar tillögur voru
helstu niðurstöður Vickers-nefndar-
innar í Bretlandi árið 2013. Mark-
miðið með þeim er að tryggja inn-
stæðueigendum aukna vernd frá
áhættumeiri starfsemi bankans.
Allir flokkar vilja aðskilnað
Fram kemur í skipunarbréfi ráðherra
að hluti þeirra atriða sem hópurinn
á að skoða varði fjármálamarkaðinn
í heild og muni því leiða til almennra
breytinga á lögum um fjármálafyrir-
tæki. Hins vegar sé líklegra að flest
atriðin eigi aðeins við um alhliða
banka. Því telur ráðherra að með
tilliti til meðalhófs og samkeppnis-
legra sjónarmiða eigi að koma til
skoðunar að bæta við nýjum kafla
við lög um fjármálafyrirtæki. Sá kafli
myndi þá einungis gilda um kerfis-
lega mikilvægar fjármálastofnan-
ir en samkvæmt skilgreiningu Fjár-
málastöðugleikaráðs þá eru það
Landsbankinn, Arion banki, Íslands-
banki og Íbúðalánasjóður.
Íslenska ríkið fer sem kunnugt er
með eignarhald á Íslandsbanka og
Landsbankanum og þá hefur það
einnig mun meiri fjárhagslegri hags-
muna að gæta í Arion banka en 13%
eignarhlutur segir til um vegna af-
komuskiptasamnings við kröfuhafa
slitabús Kaupþings. Sökum þessarar
óvenjulegu stöðu, þar sem nánast
allt fjármálakerfið er í höndum
ríkis valdsins, þá hafa ýmsir stjórn-
málamenn og forystumenn ríkis-
stjórnarinnar nefnt að það feli í sér
einstakt tækifæri til að ráðast í endur-
skipulagningu á bankakerfinu áður
en hlutur ríkisins verður seldur til
einkaaðila. Þannig sagði meðal
annars Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknarflokks-
ins og fyrrverandi forsætisráðherra,
nýlega í sjónvarpsviðtali á Eyjunni á
Stöð 2 að það þyrfti að „laga þetta fjár-
málakerfi, sem [væri] meingallað.“
Allir stjórnmálaflokkarnir, þar á
meðal Sjálfstæðisflokkurinn, hafa
jafnframt ályktað á landsfundum og
flokksþingum að þeir vilji gera skýr
skil á milli viðskipta- og fjárfestinga-
starfsemi í bankarekstri á Íslandi. Þá
lögðu átta þingmenn úr röðum allra
stjórnarandstöðuflokkanna fram
þingsályktunartillögu síðastliðið
haust um að samið verði og lagt fyrir
Alþingi frumvarp sem tryggi slíkan
aðskilnað. Þetta var í sjöunda skipti
sem málið var lagt fyrir Alþingi. Sam-
kvæmt því hlutverki sem starfshópi
fjármálaráðherra hefur verið falið
virðist hins vegar ekki standa til að
ganga svo langt að leggja til fullan
aðskilnað milli starfsemi viðskipta-
banka og fjárfestingabanka heldur
frekar að koma með tillögur sem
þrengja enn frekar að áhættumeiri
starfsemi stóru bankanna. n
Vill frekari hömlur á fjár-
festingastarfsemi banka
n Starfshópur ráðherra á að koma með tillögur til að minnka kerfisáhættu n Draga úr eigendavaldi
Gæti haft áhrif á söluferli Arion
Tillögur starfshópsins, sem hann á að skila ekki síðar en 1. september næstkomandi
í formi lagafrumvarps, gætu haft talsverð áhrif á söluferli Arion banka en Kaupþing
hefur stefnt að því að selja hluta af 87% eignarhlut sínum í bankanum á þessu ári.
Breytingar á íslensku fjármálalöggjöfinni í þá veru sem rætt
er um í skipunarbréfi starfshópsins hefðu að öllum líkindum
áhrif til lækkunar á söluandvirði Arion banka enda virðist ljóst
að þær myndu bitna á arðsemi bankans til framtíðar litið.
Verði lengri bið á því að tillögur hópsins líti dagsins ljós í formi
lagafrumvarps en lagt er upp með þá kann það einnig valda
töfum á söluferli Arion banka enda gæti reynst erfitt að selja
stóran hlut í bankanum á sama tíma og óvissa væri uppi um
það regluverk sem ætti að gilda um starfsemi kerfislega mik-
ilvægra fjármálafyrirtækja. Miðað við bókfært eigið fé Arion
banka er 87% hlutur Kaupþings metinn á um 170 milljarða.
Undir lok síðasta árs hóf hópur lífeyrissjóða, leiddur af
stærstu lífeyrissjóðum landsins, óformlegar viðræður við
slitastjórn Kaupþings um kaup á hlut í Arion banka. Í febrúar
á þessu ári fengu síðan fjármálaráðgjafar sjóðanna, íslenska
ráðgjafarfyrirtækið Icora Partners, aðgang að rafrænu gagna-
herbergi til að kynna sér ítarlegar upplýsingar um fjárhag og rekstraráætlanir bankans á
komandi árum. Viðræðurnar voru settar á ís eftir að ný stjórn var kjörin til að stýra Kaup-
þingi um miðjan mars. Reiknað er með því að söluferlið komist senn á skrið, fljótlega eftir
að stjórn Kaupþings ræður til sín íslenska ráðgjafa til að aðstoða félagið við söluferlið.
Hvað á hópurinn að skoða?
Eignarhald
n Reglur um eigin hluti og þá hvort tilefni sé til þess að takmarka
heimildir fjármálafyrirtækja til þess að kaupa eigin bréf.
n Skoða möguleika á lagabreytingum til að tryggja dreift
eignarhald á fjármálafyrirtækjum og þá aðallega þeim sem
teljast kerfislega mikilvæg.
Viðskipti og þjónusta
n Eigin viðskipti alhliða banka – stöðutaka, veltubók og fleira.
n Takmarkanir á því að alhliða bankar (þá sérstaklega kerfislega
mikilvæg fjármálafyrirtæki) geti veitt sölutryggingar.
n Takmarkanir á því að fjármálafyrirtæki fari með eignarhald í
fyrirtækjum í óskyldum rekstri.
n Frekari takmarkanir á lánveitingum til kaupa á hlutabréfum/
verðbréfum.
n Setja frekari takmarkanir á viðskiptavakt milli fjármálafyrirtækja.
n Hvort ástæða sé til þess að gera breytingar sem draga úr innri áhættu.
Stjórnskipulag
n Endurskoða stjórnskipulag í stærri fjármálafyrirtækjum. Hvort
til greina komi að taka upp tveggja þrepa stjórn hér á landi eða
annað stjórnskipulag til þess að draga úr eigenda-/hluthafavaldi.
n Hvort setja eigi frekari lagaskyldur um aðskilnað starfsviða í
alhliða bönkum.
Varúðarreglur
n Hærra vogunarhlutfall fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki.
n Hvort setja eigi lagaáskilnað um hærri eiginfjárkröfur gagnvart
alhliða bönkum.
n Hvort taka eigi upp „ringfencing-reglur“ gagnvart innstæðu-
skuldbindingum.
Önnur starfsemi
n Hvort þörf sé á að gera breytingar á sjóðalöggjöf með það að
markmiði að tryggja betur óhæði þeirra.
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
„… það þyrfti
að „laga
þetta fjármála-
kerfi, sem [væri]
meingallað.“
Fjármálaráðherra Tillögur
starfshópsins eiga að liggja fyrir
í formi lagafrumvarps ekki síðar
en 1. september næstkomandi.
Keith Magliana
Áhrifamesti hluthafi
Kaupþings