Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Side 6
Helgarblað 10.–13. júní 20166 Fréttir E f skipulagsyfirvöld leyfa þetta laxeldi þá munum við skoða allar lagalegar leiðir til að fá það stöðvað. Það er alveg klárt,“ segir Jón Helgi Björns­ son, formaður Landssambands veiðifélaga, um áform Hraðfrysti­ hússins Gunnvarar (HG) um fram­ leiðslu á 6.800 tonnum af laxi í sjó­ kvíum í Ísafjarðardjúpi. „Þetta er prófmál um hvort þær umhverfisreglur sem gilda í landinu verndi svona litlar ár eins eru þarna í djúpinu. Eða er það virkilega þannig að leyfilegt sé að ógna slíku lífríki,“ segir Jón. Samþykkti tillöguna Skipulagsstofnun samþykkti í apríl síðastliðnum tillögu Háafells ehf., dótturfélags Gunnvarar, um mats­ áætlun á umhverfisáhrifum sjókvía­ eldisins. Féllst stofnunin á tillöguna með athugasemdum eins og þeim að útgerðarfyrirtækið þurfi í frummats­ skýrslu til hennar að lýsa ítarlega þeirri viðbragðsáætlun sem fylgt verður ef eldislax sleppur frá fyrir­ tækinu. Einnig hvernig verja eigi að hann gangi upp í ár sem renna í Ísa­ fjarðardjúp. Skýrslan er ekki tilbúin en Landssamband veiðifélaga sendi í desember frá sér fréttatilkynningu þar sem hótað var að leita til dóm­ stóla vegna laxeldisáformanna. Jón Helgi segir sambandið enn bíða niðurstöðu yfirvalda. „Málið er í bið hvað það varðar en við teljum af og frá að það sé löglegt að hefja þarna eldi á ógeldum löx­ um. Við teljum að það að setja upp eldi á þessum stað gangi í bága við fleiri en ein lög. Það eru þarna fjór­ ar litlar ár sem eru með um 150– 350 laxa meðalveiði. Ef menn setja þarna eldi með 2,6 milljónir fiska á hverjum degi verður það umfang sem þessi stofn mun ekki þola vegna erfðamengunar og lúsamengunar sem fylgir svona eldi. Við ætlum því að hinkra og sjá hver niðurstaða yfir­ valda verður,“ segir Jón. Farið að lögum Hraðfrystihúsið ætlar sér að nota kynbættan eldisfisk, upprunninn frá Noregi, og áformar að eldi hefjist á næsta ári. Fyrirtækið hefur rekið eldi á þorski og regnbogasilungi í Ísa­ fjarðardjúpi en horfir nú til laxeldis „til að auka arðsemi fiskeldisstarf­ seminnar“. Í tilkynningu LV fullyrti sambandið að útgerðarfyrirtækið væri að skjóta sér undan mögulegri skaðabótaskyldu með því að skrá rekstur verkefnisins undir dóttur­ félaginu Háafelli. Í tilkynningu sem birtist á vef Gunnvarar í desember segir að fyrirtækið hafi í öllu um­ sóknarferlinu farið að lögum og að í lögum um fiskeldi séu gerðar kröfur um eigin fjármögnun eldisaðila. Þar gildi sömu reglur um Gunnvöru og Háafell. „Þar sem Gunnvör, sem er gríðar­ lega fjárhagssterkt félag, setti fiskeldið í sér félag og takmarkast þar með ábyrgðin við hlutafé dótturfélagsins. Við erum að benda á þá staðreynd að það sé því ekki það afl á bak við hugs­ anlegar bótakröfur vegna umhverfis­ vandamála eins og var þegar félagið var með þetta sjálft á höndum,“ segir Jón Helgi. Forsvarsmenn Hraðfrysti­ hússins Gunnvarar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Vísuðu þeir í áður nefnda tilkynningu á vef útgerðarinnar. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Ætla sér að stöðva laxeldi Gunnvarar n Veiðifélög óttast áhrif sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi og bíða niðurstöðu skipulagsyfirvalda Ísafjörður Skipulagsstofnun féllst í apríl á tillögu Háafells, dótturfélags HG, um áætlun um mat á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Landssamband veiðifélaga gagnrýnir verk- efnið harðlega. Formaður LV Jón Helgi Björnsson segir sjókvía- eldið koma til með að hafa áhrif á fjórar litlar ár í Ísafjarðardjúpi. adams hágæða bón og hreinsivörur auðvelt í notkun frábær ending H Jacobsen eHf - ReykJavíkuRvegi 66 - s: 699 3135 Kraftmikil fasteignasala sem fer ótroðnar slóðir af því að þín fasteign skiptir máli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.