Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Qupperneq 12
Helgarblað 10.–13. júní 201612 Umræða Stjórnmál
E
llefu þingmenn hafa stað-
fest að þeir hyggist ekki
sækjast eftir áframhaldandi
setu á þingi á næsta kjör-
tímabili sem hefst, ef að lík-
um lætur, í haust. Samanlögð þin-
greynsla þeirra er 107 ár. Útlit er
fyrir að eftir kosningar verði aðeins
sex þingmenn á þingi með meira
en 10 ára starfsreynslu. Nokkrir
þingmenn eru enn óákveðnir.
Reynsluboltum fækkar
Á meðal þeirra sem láta af þing-
mennsku eru reynsluboltar á borð
við Einar K. Guðfinnsson, Kristján
L. Möller, Ögmund Jónasson og
Katrínu Júlíusdóttur. Af þessum
þingmönnum hefur Einar setið í
24 ár á þingi, Ögmundur í 19 ár,
Kristján í 17 ár og Katrín í 13 ár.
Með þessum fjórum þingmönnum
hverfur 73 ára samanlögð starfs-
reynsla, en þau hafa sömuleiðis öll
gegnt ráðherradómi. Fimm þing-
menn – Brynhildur Pétursdóttir,
Frosti Sigurjónsson, Hanna Birna
Kristjánsdóttir, Páll Jóhann Pálsson
og Sigrún Magnúsdóttir – hverfa
á brott eftir aðeins eitt kjörtímabil
á þingi, kjörtímabil sem ekki einu
sinni spannar heil fjögur ár. Sigrún
og Hanna Birna hafa sömuleiðis
ráðherraembætti á ferilskrá sinni.
Aðrir reynslumeiri þingmenn sem
hætta eru Ragnheiður Ríkharðs-
dóttir, sem hefur setið á þingi í níu
ár, og Róbert Marshall eftir tæplega
átta ár. Fyrirvari er gerður við Ragn-
heiði þar sem hún hefur einungis
tilkynnt að hún ætli ekki að bjóða
sig fram í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins en sá kvittur hefur verið
á kreiki að hún ætli að ganga til liðs
við Viðreisn. Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir náðist ekki í hana.
Tveir eftir frá 20. öldinni
Það er því ljóst að þeir verða einung-
is tveir þingmennirnir á næsta kjör-
tímabili sem með réttu kallast
reynsluboltar – að því gefnu að þeir
nái kjöri. Steingrímur J. Sigfússon,
sem fljótlega fer að vinna sér inn
viðurnefnið Strom Thurmond* Ís-
lands, ætlar a gefa kost á sér aftur,
en hann hefur setið á þingi frá ár-
inu 1983. Þá hefur Össur Skarphéð-
insson ekki gefið annað í skyn en að
hann haldi áfram, en hann hefur 25
ára reynslu af þingstörfum. Nái þeir
kjöri verða þeir einu þingmennirnir
sem hófu feril sinn á 20. öldinni. Að
þeim undanskildum eru fjórir þing-
menn með meira en áratugar þin-
greynslu. Birgir Ármannsson (sem
reyndar er enn óákveðinn), Bjarni
Benediktsson, Guðlaugur Þór
Þórðarson og Helgi Hjörvar tóku all-
ir sæti á þingi árið 2003.
Eins og sagði hér að framan er
samanlögð þingreynsla þeirra þing-
manna sem eru að hætta 107 ár. Svo
við höldum áfram að leika okkur að
tölum er samanlögð þingreynsla
hinna sem eftir sitja 368 ár. Reynsla
Össurar og Steingríms J. vegur þar
þungt því samanlögð þingreynsla
þeirra er 60 ár. Því má segja að með
þeim 11 þingmönnum sem hætta
glatist tæplega fjórðungur þing-
reynslunnar.
Meðalþingreynsla þeirra sem
ekki hafa tilkynnt að þeir ætli að
hætta er 7 ár, eða minna en tvö kjör-
tímabil. Þessi tala mun að sjálf-
sögðu verða nokkuð lægri eftir
næstu kosningar því gera má ráð
fyrir eðlilegri endurnýjun. Sitjandi
þingmenn munu ýmist falla í próf-
kjörum eða ná ekki inn á þing í
þingkosningum og nýir og óreyndir
setjast í þeirra stað. Þó er ekki úti-
lokað að fyrrverandi þingmenn snúi
aftur úr útlegð. Þannig er Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir bæði orðuð
við framboð fyrir Viðreisn og Sjálf-
stæðisflokkinn. Þorsteinn Pálsson
hefur, þrátt fyrir að neita því ítrekað,
einnig verið orðaður við Viðreisn og
þá mun Álfheiður Ingadóttir einnig
vera að velta fyrir sér framboði fyrir
VG. Björn Valur Gíslason, varafor-
maður VG, ætlar að freista þess að
komast aftur á þing og líklegt er að
Magnús Orri Schram láti slag standa
í Kraganum fyrir Samfylkinguna
eftir formannsframboðið.
*Strom Thurmond sat í öldunga-
deild Bandaríkjaþings í 48 ár sam-
fleytt, frá árinu 1954 til 2003.
Hann var fyrst kjörinn á þing
fyrir demókrata en skipti yfir í
Repúblikanaflokkinn árið 1964. n
107 ára rEynsla
hvErfur af þingi
n Meirihluti þingmanna ætlar að freista endurkjörs n reynsluboltarnir hverfa einn af öðrum
Magnús G. Eyjólfsson
Freyr Rögnvaldsson