Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Síða 37
Helgarblað 10.–13. júní 2016 Menning 29
hugarástand sem tekur á sig efnislegt
en hverfult form við og við. Það lifir
aðeins jafn lengi og liturinn sjálfur.
Ríkið hefur vakið sterk viðbrögð víð-
ast þar sem það hefur holdgerst.
„Þegar ég málaði ísjakann í Græn-
landi kom lögreglan inn á hótelher-
bergið mitt og skipaði mér að þrífa
upp. Ég fór eiginlega bara að hlæja,
hvernig á ég að þrífa upp lit af ísjaka
sem flýtur fimm mílur á klukkustund
frá landinu? Eftir mánuð verður ís-
jakinn kominn til Kanada en er þá
orðinn að klakamola! En ég gekkst
nú samt við því að þrífa eftir mig,
en setti það sem skilyrði að danska
ríkið tæki sig til og myndi þrifi upp
kjarnorkuúrgang frá Thule-her-
stöð Bandaríkjamanna í norðvestur
Grænlandi – ég heyrði ekkert meira
frá þeim,“ segir Marco og glottir.
„Hér á landi gildir það sama. Ég
skal lofa að gera þetta aldrei aftur ef
þið hættið að menga hverinn sjálf!
Ef þið hættið að stunda mengandi
álbræðslu, hættið að setja upp aug-
lýsingar sem hvetja fólk til að fljúga
til landsins,“ segir Marco og leggur
áherslu á hvernig ferðamannaiðnað-
urinn spillir náttúru Íslands.
„Þið eruð að eyðileggja náttúr-
una, þið leggið vegi yfir hálendið
fyrir ferðamannarútur, þið flytjið
marga tugi koltvíoxíðspúandi rúta
að Geysi á hverjum degi, þær eru
í gangi á meðan ferðamenn kasta
smápeningum í hverina. Það snýst
hins vegar allt um peninga. Þannig
skapast þetta tvöfalda siðgæði.“
Spegill fyrir samfélög
Sérðu gjörninginn sjálfan eða bara
ljósmyndina af bleikum goshver sem
listaverk?
„Gjörningurinn er listaverk. At-
burðurinn er bara eins og gjörninga-
listaverk. Hann hverfur hins vegar
mjög fljótt og því skráset ég hann á
einhvern hátt, til dæmis með ljós-
myndum. Ef ég gerði það
ekki myndi enginn trúa
mér þegar ég segði frá
verkinu. Það er því
gjörningur annars
vegar og skrásetn-
ing hins vegar,“ segir
Marco.
„Picasso sagði einu
sinni að list væri raun-
veruleiki sem er sýnd-
ur með lygi. Þá átti
hann við að þegar
maður horfir á lands-
lagsmálverk er það
ekki landslag heldur
túlkun á raunveru-
veruleikanum, listin
er því lygi sem sýnir raunveruleika.
Duchamp sagði hins vegar að
list gæti verið einhver hluti raun-
veruleikans sem er sýndur á nýj-
an hátt. Hann setti pissuskálina inn
í safn og um leið var hún orðin eitt-
hvað annað en pissuskál. Hverinn er
á sama hátt raunveruleiki sem varð
að listaverki.“
Álítur þú viðbrögð fólks og yfir-
valda vera mikilvægan hluta af verk-
unum sem þú gerir?
„Það er bara óhjákvæmilegt að yfir-
völd komi á eftir mér, þar sem ég bið
ekki um leyfi. Yfirvöld vilja sýna vald
sitt yfir borgurunum. Ég lít hins vegar
ekki á þetta sem „aktívisma.“ Það er
munur á því að vera aðgerðasinni og
listamaður sem gerir málverk í lands-
lagið, jafnvel þó að maður viti að þau
muni hafi afleiðingar.“
Þér hefur stundum verið legið á
hálsi fyrir að gera listaverk til þess
eins að sjokkera og ögra, er eitthvað
til í því?
„Nei, alls ekki. Varðandi landslags-
verkin þá er ég langt frá því að vera
fyrstur að nota svona ávaxtalit til að
lita fyrirbæri. Nicolas Uriburu litaði
Grand Canal í Feneyjum á sjöunda
áratugnum. Markmiðið með verkun-
um mínum er ekki að ögra, en ég vil
bjóða fólki birginn og og sýna því fram
á eigin hræsni. Ég vil vera spegill fyrir
samfélög sem hugsa ekki almenni-
lega um umhverfið, ég vil skapa um-
ræður svo fólk geti velt fyrir sér eigin
gjörðum í gegnum verkin mín. Ég er
kannski barnalegur en ég held að ef
ég held áfram að hrópa þá muni fólk
byrja að hlusta og þannig geri ég gagn.
Ég álít að list í dag eigi að snúast um
samskipti og staðhæfingar en ekki
bara um að gera fólk ánægt. Listaverk
eiga ekki bara að
passa vel við sófann
þinn og fylla þig
sjálfsánægju. Þau
snúast um innihald
frekar en form. Ég vil
tala til vitsmunanna
frekar en bara að
veita fólki þá ánægju
sem fylgir því að
eiga fallegan hlut á
veggnum heima hjá
sér.“
Morðhótanir og
þjóðernishyggja
Hefur þér þá aldrei
dottið í hug að reyna að fá leyfi fyrir
verkunum?
„Nei, því ég get ekki séð að vatnið
í goshvernum tilheyri nokkrum
manni, það tilheyrir öllum. Það
kemur marga kílómetra neðan úr
jörðinni, það er enginn fáni á því.
Það væri allt annað ef ég brytist inn
í húsið þitt og hefði gert þetta þar.
Ísland er ekki eign Íslendinga, við
erum öll frá þessari jörð, við erum öll
afrískir apar í grunninn, öll eins, mis-
munurinn er bara kominn til vegna
stjórnmála og trúarbragða.“
Komu viðbrögðin frá almenningi
hér á landi þér óvart?
„Já, það kom á óvart hversu lituð
þau voru þjóðernishyggju. Ég fékk
mikið af líflátshótunum.“
Virkilega?
„Já, alveg heilmikið! „Ekki koma
til landsins, helvískur, ég mun drepa
þig“ og svo framvegis. Ég var mjög
hissa því ég hélt að fólk hérna væri
svo frjálslegt, þú veist, Björk og
svona … en þið eruð svo lokuð! Það
sem truflaði mig mest var þegar ég
uppgötvaði að ef nafnið mitt væri
„Gunnarsson“ hefði þetta aldrei
orðið svona mikið mál. Þetta er af því
að nafnið mitt er greinilega útlenskt.
Ólafur Elíasson getur hins vegar litað
á uppi á fjöllum án þess að nokkur
geri mál úr því og Listasafn Íslands
kaupir mynd af því fyrir fúlgur fjár.
Hann setti miklu meira en fimm lítra
í ána, og Íslendingar eru stoltir af
honum!“ segir Marco.
„Ég held að þið, Íslendingar,
ættuð að líta vandlega í spegil og
velta fyrir ykkur hvort þið séuð að
standa ykkur. Mér finnst það ekki.
Þið eigið fallega náttúru en eruð
smám saman að eyðileggja hana
fyrir peninga.“ n
„Markmiðið með
verkunum mínum
er ekki að ögra, en ég
vil bjóða fólki birginn og
og sýna því fram á eigin
hræsni.
The Red Thermal Project (2015)
Marco Evaristti hefur sjaldan hlotið
jafn hörð viðbrögð og þegar hann
litaði Strokk bleikan í fyrra.
Green river (1998) Ólafur
Elíasson notaði úranín til að
lita íslenska á eiturgræna.
The Ice Cube Project (2004) Fyrsta verkið í Pink State-seríunni var rauður ísjaki við
strönd Grænlands.
S HELGASON
- Steinsmiðja síðan 1953
Opnunartími
Mán - fim 9:00 -18:00
Föstudaga 9:00 - 17:00
Laugardaga 10:00 -14:00
Sími: 557 6677
Netfang: shelgason@shelgason.is
www.shelgason.is
komin í verslanir
Sennilega hollasta rauð
a kjöt sem völ er á
IP-dreifing | Fornubúðir 3, Hafnarfj. | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408