Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Side 48
Helgarblað 10.–13. júní 2016
45. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 684 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
RB RÚM ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA FRÁ 1943
RB RÚM
DALSHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI SÍMI 555-0397
RBRUM@RBRUM.IS WWW.RBRUM.IS
Bætum
andrúmsloftið
með góðum ilm
frá My Senso
Mikið úrval af
ESPRIT
handklæðum
Ég myndi
hundsa
hann!
Ellý í MBA
n Fjölmiðlakonan ástsæla Ellý
Ármannsdóttir tilkynnti vinum
sínum í áhrifaríkri færslu á Face-
book á dögunum að hún væri að
setjast á skólabekk í haust. Nánar
tiltekið í MBA-nám við viðskipta-
fræðideild Háskóla
Íslands. Ellý seg-
ir í færslunni að
með náminu
sé hún setja
sjálfa sig í
fyrsta sæti og
láta gamla
drauma ræt-
ast. Sam-
þykkið
frá HÍ
hafi kall-
að fram
gleðitár á
hvarma.
Með Hundinn á
hælunum
n „Farðu varlega, The Hound
er á eftir þér!“ skrifar útvarps-
stjarnan Auðunn Blöndal í
Twitter-skilaboðum til Jóhann-
esar Hauks Jóhannessonar sem
kom fram í nýjasta Game of
Thrones-þættinum á mánu-
dag svo eftir var tekið í hvívetna.
Auddi hrósar Jóhannesi fyrir
frammistöðuna og birti mynd af
sér uppáklæddum sem Hundur-
inn frá því í auglýsingatöku fyrir
Stöð 2 hér um árið. En Hundur-
inn hyggur á hefndir gegn Lem
Lemoncloak, sem Jóhannes
leikur, og félög-
um. Jóhann-
es svarar um
hæl og segir
hundskvik-
indið ekki
eiga neitt
í Lemon-
cloak.
Hitaði upp í
þyrluflugi
n Landsliðsmaðurinn Alfreð
Finnbogason hitaði upp fyrir
EM í Frakklandi með útsýnis-
þyrluflugi yfir Íslandi á dögun-
um. Á Facebook-síðu sinni, þar
sem knattspyrnumaðurinn á ríf-
lega 50 þúsund fylgjendur, deil-
ir hann glæsilegu myndbandi
þar sem honum er fylgt eftir í
fluginu með þyrlufyrirtækinu
Norður flug.
Þar stendur Alfreð sig eins og
hetja í landkynningu
og viðurkenn-
ir sjálfur að hafa
verið agndofa yfir
fegurð Íslands í
útsýnisfluginu.
Ekki slæm leið
til að gíra sig upp
fyrir EM, að
næla sér í
smá jarð-
tengingu
við nátt-
úruöflin.
Handboltakappi með hótel og laxveiðiá
Arnar Jón Agnarsson og Freyr Heiðar Guðmundsson eru með stór plön á Raufarhöfn
V
ið vonumst til að verða inn-
spýting í ferðamannabrans-
ann á Norðausturlandi hvort
sem það er með fjölgun veiði-
manna eða hótelinu,“ segir Arnar Jón
Agnarsson, stangveiðimaður og fyrr-
verandi atvinnumaður í handbolta,
sem hefur ásamt Frey Heiðari Guð-
mundssyni tekið við rekstri Hótels
Norðurljósa og Deildarár á Raufar-
höfn.
Arnar gerði nýverið tveggja ára
samning um að spila með KR í 1.
deild karla í handbolta en hann er
einnig yfirþjálfari Gróttu. Í ofanálag
tóku hann og Freyr við laxveiðiánni
í sumar af Svisslendingnum Ralph
Doppler sem hafði leigt hana í tæp
30 ár. Gerðu þeir tíu ára leigusamn-
ing en fá að reka hótelið fram á haust.
Eigandinn, sveitarfélagið Norður-
þing, ætlar þá að selja reksturinn og
Arnar segir nánast öruggt að þeir fé-
lagar leggi fram tilboð.
„Við erum núna að byggja við
veiðihúsið sem er líklega fyrsta hús-
ið sem hefur verið byggt þarna í 20
ár. Við erum að horfa til lengri tíma
og ætlum að koma ánni í þann klassa
sem hún á skilið að vera í. Doppler
leigði hana út einungis 30 daga á ári
og hún því verið vannýtt. Við teljum
hana eiga mikið inni og að hún sé
lítil, falin perla sem geti gefið gríðar-
lega góða veiði,“ segir Arnar sem er
einnig leigutaki Laxár á Ásum.
„Við fengum aftur á móti stuttan
samning um hótelið. Það verður
selt eftir sumarið en það er mikil
gróska í ferðamannaiðnaðinum og
Norðausturland er næsti áfanga-
staður ferðamanna. Hótel Norður-
ljós er eina alvöruhótelið þarna í
grenndinni en það er nánast öruggt
að við munum leggja fram tilboð.
Það er gott að vera á Raufarhöfn.“ n
haraldur@dv.is
Veiðimaður Arnar Jón Agnarsson segist
fullviss um að ferðamannastraumurinn eigi
eftir að ná til Norðausturlands í auknum mæli.
„Það er gott að vera
á Raufarhöfn.