Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 12
Helgarblað 22.–25. júlí 201612 Fréttir Erlent R ecep Tayyip Erdogan, for­ seti Tyrklands, er einn um­ deildasti stjórnmálamaður í Evrópu í dag. Í kjölfar tilraun hersins til valdaránsins 15. júlí sl. hefur forsetinn gripið til ým­ issa ráða sem leggjast misvel í valda­ menn í Evrópu. Nokkur hundruð manns eru talin hafa látið lífið í valdaránstilrauninni, hermenn jafnt sem almennir borgarar. Álitsgjafar DV eru sammála um að ástandið sé ótryggt í landinu, óvissutímar eru fram undan og þeir óttast að Erdogan hneigist til einræðistilburða, sem erfitt verði að vinda ofan af. Þúsundum opinberra starfsmanna vikið úr starfi Í kjölfar atburðarins hefur forsetinn vikið fleiri þúsund starfsmönnum í tyrkneska kerfinu, sem hann grunar að hafi á einn eða á annan hátt tengst þessari atburðarás sem mistókst á allan hátt, úr starfi. Tilrauninni var hrundið en kostaði mannslíf og margir saklausir borgarar voru á meðal þeirra sem misstu lífið. Al­ menningur í Tyrklandi veit ekki hvað bíður handan hornsins og slíkt hið sama má segja um stjórnmála­ skýrendur víða um lönd. Erdogan, sem er 62 ára gamall, gekk til liðs við Íslamska velferðar­ flokkinn rúmlega tvítugur að aldri. Hann hefur verið mjög áberandi í stjórnmálum í Tyrklandi um langt skeið. Hann var forsætisráðherra frá 2003–2014. Hann var fyrsti lýðræðis­ lega kjörni forsetinn í sögu Tyrklands og tók við embætti 28. ágúst 2014. Stjórnarandstaðan í Tyrklandi snið­ gekk athöfnina, sem og fjölmargir vestrænir leiðtogar. Hann var áður borgarstjóri í Istanbúl á árunum 1994–1998. Erdogan hefur svo ekki verður um villst gripið til ráða þar sem hann sýnir þegnum sínum sem og um­ heiminum öllum hver hefur valdið. Hvort hann hafi árangur sem erfiði á tíminn eftir að leiða í ljós en hjá því verður ekki horft að óvissutímar eru fram undan í Tyrklandi. Valda­ ránstilraunin var mjög illa skipulögð að margra mati og misheppnaðist með öllu. Erdogan hefur í kjölfarið haft í frammi einræðistilburði sem al­ menningur og ráðamenn hafa mikl­ ar áhyggjur af. Innan hersins voru menn mjög uggandi varðandi ein­ ræðistilburði forsetans og reyndu að steypa forsetanum af stóli. Hefur fyrirskipað fræðimönnum og háskólafólki að halda kyrru fyrri Í upphafi var talið að aðalmaðurinn á bak við valdaránstilraunina væri 75 Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Þurrkur í augum? Thealoz augndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Ég hef verið að glíma við augnþurrk. Ég nota Thealoz gervitár af því mér finnst þau smyrja augun vel, þau eru með langvarandi virkni, unnin úr náttúrulegum efnum og þau eru laus við öll aukaefni sem mér þykir kostur. Heiðdís Björk Helgadóttir Erdogan hefur í frammi einræðistilburði Miklir óvissutímar fram undan í tyrkneskum stjórnmálum Ráðamenn munu forðast í lengstu lög að styggja hann Egill Helgason: „Tyrkland sem þróast í þessa átt er ekki lýðræðisríki, ekki þegar stjórnarandstæðingar fá ekki að tjá sig, eru fangelsaðir og reknir úr vinnu. Það er bara spurning hversu hart einræðið verður. Einræði í Tyrklandi á tuttugustu öld var yfirleitt á vegum hersins, og endaði með því að lýðræði var endurreist á nýjan leik, vissulega stundum með ákveðnum takmörkun- um,“ segir Egill Helgason. Eiga tilburðir Erdogans í kjölfar valdaránsins eftir að koma niður á samskiptum landsins við aðrar þjóðir í Evrópu? „Eins og heimsmyndin lítur út í dag er Tyrkland hernaðarlega mikil- vægasti staður í heimi, þar sem það stendur á mótum austurs og vesturs, hins kristna heims og múslimaheims- ins, veraldleika og trúar. Líklegt er að einhvers konar realpólitík ráði ferðinni Evrópu og Bandaríkjunum, Erdogan verður gagnrýndur en ráðamenn munu forðast í lengstu lög að styggja hann alvarlega. Viðbrögðin munu varla bera vott um mikla prinsippfestu. En Tyrkland sem verður ofurselt íslamskri bókstafstrú er skelfi- leg tilhugsun fyrir Vesturlönd.“ Hefur forsetinn íbúa landsins að baki sér? Nýtur hann stuðnings þeirra? „Með því að tala um þjóðerni og trú, gegn elítum, þykjast vera maður fólksins, hefur Erdogan verið mjög vinsæll í Tyrklandi, sérstaklega meðal fólks sem ekki vel menntað. Tyrkland upplifði mikinn efnahagsuppgang á fyrri hluta valdaskeiðs hans, verslunarmið- stöðvar risu hvarvetna og fólk fékk aðgang að neysluvarningi. Gríðarlegir fólksflutningar hafa orðið til borga, og það hefur aftur veikt stöðu borgaralega sinnaðs fólks sem er andsnúið Erdogan. Efnahagsástandinu hrakar nú og mun gera það enn þegar ferðamenn hætta endanlega að koma til Tyrklands.“ Eiga þessir atburðir í Tyrklandi eftir að hafa áhrif á veru landsins í NATO? „Vegna hins hernaðarlega mikilvægis er mjög ólíklegt að Tyrklandi verði vísað úr NATO. En þetta er óþægileg staða. Á tíma Kalda stríðsins sættu menn sig við að ein- ræðisríki væru í NATO – en á vorum tímum er miklu erfiðara að verja slíkt.“ Jón Kristján Sigurðsson jonk@dv.is Almenningur uggandi Ástandið er mjög ótryggt í Tyrklandi um þessar mundir. Enginn veit hvað morgun- dagurinn ber í skauti sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.