Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Page 16
Helgarblað 22.–25. júlí 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Þ að er nöturleg staðreynd og verulega mikið áhyggjuefni fyrir lýðræðið að Donald Trump sé orðinn forseta- efni Repúblikanaflokksins. Í nokkuð langan tíma hefur verið ljóst að í það stefndi en sómakært fólk um víða veröld gerði sér vonir um að hægt yrði að afstýra því stórslysi. Í upphafi áttu fáir von á því að Trump, maður sem hatast við innflytjendur, lítur á múslima sem hryðjuverka- menn og hefur takmarkað álit á kon- um, myndi ná langt í baráttunni um að verða forsetaefni repúblikana. Trump tókst að ná undraverðum árangri með há- væru gjammi og ábyrgðarlausum fullyrðingum. Framgangur hans var ógn- vænlegur og friðsömu fólki brá, þar á með- al sómakærum repúblikönum. Það er því miður jarðvegur fyrir málflutning manna eins og Donalds Trump, ekki bara í Bandaríkjunum, heldur víða um heim, einnig í Evrópu. Nú er ólíkleg staða orðin að ísköldum raun- veruleika: Donald Trump keppir um það við Hillary Clinton að komast í Hvíta húsið og verða einn valda- mesti maður heims. Þeir sem vel hafa fylgst með fréttum hafa séð myndir frá flokks- ráðstefnu Repúblikanaflokksins. Engu er líkara en viðstaddir séu á samkomu sértrúarflokks þar sem óbeislað trúarofstæki hefur tekið völd og þeir sem ekki vilja gangast undir hina réttu kennisetningu eru afgreiddir sem handbendi hins illa. Dæmi um þetta er þegar sett voru á svið réttarhöld yfir Hillary Clinton þar sem ríkisstjóri New Jersey brá sér í hlutverk saksóknara og ráð- stefnugestir voru í hlutverki kvið- dómara og skræktu í kór: „Sek!“ Samkoma af þessari gerð, þar sem móðursýki er áberandi, verður vart kölluð samkoma siðaðra manna. Æstustu stuðningsmenn Trumps fá sérstakan æsinga- glampa í augu þegar þeir tala um þetta átrúnaðargoð sitt eða berja það augum. Það er eins og þeir sjái í Trump frelsara sem kunni lausn á öllum þeim vanda sem steðjar að heimsbyggðinni. Trump vill hins vegar ekki leita lausna heldur elur á ótta. Hann stendur ekki fyrir hugsjónir sem eru þess virði að fyrir þeim sé barist. Hann vill reisa múra, berst fyrir einangr- unarstefnu, virðir ekki önnur trúar- brögð en kristni og talar ekki máli kvenréttinda. Hann er fulltrúi sundrungar og fordóma, ekki full- trúi samstöðu og mannúðar. Það myndi skapa en meiri hættu en nú er í hættulegum heimi ef hann yrði kjörinn forseti Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn eiga betra skilið, eins og þeir hljóta flestir að vita og munu kjósa skynsamlega í nóvember. Heimurinn má ekki við því að Donald Trump verði einn valdamesti maður heims. Við munum vonandi öll geta andað léttar í nóvember – þegar Hillary Clinton er orðin forseti Bandaríkj- anna, fyrst kvenna. n Óvæntur áhugi Þór Saari hyggst bjóða sig fram í prófkjöri Pírata fyrir næstu al- þingiskosningar. Áhugi hans á því að setjast aftur á þing kemur þó nokkuð á óvart. Ekki er langt síðan Þór sendi frá sér bókina „Hvað er eiginlega að þessu Alþingi?“ en þar voru ófagrar lýsingar á vinnu- staðnum og vinnuandanum. Þar var ekkert sem gaf til kynna að höfundur hefði áhuga á að snúa aftur á vinnustaðinn – þvert á móti. En nú vill Þór ólmur komast aftur á vinnustaðinn sem honum þótti áður svo ómögulegur, hver sem skýringin á því nú er. Í stjórnarandstöðu? Píratar búa sig undir prófkjör en mik- ill fjöldi sækist eftir því að fá sæti á list- um flokksins. Ekki er þó víst að sigur flokksins í komandi kosningum verði jafn mikill og skoðanakannanir gefa til kynna en niðurstaðan ætti þó að verða góð. Ekki er víst að Píratar rati í ríkisstjórn því ekki verður vart við mikinn vilja annarra flokka til að starfa með þeim. Yfirlýsing Birgittu Jónsdóttur um að hún vildi gjarnan verða forseti Alþingis fór svo öfugt ofan í marga þingmenn, en Birgitta hefur ekki verið með stilltustu þing- mönnum og þykir mörgum að hún sé ekki vel til þess fallin að gegna svo virðulegu embætti. Líklegast er að Píratar verði í stjórnarand- stöðu eftir næstu kosningar, en það gæti orðið öflug, allavega hávær, stjórnar andstaða. Ég heyrði barnsgrátinn Stefanía Hjaltested bjargaði tveggja ára barni frá drukknun. – DV Laugavegur 24 Sími 555 7333 publichouse@publichouse.is publichouse.is BENTO BOX 11.30–14.00 virka daga / LUNCH 11.30–15.00 um helgar / BRUNCH 1.990 kr. Öðlaðist aftur trú á mannkynið Adam Williams lifði af hnífaárás í París og er á leið til landsins. – DV Þetta er merkilega lítið vandræðalegt Helga Ingimundardóttir skipuleggur hraðstefnumót fyrir notendur Twitter. – DV Fulltrúi sundrungar „Heimurinn má ekki við því að Donald Trump verði einn valda- mesti maður heims. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin Stelkurinn með stinna nefið Stelkur hvílir sig á öðrum fæti, reyndar ekki í sefinu eins og sá með stinna nefið í kvæði Jóhannesar úr Kötlum. „Það er karl sem óttast ekki ólukku kvefið,“ sagði skáldið. mynd SIgtryggur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.